— GESTAPÓ —
Í uppáhaldi:
Félagsrit:
Ţarfagreinir
Friđargćsluliđi.
Heiđursgestur og  skriffinnur.
Gagnrýni - 31/10/05
Ábreiđurás 2

Rás 2 er skítsćmileg útvarpsstöđ. Ţar vinnur margt gott og gáfađ fólk sem er vel máli fariđ, og oft eru ţar reifuđ mikilvćg málefni líđandi stundar. Ţar er spiluđ alls konar tónlist; meira ađ segja heyrist viđ og viđ í Kántrísveit Baggalúts ţar.

Hins vegar ţykir mér einn einstaklega pirrandi galli á ţessari rás. Fjárans ábreiđurnar. Hér á ég viđ ţađ sem á ensku kallast 'covers'. Ömurlegar útgáfur af góđum lögum. Ţađ er eins og Rás 2 sé međ einhvers konar ábreiđukvóta. Ađ ţar verđi ađ spila ađ minnsta kosti 5 slíkar útgáfur á dag. Ţetta eru nauđganir íslenskra flytjenda á góđum erlendum lögum, og sambćrilegar nauđganir nýrra erlendra flytjenda. Stundum nauđga meira ađ segja íslenskir flytjendur lögum annarra íslenskra flytjenda. Enn hef ég ţó ekki heyrt erlenda flytjendur nauđga lögum íslenskra flytjenda, en ég er viss um ađ slíkt á eftir ađ heyrast á ţessari rás fyrr eđa síđar.

Ţađ versta er síđan ađ oftast eru ţessar ábreiđur ekki eingöngu lélegar. O nei. Grátlega sorglegar skulu ţćr vera. Helst einhvers konar stórfurđulegt salsa, eđa einhver viđbjóđur í ţá veru. 'Hressar' og 'léttar' útgáfur sem valda ţví ađ sá er á ţćr hlýđir fćr blóđbragđ í munninn, og heili hans fer ađ leka út um eyrun.

Ábreiđur Rásar 2 fá 0 stjörnur frá mér. Ég myndi ekki nota ţetta mölétna og flóafulla drasl ţó ađ ég vćri ađ frjósa í hel.

   (25 af 49)  
31/10/05 02:01

Haraldur Austmann

Ţađ á nottlega ađ banna Íslendingum ađ snerta hljóđfćri.

Já.

31/10/05 02:01

Offari

Setur rás tvö á fóninn og breiđir ábreiđunu yfir sig.

31/10/05 02:01

blóđugt

Ţetta er algjörlega satt hjá ţér Ţarfi, enda fluggáfađur mađur. Ég hef oft veriđ ađ ergja mig á ţessu sjálf.
Ég verđ ţó ađ viđurkenna ađ ég hlusta lang mest á Rás 2 og stundum á Rás 1 ţví ađ hér í sveitinni eru ţćr skásti kosturinn (Ég sakna samt Gests Einars! Ţađ er enginn annar sem spilar gömul íslensk lög(í upprunalegum útgáfum) og ţau sem komu í stađinn eru svo mikiđ ađ reyna ađ vera töff ađ ţađ verđur bara hallćrislegt). Ekki hlusta ég á viđbjóđinn á Bylgjunni, og FM 957 virđist valda einhverri undarlegri líkams- og heilabilun sem einkennist af mikilli andlegri niđursveiflu og tilhneigingar til uppkasta.
Ţetta fer nú samt batnandi hérna og virđist sem viđ sveitalubbarnir séum nú taldir verđugir hlustendur X-ins. Eftir byrjunarörđugleika og stillingaratriđi virđist sú stöđ vera komin í gagniđ.

31/10/05 02:01

B. Ewing

Nirvana - Lithium útgáfa Ragga Bjarna og Milljónamćringanna er snilld og engin getur sagt neitt! [Snýr ferfalt uppá sig]

31/10/05 02:01

Nermal

Ţetta er öldungis rétt mćlt. Endurhannađar útgáfur eru vanalegast alger vibbi. Eins og nýleg útgáfa á gamla Queen slgaranum Mr. Farenheit ber ófagurt vitni.

31/10/05 02:01

Ívar Sívertsen

Ţarfi minn, nefndu dćmi máli ţínu til stuđnings. Ég er algerlega sammála B. Ewing ţó mig minni ađ ţađ hafi veriđ Smells like teen spirit en ekki Lithium.

31/10/05 02:01

Ţarfagreinir

Ég hef bara heyrt Bóga og félaga spila Smells Like Teen Spirit, ţannig ađ ţađ er líklega ţađ. Ţađ er ágćtisútgáfa. Hins vegar eru mótdćmi:

- Einhver ógeđfellt salsa/tjatjatja útgáfa af lagi eftir Tom Waits sem heitir A Jockey Full of Bourbon. Ţessi var svo skelfileg ađ ég flýtti mér ađ slökkva á útvarpinu.

