— GESTAPÓ —
Í uppáhaldi:
Félagsrit:
Þarfagreinir
Friðargæsluliði.
Heiðursgestur og  skriffinnur.
Pistlingur - 1/11/03
Bílaauglýsingar

Úttekt á menningarfyrirbæri.

Jæja, nú hef ég verið að velta einu fyrir mér. Ég hef lengi verið nokkuð meðvitaður um tiltekinn þátt minnar eigin heilastarfsemi. Snertir þetta bílaauglýsingar, eins og titill þessa pistlings gefur til kynna.

Þannig er mál með vexti að ég, sem einstaklingur í tæknivæddu samfélagi nútímans, kemst ekki hjá því að sjá endrum og sinnum auglýsingar í sjónvarpi. Þar á meðal eru stundum auglýsingar sem hafa sjálfrennireiðar sem viðfangsefni sitt. Nú viðurkenni ég hins vegar fúslega að ég hef nánast engan áhuga né þekkingu á bílum. Ég á eldgamlan Benz sem ég veit ekki einu sinni hvað heitir. Ég kann að keyra hann og setja á hann bensín. Fyrir mér er það nóg.

En nú er ég kominn út fyrir aðalatriðið, sem er sú staðreynd að mér er ómögulegt að muna nokkurn tímann hvaða bílategund tilteknar auglýsingar eru að reyna að pranga upp á mann. Ég man eftir einstökum auglýsingum, flestum asnalegum. En hvernig sem ég reyni, þá get ég aldrei tengt auglýsingarnar við bílategundir, þó ég geri mér grein fyrir að það er oftast tekið fram hvaða tiltekna merki er verið að lofa á nýstárlegan og listrænan hátt í hverri ræmu.

Er ég einn um að finna fyrir þessari hugsanagloppu? Einskorðast þetta kannski eingöngu við einstaklinga sem ekkert vita um bíla?

   (45 af 49)  
1/11/03 12:01

Órækja

Mín bílafákunnátta lýsir sér meira í því að ég er ávalt sannfærður um að sá bíl sem ég keyri þá og þá stundina sé bilaður og líklega kominn á síðustu metrana. Þó er það aldrei það sama sem hrjári þá og stundum breytist það milli daga á sama bílnum.

1/11/03 12:01

Limbri

Þarfagreinir, bílaauglýsingar eru ekki mjög virkar einar og sér. Þær eru frekar stöðutákn fyrir framleiðandann. Sá framleiðandi sem á oftast flottustu auglýsinguna skapar sér hægt og rólega nafn. En það sem ræður mestu um hvaða bíll er valinn, er almannarómur. Allir segja að Tójót sé góður í flestan stað, þarmeð kaupa allir Tójót. Ef svo Tójót stendur ekki undir væntingum segja allir að Tójót sé slæmur. Þannig virkar bransinn. Þú þarft semsagt ekkert að fylgjast með hver auglýsir hvað. Lofaðu bara undirmeðvitundinni að sjúga inn upplýsingarnar og notaðu meðvitundina í eitthvað annað.

-

1/11/03 12:01

Þarfagreinir

Já, ég er kannski að ofhugsa þetta, eða ofgreina jafnvel. Það er mitt eðli.

1/11/03 13:01

Skoffín

Ég veit ekki neitt um bíla og persónulega truflar það mig ekki. En ef þér líður illa út af þessu kæri Þarfagreinir er þér frjálst að opna þig við mig hvenær sem er. Bara láta vita.

1/11/03 13:01

Þarfagreinir

Takk fyrir það Skoffínið mitt. Gott til þess að vita að maður á góða að.

Þarfagreinir:
  • Fæðing hér: 5/10/04 00:11
  • Síðast á ferli: 13/12/20 16:11
  • Innlegg: 13121
Eðli:
Ég er Þarfagreinir. Ég hef mikið yndi af því að þarfagreina. Ef ykkur vantar mann til að sjá um þarfagreiningarþarfir ykkar, þá er ég sá maður.
Fræðasvið:
Þarfagreining fyrst og fremst. Einnig etanólrannsóknir, orðkynngi, algrím, og listfræði.
Æviágrip:
Ég var eitt sinn týndur og sótti Menntaskólann í Reykjavík. Síðan gerðist ég tossi og fór í Fjölbraut í Breiðholti og hóf etanólneyslu. En það var ekki fyrr en í Háskóla Íslands að ég fann mína sönnu hillu í lífinu, en það er auðvitað hið merka fræðasvið er þarfagreining nefnist. Fyrir áhugasama um þarfagreiningu þá er það fyrst að nefna hún kennd innan tölvunarfræðinnar. Reyndar er ýmislegt fleira gagnslaust rusl kennt þar; mín skoðun er sú að fella mætti allt slíkt niður og kenna þarfagreiningu eingöngu, enda er það göfugasta fræðasvið þessa heims, sem og allra annarra.

Nú í dag stunda ég fræði mín við virðulega stofnun í höfuðstað Íslands. Samhliða því eyði ég óhemju miklum tíma í rannsóknarvinnu ýmis konar á Alnetunum. Miðar þetta allt að því að ég uppfylli mitt æðsta markmið, sem er að verða Yfirþarfagreinir alheimsins.