— GESTAPÓ —
Skoffín
Fastagestur.
Pistlingur - 1/11/03
Ætti ég..?

Nokkrar spurningar brenna á mér og um þær get ég rökrætt við sjálfa mig sem og aðra lengi lengi dags...

Spurningarnar eru t.d. eftirfarandi: Ætti ég að fá mér húðflúr? Ef já, þá hvað og hvar? Mun það aftra mér ef ég ákveð einn daginn upp úr þurru að verða flugfreyja, alþingismaður eða forseti?

Ef ég fæ mér eitthvað tákn eða merki einhverra trúarbragða t.d. Wicca mun ég þá skammast mín ofan í tær ef ég geng síðar á æfinni í Krossinn? Er yfirleitt mjög líklegt að ég gangi einhvern tíma í Krossinn?

Ætti ég að fá mér gat einhvers staðar á líkamann? Ef já, þá hvar? Í augnablikinu lýst mér hvað best á tunguna eða í miðju fyrir neðan neðrivör. Ég er mjög hrifin af götum í geirvörtur en ég heyrði einhvers staðar að næmni í þeirri geirvörtu sem götuð er geti dofnað. Enn fremur heyrði ég að bragðskyn geti breyst ef tungan er götuð á rangan hátt. Get ég treyst hvaða fúskara sem kallar sig "Götunarmeistara?

Á ég að fá mér möffin eða snúð?

Hjálpið mér!!!

   (4 af 6)  
1/11/03 17:01

Barbie

Húðflúr: Nei.
Gat: þú ert með nóg af þeim. Pinnar í tungu geta eyðilagt glerung á tönnum og sýking í tunguvöðvann er nú bara ólýsanlegur hryllingur. Geirvartan getur tapað skyni og sýkst, þá ertu með öraberði.
Snúð. Eða súkkulaðimöffins.

1/11/03 17:01

Skoffín

Takk. Fleiri álit einhver?

1/11/03 17:01

Frelsishetjan

Fáðu þér bara gat í snípinn.

1/11/03 17:01

Nornin

Skoffa mín...
endilega láttu tattúvera þig í bak og fyrir. hmmm held meira að segja að þú sért ein af þeim örfáu sem myndu höndla að vera með tattoo á mjóbakinu. það gæti verið "hot". Líkamsgötun annari en í eyru mæli ég ekki með. Hef sjálf verið götuð á mörgum stöðum þar á meðal munni en það er ekki að gera sig. Maður er 3-4 vikur að læra að tala upp á nýtt með aðskotahlutinn í tungunni!!! en já fáðu þér tatoo og snúð.

1/11/03 17:01

Nornin

Nei ekki gera það sem frelli sagði... ojoojojojojojjojo!!!!!

1/11/03 17:01

Klaus Kinski

Gat í augað...

1/11/03 17:01

Hakuchi

Ef þú færð þér húðflúr þá skaltu ekki undir neinum kringumstæðum fá þér það sem kallað er tribal húðflúr eða nokkuð sem líkist því.

1/11/03 17:01

feministi

Vertu stillt svo þú fáir ekki gat í hnakkann

1/11/03 17:01

Glúmur

Ef þú færð þér húðflúr skalltu fá þér sjálfsmynd á upphandlegginn eins og ég gerði. Svo getið þið húðflúrið lifað og orðið hrukkótt í sameiningu. Göt eru slæm, ef þú verður endilega að fá þér gat fáðu þér þá bara gat á sokkinn - þá er það ekki eins sárt þegar það er stoppað í það.
Ekki ganga í krossinn - betra er að gerast félagi í strangkristinni kirkju Baggalútíu, þar hittumst við reglulega og otum kyndlum og heygöfflum út í loftið og brennum nokkrar nornir (hefurðu aldrei velt fyrir þér skekkju í kynjahlutfalli Baggalúta).
Möffin eru góð, sjálfur aðhillist ég ekki snúða en Megas hefur einhverntíma sungið um þá er mér tjáð.

1/11/03 17:01

Tigra

Húðflúr = já.
Sjálf ætla ég mér slíkt. Þegar ég finn nægilega flotta tígrisdýramynd.
Ef þú gengur í krossinn þá á ég eftir að skera af mér annan fótinn. Svo líklegt er það.

