— GESTAPÓ —
Í uppáhaldi:
Félagsrit:
Þarfagreinir
Friðargæsluliði.
Heiðursgestur og  skriffinnur.
Dagbók - 1/12/07
HÆTTULEG HUGMYNDAFRÆÐI

Pólitíkin skiptir máli!

Ég veit vel, að ekki er vinsælt að viðra pólitík á þessum síðum, en nauðsyn brýtur lög.

Þannig er nefnilega komið, að dómsmálaráðherra Íslands hefur opinberað almenningi viðhorf og stefnu, sem geta vart talist neitt annað en fasísk!

Vil ég grátbæna ykkur, að þið lesið pistla mína, þar sem ég færi sönnur á þetta:

Pistill 1

Pistill 2

(Já, þetta eru hlekkir)

Einnig eru þarna á bloggsíðunni margir eldri pistlar um aðdraganda þessa alls, sem þið megið einnig vel lesa, ef þið hafið til þess tíma og nennu.

Ef einhver nennir að lesa þetta, skilja, og bregðast við því, þá veit ég að það eruð þið, kæru Gestapóar.

Síðan vil ég biðja ykkur, um að þið komið þessum boðskap á framfæri hvar sem því verður komið við.

VIÐ MEGUM EKKI LEYFA ÞEIM AÐ KOMAST UPP MEÐ ÞETTA!

Kær kveðja (með ótta í hjarta),
Þarfagreinir

   (16 af 49)  
1/12/07 18:01

Skabbi skrumari

Þetta er grafalvarlegt...

Út úr herrum ekkert fæst
utan: - þetta'er klíka.
Rotið þykir kerfið kæst
klént og fasískt líka

1/12/07 18:01

Álfelgur

Mikið óskaplega er ég sammála þessum pistlum þínum, og þessa apa kýs fólk yfir sig aftur og aftur og aftur og aftur. Hvers vegna? Jú,í fyrsta lagi af því að sjálfstæðispungar dagsins í dag nota ennþá á okkur "kommagrýluna" og hún virkar ennþá. Í annan stað af því að ungt fólk sem er ekki þeim mun meira innlifað í pólitík kýs bara eins og pabbi eða eins og fjölmiðlar og almenningur segir þeim að kjósa og hvernt benda allar örvarnar? Jú á sjálfstæðisflokkinn. Pabbapólitík er hvergi eins sterk eins og á okkar fagra landi ísa, því miður.

1/12/07 18:01

Hóras

Þetta er nú með því bjánalegra sem ég hef heyrt.
Ein af grundvallarhugmyndum lýðræðis er þrískipting valdsins. Sú hugmynd á að aðgreina dómsvaldið og löggjafarvaldið en hér er greinilega óhreint mjöl í pokahorninu. Þrískipting valds á líka að vera varnarveggur gegn spillingu. Við vitum öll að það hefur ekki gegngið sem skyldi þó menn hafi reynt að fara leynt með það. Hér er búið að gera stórt gat á vegginn og þessir kallar ætlast til þess að ekki verði tekið eftir því þegar þeir stunda sinn ósóma nánast með lúðrablæstri og fánaveifum, í litríkum klæðnaði fyrir allra augum.
Er Björn Bjarnason með þessi leiðindi vegna þess að þjóðin missti trú og áhuga á honum fyrir mörgum árum?

1/12/07 18:01

Hóras

Varðandi pabbapólítíkina sem Álfelgur minnist á:

Þegar ég fékk fyrst kosningarétt þá fékk ég skýr skilaboð.
"Þú kýst eins og við eða þú finnur þér annan stað til að búa á."
Enda greip ég í fyrsta tækifærið sem bauðst til þess

1/12/07 18:01

Arne Treholt

Gott innlegg Þarfagreinir.

