— GESTAPÓ —
Í uppáhaldi:
Félagsrit:
Þarfagreinir
Friðargæsluliði.
Heiðursgestur og  skriffinnur.
Sálmur - 9/12/07
Kóðalína

For á línan fögur hefst,
fylgir síðan opnusvigi.
Int ég því næst kýs og krefst
- kalla i, með núlli vígi.

Semikomma kemur næst;
Krota síðan i að nýju.
Því nú gef ég gildi hæst:
Getur það ei orðið tíu.

Sinnið birtist þá i þriðja,
því á undan hálfur kommi;
Ég nú þess vil ákaft biðja
að ei sé talan geymd í ROMmi.

Því nái ég að hækka hana
helst ég vil við einum bæta,
með því út á enda flana.
(Að þó lokasviga gæta)

   (15 af 49)  
9/12/07 08:01

Billi bilaði

FOR ( i: = 0; i :=9)
i += 1;

9/12/07 08:01

Þarfagreinir

Nei Billi, ekki Pascal. C maður.

9/12/07 08:01

Wayne Gretzky

Þetta er ákaflega vel gert.

9/12/07 08:01

Billi bilaði

Jæja, þá. Bezt að draga upp Kernighan og Ritchie og skoða blaðsíðu 57:

for (i = 0; i < 9; i++)

9/12/07 08:01

Þarfagreinir

Þetta er nærri lagi, en ég var að átta mig á því að í lýsingu notast ég við nokkuð sem aðeins er hægt í C++, en ekki C.

Síðan getur samkvæmt lýsingunni i orðið 9, þó það geti ekki orðið 10.

9/12/07 08:01

Hvæsi

<Klórar sér í hnakkanum>

Ha ?

9/12/07 08:01

Vladimir Fuckov

for (int i=0; i<10; i++) printf("Skál !\n");

9/12/07 08:01

Anna Panna

Nörd! [Flissar og hleypur í burtu]

9/12/07 08:01

Garbo

Ha...?!

9/12/07 08:01

Upprifinn

[lemur nirðina]

9/12/07 08:02

krossgata

[Geymir töluna í rommi]

[Glottir svo eins og fífl]

9/12/07 08:02

blóðugt

Ji hvað svona nördaskapur er krúttlegur! Já og flott kveðið líka.

9/12/07 08:02

Galdrameistarinn

Glæsilegt hjá þér.
Geri aðrir betur.

9/12/07 08:02

Skabbi skrumari

Gott að menn eru að yrkja af ástríðu... [springur úr hlátri]

9/12/07 08:02

Kargur

Hvaða njerðska er þetta eiginlega?

9/12/07 08:02

Ívar Sívertsen

[gargar af hlátri] Heyrðu... nú vantar bara lagið...

9/12/07 08:02

Anna Panna

Já Ívar og það verður að vera í C, er það ekki?!

9/12/07 08:02

Günther Zimmermann

Fjaðurstaf í fingur tek
fjarskalega léttan
dýfi honum beint í blek,
bókstaf letra nettan.

Byrja skrfit með essi eg,
eltir það svo káið,
á eftir kái áið dreg
Ellið fylgir náið!

Og ekki láta sjá ykkur með þessi móðins stafróf hér meir!
[Strunsar o.s.frv.]

9/12/07 08:02

Huxi

Ég skil ekki orð af þessu og er stoltur af því...

9/12/07 09:00

Jóakim Aðalönd

while(2 + 2 != 5)
{
myArraylist.add(C2H5OH);
printf("Skál !\n");
}

9/12/07 09:00

Ívar Sívertsen

If glas=1 and ákavíti=1 then glas+ákavíti=a
If glas=1 and ákavíti=0 then glas+ákavíti=b
D=magi
For c=a to b
print c+d
next c
Return

9/12/07 09:00

Furðuvera

Íííííhíhíhíhíhíhíííí! [Skoppar]
Elsku litlu nördarnir mínir!

9/12/07 09:01

hlewagastiR

Kóðabút þá slægum slengi
slaufusvigann inn í fríða.
(Sanngjarnt væri að svona fengi
séní eins og ég að ríða.)

9/12/07 09:01

Þarfagreinir

Það tilkynnist hér með opinberlega að:

- Kóðalína Vlads (sú fyrri) er nákvæmlega eins og sú sem ég lýsi í kvæðinu.

- Ég er nörd, og stoltur af því.

- Lagið við kvæðið verður auðvitað að vera í C.

- Viðbót Hlebba er stórgóð, ekki síst vegna þess að hann gerir sér klárlega grein fyrir mikilvægi slaufusviga.

9/12/07 09:01

Kiddi Finni

Flott kveðið; hjá Günther líka.

9/12/07 10:01

Steinríkur

- Lagið við kvæðið verður auðvitað að vera í C.
Ætti það ekki að vera í C-dúr (C#) til að öllum reglum sé fylgt?

Þarfagreinir:
  • Fæðing hér: 5/10/04 00:11
  • Síðast á ferli: 13/12/20 16:11
  • Innlegg: 13121
Eðli:
Ég er Þarfagreinir. Ég hef mikið yndi af því að þarfagreina. Ef ykkur vantar mann til að sjá um þarfagreiningarþarfir ykkar, þá er ég sá maður.
Fræðasvið:
Þarfagreining fyrst og fremst. Einnig etanólrannsóknir, orðkynngi, algrím, og listfræði.
Æviágrip:
Ég var eitt sinn týndur og sótti Menntaskólann í Reykjavík. Síðan gerðist ég tossi og fór í Fjölbraut í Breiðholti og hóf etanólneyslu. En það var ekki fyrr en í Háskóla Íslands að ég fann mína sönnu hillu í lífinu, en það er auðvitað hið merka fræðasvið er þarfagreining nefnist. Fyrir áhugasama um þarfagreiningu þá er það fyrst að nefna hún kennd innan tölvunarfræðinnar. Reyndar er ýmislegt fleira gagnslaust rusl kennt þar; mín skoðun er sú að fella mætti allt slíkt niður og kenna þarfagreiningu eingöngu, enda er það göfugasta fræðasvið þessa heims, sem og allra annarra.

Nú í dag stunda ég fræði mín við virðulega stofnun í höfuðstað Íslands. Samhliða því eyði ég óhemju miklum tíma í rannsóknarvinnu ýmis konar á Alnetunum. Miðar þetta allt að því að ég uppfylli mitt æðsta markmið, sem er að verða Yfirþarfagreinir alheimsins.