— GESTAPÓ —
Í uppáhaldi:
Félagsrit:
Þarfagreinir
Friðargæsluliði.
Heiðursgestur og  skriffinnur.
Pistlingur - 5/12/04
Fegurð

Um það sem fólki finnst fagurt.

Fegurð. Það er margrætt hugtak. Fyrir flestum er fegurð yfirborðskennd - fólk er fyrir löngu búið að ákveða hvaða hlutir það eru sem samræmast fegurðarstöðlum þeirra, og fellur nánast í yfirlið þegar það sér eitthvað sem samræmist því.

Ég er hins vegar ekki alveg á þeirri línu. Mín fegurð er jafn sveigjanleg og ár og vötn. Um leið og ég sé einhverja manneskju yfir höfuð, þá fer greiningarvélin mín í gang. Þessi vél tekur allt til skoðunnar. Útlit, persónuleika, sál, útgeislun. Ef þetta er ekki allt til staðar, þá finnst mér einfaldlega viðkomandi ekki vera falleg manneskja. En mannseskja sem hefur allt þetta til að bera er hins vegar fallegasta manneskja í heimi.

Nú spyr ég: Er ég hræðilega óeðlilegur sökum þess að ég notast við slíka staðla? Er ég dæmdur til þess að vera eilífur útlagi sem enginn skilur? Hvenær hitti ég kvenmann sem skilur það að ég dái hana vegna þess sem hún er, hvorki meira né minna?

Þetta eru áleitnar spurningar. Ef einhver ykkar hefur svarið við þeim, þá væri það mjög svo velkomið. Sjálfur ætla ég að fara að sofa, og ég vona að það vari einstaklega lengi. Svefn er það ástand sem mér líður hvað best í.

   (41 af 49)  
5/12/04 06:00

Bangsímon

Ætli manni finnst sá stelpa fallegust sem er einna líkust manni sjálfum? Mér hefur oft dottið það í hug. Sumir passa einfaldlega saman einhvern veginn.

5/12/04 06:00

Nornin

Hjónasvipurinn margfrægi? O nei... ekki held ég að hann hafi neitt að segja.
Svo er líka spurning með Ödipusar- og Electruduldirnar, ætli það sé eitthvað vit í því?

5/12/04 06:00

Vímus

Þú færð mín bestu meðmæli fyrir þennan smekk. Ég þarf að sjá ákveðna fegurð bæði innra og ytra í manneskjunni til að hún höfði til mín. Gott dæmi er þegar ég fyrir nokkrum árum vann á stað sem allar stelpurnar sem voru að undirbúa sig undir fegurðarsamkeppni mættu daglega. Ég var spurður um hvernig væri að umgangast þær alla daga. Ég spurði hvað maðurinn ætti við. Ég tók einfaldlega ekki eftir þeim. Eftir það fór ég að kanna þær betur og sá ekkert sem þær höfðu framyfir aðrar stelpur á þeirra aldri.

5/12/04 06:01

Isak Dinesen

Þarfi, deilirðu þessari skoðun ekki með flestu óvitskertu fólki?

5/12/04 06:01

Steinríkur

Greiningarvélin mín er margfeldi af þessum þáttum frekar en summa.

5/12/04 06:01

Ugla

Ef marka má þennan pistil held ég að þú sért bara einstaklega heilbrigður og eðlilegur maður og ég spái því að þú hittir hana á heitu júlí kvöldi á rölti í miðbænum.
Sennilega verður það ást við fystu sýn hjá ykkur báðum.

5/12/04 06:01

Skabbi skrumari

Já Þarfagreinir... þú kannt sko að greina hlutina niður... salút

5/12/04 06:01

Berserkur

Það er vísindalega sannað að líkamleg fegurð er meðaltal. Séu passamyndir allra íslenskra karla eða kvenna (hvort í sínu lagi) bornar saman og úr því steypt nokkurskonar meðaltal, fæst "hið fullkomna andlit." Ég efast samt um að þessi aðferð virki á andlega fegurð.

Þarfagreinir:
  • Fæðing hér: 5/10/04 00:11
  • Síðast á ferli: 13/12/20 16:11
  • Innlegg: 13121
Eðli:
Ég er Þarfagreinir. Ég hef mikið yndi af því að þarfagreina. Ef ykkur vantar mann til að sjá um þarfagreiningarþarfir ykkar, þá er ég sá maður.
Fræðasvið:
Þarfagreining fyrst og fremst. Einnig etanólrannsóknir, orðkynngi, algrím, og listfræði.
Æviágrip:
Ég var eitt sinn týndur og sótti Menntaskólann í Reykjavík. Síðan gerðist ég tossi og fór í Fjölbraut í Breiðholti og hóf etanólneyslu. En það var ekki fyrr en í Háskóla Íslands að ég fann mína sönnu hillu í lífinu, en það er auðvitað hið merka fræðasvið er þarfagreining nefnist. Fyrir áhugasama um þarfagreiningu þá er það fyrst að nefna hún kennd innan tölvunarfræðinnar. Reyndar er ýmislegt fleira gagnslaust rusl kennt þar; mín skoðun er sú að fella mætti allt slíkt niður og kenna þarfagreiningu eingöngu, enda er það göfugasta fræðasvið þessa heims, sem og allra annarra.

Nú í dag stunda ég fræði mín við virðulega stofnun í höfuðstað Íslands. Samhliða því eyði ég óhemju miklum tíma í rannsóknarvinnu ýmis konar á Alnetunum. Miðar þetta allt að því að ég uppfylli mitt æðsta markmið, sem er að verða Yfirþarfagreinir alheimsins.