1/12/07 18:01

Gísli Eiríkur og Helgi

Sammála

1/12/07 18:01

Vladimir Fuckov

Vjer erum eins og fleiri ósáttir við gang mála en varðandi það sem Álfelgur nefnir þá er vandamálið ekki bundið við einn flokk. Stóra vandamálið er að allir flokkarnir hegða sjer svona ef þeir eru í aðstöðu til þess. Einn þeirra hefur einmitt verið mjög lengi í aðstöðu til þess og þess vegna er hann frekar en aðrir flokkar tengdur við svona mál í huga fólks. Væri einhver annar flokkur búinn að vera í stjórn í 15-20 ár væri talað um þann flokk sem spilltan frekar en Sjálfstæðisflokkinn.

Óvíst er hver besta lausnin á vandamálinu er, hugsanlega að Alþingi þurfi að samþykkja svona ráðningar með auknum meirihluta.

1/12/07 18:01

Fíflagangur

Ég hélt það væri almennt séð jákvætt að flytja ættboga Davíðs Oddsonar eins langt frá meginþorra þjóðarinnar sem mögulegt er. Einhver ætti bara að taka sig til og gera kallinn sjálfan að sendiherra í Fjarkanistan.

1/12/07 18:01

Razorblade

pólitískt bullshit er ekki fukkin málið hér

1/12/07 18:01

krossgata

Megum ekki leyfa þeim að komast upp með þetta? Þeir hafa komist upp með þetta og slá fólk utan undir með fíflstuskunni. Þó allir sem geta standi upp og mótmæli allir, þeim er bara sama.

1/12/07 18:01

Regína

Alþingi er fullt af fólki sem byrjaði sem hugsjónafólk. Ekki smekkfullt þó.

1/12/07 18:02

Huxi

Það þarf fyrst að aðgreina framkvæmdavaldið frá löggjafarvaldinu til að hægt sé að fara að ákveða með skipan dómsmála. Þegar sami aðili sér um að velja dómara og setja lögin sem þeir skulu dæma eftir, þá er ekki nema von að dómarar reyni að sýna frumlegheit og
skapandi huxun í sínum störfum til að sýna sjálfstæði dómstólanna.
Það væri allt annað ef þrígreining valdsins væri algjör þá er þetta vandamál úr sögunni.

1/12/07 18:02

Razorblade

fokkin bull uxabuxi, farðu á heimskspeki.is eithvað kjaftæði

1/12/07 18:02

Upprifinn

Var einhver hérna að halda að Sjálfstæðisflokkurinn væri ekki fasískur.
ég missti reyndar endanlega trú á öllum stjórnmálaflokkum eftir síðastliðnar kosningar. ég hef alltaf hatað íhaldið og seinna fékk ég fyrirlitningu á framsókn en ég er fæddur og uppalinn í vöggu framsóknar hér fyrir norðan.
Samfilkingarráðherran sem við fengum í norðausturkjördæmi efr búinn að drulla uppá bak í þeim málum sem hann hefur tjáð sig um fram að þessu og því miður er Samfilkingin ekki að standa sig vel í ´samstarfinu´. Forysta VG fór mjög illa að ráði sínu á þeim dögum sem líðu frá kosningum fram að stjórnarmynduninni og ég mun að öllum líkindum ekki kjósa þann flokk aftur þrátt fyrir að hafa verið flokksbundinn þar nokkurnveginn frá stofnun VG.
Eini flokkurinn sem á menn á þingi og hefur ekki brugðist eru Frjálslyndir en ég hafði nú enga trú á þeim fyrir.

Ég er ekki hrifinn af stjórnmálaumræðu hér á blút en stundum á hún rétt á sér.
og ég held að ég sé hættur að kjósa í bili að minnsta kosti.

1/12/07 18:02

Vladimir Fuckov

[Kýs Upprifinn fyrir grunsamlega langt innlegg hjer]

1/12/07 18:02

Upprifinn

[Ber við stundarbrjálæði]

1/12/07 18:02

Billi bilaði

Ég kaus Ómar. <Dæsir mæðulega yfir litlum framgangi þar>

1/12/07 19:00

Offari

´Framsókn er það sem virkar.