- Útgáfa Mugison af lagi Tom Waits; A Little Trip To Heaven. Ágćtisútgáfa, en jafnast ekkert á viđ hina upprunalegu.

- Útgáfa stelpnasveitar sem ég held ađ heiti The Puppini Sisters af Panic eftir The Smiths. Ţetta heyrđi ég í dag og fannst miđur skemmtilegt. Búiđ ađ salsa og svinga ţetta upp í einhverja vellu.

Ég á alveg ađ muna eftir fullt af fleiri dćmum, en ég hef tilhneigingu til ađ bćgja svona vemmilegheitum úr huga mínum ósjálfrátt.

31/10/05 02:01

Ívar Sívertsen

Almáttugur Ţarfi, The Beanie sisters eru frábćrar. Ţetta er náttúrulega fantadjók út í gegn. Panic er snilld en enn meiri snilld er Wuthering Heights sem Katrín frá Skógum söng hér um áriđ.

31/10/05 02:02

Tigra

Nei oj!
Enginn má syngja Wuthering Heights nema Kate Bush eđa já.. katrín frá skógum.
Helvítis beljan sem ţýddi ţetta yfir á íslensku og söng má hoppa ofan í sjóinn mín vegna.

31/10/05 02:02

Lopi

Styđ ađ Dont stop me now verđi spilađ međ upprunalegu flytjendum en ekki McFLy. Annars er ég ekki óánćgđur međ tvóbökuna međ laginu Maneater enda töluvert frá upprunalegu útgáfunni.

31/10/05 02:02

Jóakim Ađalönd

Ef horft er á vinstri hliđ félaxritsins má sjá orđinu ,,flytjendum" bregđa fyrir fjórum sinnum. Ég er önd og ég hef heyrt um fleiri tegundar anda, en flytjendur hef ég aldrei fyrirhitt. Ekki er ég flytjönd í ţađ minnsta, eđa er ţetta eitthvađ grín?

Líkurnar á ţví ađ allir verđi sammála um svona hluti eru einn á móti Gúgólplex.

31/10/05 03:01

Skoffín

Ha?! Margrét Eir helvítis belja? Og mér sem fannst Wuthering Heights svo flott međ henni [brestur í óstöđvandi grát]

31/10/05 04:01

Golíat

Tipícall nöldur Ţarfi. Stćrst og best hljómsveit okkar flytur einungis ţessar svokölluđu ábreiđur ţínar, ţar á ég viđ Sinfóníuna og hafa fáir oriđ til ađ gagnrýna ţađ.
Ţađ eru miklu fleiri sem get flutt tónlist á viđunandi hátt en ţeir sem geta samiđ eitthvađ bitastćtt. Ţví fer best á ţví ađ ţeir sem ekki eru ţeim mun sleipari í tónsmíđum flytji lög hinna enda gera ţeir ţađ oft betur en höfundarnir.
Varđandi Rás 2, ţa´verđur hún ađ teljast ansi ţokkaleg náttúrulega fyrir utan hel.... partísóniđ og annađ hipphoppvćl.

31/10/05 05:02

Tina St.Sebastian

Ég er afar hrifin af íslenskuninni á Fairytale of New York [Glottir út í anađ]

Ţarfagreinir:
  • Fćđing hér: 5/10/04 00:11
  • Síđast á ferli: 4/9/17 23:28
  • Innlegg: 13118
Eđli:
Ég er Ţarfagreinir. Ég hef mikiđ yndi af ţví ađ ţarfagreina. Ef ykkur vantar mann til ađ sjá um ţarfagreiningarţarfir ykkar, ţá er ég sá mađur.
Frćđasviđ:
Ţarfagreining fyrst og fremst. Einnig etanólrannsóknir, orđkynngi, algrím, og listfrćđi.
Ćviágrip:
Ég var eitt sinn týndur og sótti Menntaskólann í Reykjavík. Síđan gerđist ég tossi og fór í Fjölbraut í Breiđholti og hóf etanólneyslu. En ţađ var ekki fyrr en í Háskóla Íslands ađ ég fann mína sönnu hillu í lífinu, en ţađ er auđvitađ hiđ merka frćđasviđ er ţarfagreining nefnist. Fyrir áhugasama um ţarfagreiningu ţá er ţađ fyrst ađ nefna hún kennd innan tölvunarfrćđinnar. Reyndar er ýmislegt fleira gagnslaust rusl kennt ţar; mín skođun er sú ađ fella mćtti allt slíkt niđur og kenna ţarfagreiningu eingöngu, enda er ţađ göfugasta frćđasviđ ţessa heims, sem og allra annarra.

Nú í dag stunda ég frćđi mín viđ virđulega stofnun í höfuđstađ Íslands. Samhliđa ţví eyđi ég óhemju miklum tíma í rannsóknarvinnu ýmis konar á Alnetunum. Miđar ţetta allt ađ ţví ađ ég uppfylli mitt ćđsta markmiđ, sem er ađ verđa Yfirţarfagreinir alheimsins.