1/12/07 19:00

Þarfagreinir

Ég er kominn í gin ljónsins. Ekki laust við að maður sé með hjartslátt.

http://sigurdurkari.blog.is/blog/sigurdurkari/entry/418313/

1/12/07 19:00

Kondensatorinn

BB er stórkostlega brenglaður maður í áhrifastöðu en það hafa fleiri verið t.d. Adolf Hitler, Mussolini og Stalín.
BB er fæddur og uppalinn í kalda stríðinu á heimili föður síns BB sem hleraði síma fólks og út af fyrir sig væri efni í X files þátt og jafnvel heila monster seríu. Maðurinn er af geimverukyni undarlegur og ankannanlegur á allan hátt.

1/12/07 19:00

Hóras

Hver er þessi Hjörtur?

1/12/07 19:00

Þarfagreinir

Einhver Sjálfstæðisgutti ...

1/12/07 19:01

Billi bilaði

Fyrst hélt ég að Kondensatorinn væri að tala um mig. <Glottir eins og fífl>

1/12/07 19:01

Dula

Flytjum bara eitthvert annad.

1/12/07 19:01

Þarfagreinir

Það fer nú að verða freistandi Dula mín!

1/12/07 20:00

Lopi

Flytjum til Grænlands. Flytjum á Norðurpólinn...án gríns ég er viss um að fulltrtúar nýríkra Sjálfstæðismanna hafi losað boltana sem héldu sæti Svanhvítar Svavars.

1/12/07 20:01

Jarmi

Vandamálið er einfalt og það er þetta: þingmenn eiga ekki að vera ráðherrar. Þeir sem setja lögin eiga bara að vera í því að setja þau, þeir sem stýra landinu EFTIR þeim lögum eiga að vera annar hópur og svo á enn annar hópur að sjá um að dæma þá sem ekki fylgja lögunum. Þessir hópar eiga að vera lauslega tengdir í gegnum samvinnu en óháðir hvorum öðrum.
Vissulega væri rosalega stirt að taka upp þetta raunverulega og rétta form hins þrískipta valds en með tímanum myndi samfélagið læra á þetta.

En ég er samt hundleiður á þessu endalausa nöldri og skort á lausnum. Það eru allir voða duglegir að segja "hann gerir vitleysu, ég hefði gert eitthvað annað (og enginn hefði verið á móti því vegna þess að ég er fullkominn og veit allt um stjórnsýslu)", en enginn segir hreint út hvað á að gera. Endalausar greiningar á vandamálinu en fáar sem engar lausnir sem eru nokkru skárri en vitleysan sem vellur úr Birni greyinu.

1/12/07 20:01

Klobbi

Þetta sést bezt í starfi húmanistaflokksins og tekur háttalag þeirra út fyrir allan þjófabálk

1/12/07 20:01

Álfelgur

Hann Auðbergur er væntanlega afskaplega gott dæmi um dreng sem hefur ekki alist upp í því að mega hafa sínar eigin skoðanir og því hefur hann sömu skoðanir og pabbi/mamma.
Mér finnst stórmerkilegt að þú Hóras hafir þó haft rænu á að hafa eigin skoðanir ef foreldrar þínir eru eins og þú lýsir þeim, ég hef komist í kynni við afskaplega marga unglinga sem hafa bara einhverja skoðun sem hefur verið félagsmótuð í þá frá barnæsku.
Ég er sammála Vladimir að allir flokkarnir eru siðspilltir en það sem er verra við sjálfstæðisfllokkinn en aðra flokka er einfaldlega það að fylgjendur hans eru þeir hörðustu í því að innræta börnum sínum þann málstað sem hann fylgir og það er ekki manngæska heldur ósanngirni og græðgi. "Þetta er ekkert persónulegt - bara viðskipti" hugsjónin.
Við viljum fólk sem geislar af sjálfstrausti og getur kjaftað sig útúr öllum fjandanum, þeir verða að líta vel út og geta vitnað í gömul mál og vitað allt um þau, þeir verða að undirbúa sig vel og þeir mega ekki hlaupa á sig og setja tilfinningar inn í pólitík - þetta er einmitt það fólk sem við ættum að forðast að mínu mati, þetta er fólkið sem hefur vit og hroka til að svelta heilbrigðiskerfið út í einkavæðingu, setja sér eigin reglur og koma þeim í lög sem þeir nota svo til að styðja sínar siðspilltu ákvarðanir, óþokkar allt saman!
Ég hef bara sjaldan heyrt eins frábæra hugmynd eins og Jarmi kom með, ég styð Jarma á þing!

1/12/07 20:01

hvurslags

Þessi ummæli hans eru enn hættulegri í ljósi þess að hér er ekki raunveruleg skipting ríkisvalds, ráðherrarnir eru með puttana í öllum þessum þremur háttum því þeir sitja á þingi að auki. Mjög alvarleg ummæli og ég verð stórhneysklaður ef fjölmiðlar ætla að láta hann komast upp með það hljóðalaust.

1/12/07 21:01

Þarfagreinir

Mér sýnist það einmitt ætla að gerast, hvurslags.

Ég mun aldrei nokkurn tímann trúa væli um 'Baugsmiðla' framar. Það er nokkuð ljóst hverjir stjórna þessu í raun og veru.

1/12/07 21:02

hvurslags

Hér sýnir það sig einmitt enn og aftur hve hinn "venjulegi" borgari getur bent á bjálka í augum hinna og þessa sem fjölmiðlunum annað hvort yfirsést eða líta vísvitandi fram hjá. Bloggmiðlar eru smám saman að ná yfirhöndinni hvað viðbragðstíma frétta varðar og umfjöllunarefni.

1/12/07 22:00

Jóakim Aðalönd

Það er ekkert betra en íhaldið og haldið svo kjafti!

1/12/07 22:00

Lopi

Guðni er góður og þarafleiðandi mikli betri en íhaldið.

Þarfagreinir:
  • Fæðing hér: 5/10/04 00:11
  • Síðast á ferli: 13/12/20 16:11
  • Innlegg: 13121
Eðli:
Ég er Þarfagreinir. Ég hef mikið yndi af því að þarfagreina. Ef ykkur vantar mann til að sjá um þarfagreiningarþarfir ykkar, þá er ég sá maður.
Fræðasvið:
Þarfagreining fyrst og fremst. Einnig etanólrannsóknir, orðkynngi, algrím, og listfræði.
Æviágrip:
Ég var eitt sinn týndur og sótti Menntaskólann í Reykjavík. Síðan gerðist ég tossi og fór í Fjölbraut í Breiðholti og hóf etanólneyslu. En það var ekki fyrr en í Háskóla Íslands að ég fann mína sönnu hillu í lífinu, en það er auðvitað hið merka fræðasvið er þarfagreining nefnist. Fyrir áhugasama um þarfagreiningu þá er það fyrst að nefna hún kennd innan tölvunarfræðinnar. Reyndar er ýmislegt fleira gagnslaust rusl kennt þar; mín skoðun er sú að fella mætti allt slíkt niður og kenna þarfagreiningu eingöngu, enda er það göfugasta fræðasvið þessa heims, sem og allra annarra.

Nú í dag stunda ég fræði mín við virðulega stofnun í höfuðstað Íslands. Samhliða því eyði ég óhemju miklum tíma í rannsóknarvinnu ýmis konar á Alnetunum. Miðar þetta allt að því að ég uppfylli mitt æðsta markmið, sem er að verða Yfirþarfagreinir alheimsins.