1/11/03 17:01

Rýtinga Ræningjadóttir

Gat í tunguna er ekki alvont svo lengi sem maður notar sérstaka pinna sem eru hannaðir til að skemma ekki glerunginn.

1/11/03 17:01

Ívar Sívertsen

eru það svona gúmmípinnar? annars þá styð ég tattú af akkeri á framhandleg... það hlýtur að vera ógeðslega fyndið að sjá ungmenni með svoleiðis.

1/11/03 17:01

Vímus

Rakaðu hárið af höfðinu. Láttu tattooera hauskúpu á skallann á þér. Þú ræður þá alltaf sjálf hvort það er sýnilegt eða ekki. Ég þekki mann sem gerði þetta en hann var svo óheppinn að missa hárið um þrítugt. Sjálfur er ég með tattoo á ólíklegustu stöðum.

1/11/03 17:01

Klaus Kinski

Kannski maður ætti að fá sér húðflúr í handarkrikann.

1/11/03 17:01

Skabbi skrumari

Þegar þú ert búin að vera hér lengi, þá mæli ég með Baggalútstattúi á úlnliðinn, það höfum við öll gert... en umfram allt, ekki hlusta á neinn varðandi ráð um svona hluti, þetta er þinn líkami... þú ræður... fáðu þér snúð

1/11/03 17:01

Hilmar Harðjaxl

Snúð, pottþétt. Ekki gata þig, en fáðu þér tattoo ef þig langar. Gætir prufað jurtatattoo, ef þig líkar við það læturðu bara fylla í það þegar það fer að dofna.

1/11/03 17:01

Jóakim Aðalönd

Ekki myndi ég nokkurn tímann fá mér húðflúr. Þaðan af síður láta gata mig að óþörfu. En... eins og Skabbi sagði: Your body, your money.

1/11/03 17:01

Skoffín

Þakka sýndan hlýhug. Ég fékk mér muffin, svo mikið tókst mér að ákvarða í dag. Hitt þarf að bíða betri tíma.

1/11/03 17:01

Kynjólfur úr Keri

Tattúveraður smáköttur en fyndin tilhugsun. Grundvallaratriði að svíða feldinn fyrst. Mæli með músartattúi. Eða dauðum fugli.
Varðandi götun: Teinn úr munni í rass með góðri sveif er kjörin skemmtun þegar viðrar til að grilla.

1/11/03 17:02

Fergesji

Skoffín eru eigi kettir heldur eru þau að mig minnir afkvæmi fresskattar og tófu.

1/11/03 17:02

Muss S. Sein

Mikið verður gaman að vinna við aðhlynningu, eða jafnvel bara hjá Securitas, eftir svona 40 ár. Þá getur maður fengið að sjá úr sér gengna ellilífeyrisþega með úr sér gengnu tattúin sín á úr sér gengna kroppnum sínum þegar maður aðstoðar þá upp úr hlandpollinum sínum af gólfinu.

Ég veðja á að „tribal“-skreyting við mjóhrygg muni vekja mesta lukku þeirra sem fá að sjá.

1/11/03 17:02

Skoffín

*Hlær eins og geðsjúklingur*

Ég hef lítið annað um þessar umræður og þennan vef ef út í það er farið að segja nema að þið eruð f****** snillingar. Þakka ég þá sérstaklega Kynjólfi. Annars elska ég ykkur öll möffurnar mínar, það má deila endalaust um uppruna Skoffína en ljóst er að þau eru ástríkar skepnur þegar þau kæra sig um.

1/11/03 18:00

Rasspabbi

Settu gat í annað eyrað. Mæli með að þú brúkir haglabyssu við verkið - óbrygðult.

1/11/03 18:01

Kynjólfur úr Keri

Jú það er rétt Fergesji. Ég var bara að horfa á myndina og þá kom orðið smáköttur upp í hugann. Mér finnst e-n veginn þetta skoffín miklu meiri smáköttur en skoffín þótt það sé náttúrulega algjört skoffín.

1/11/03 19:01

Nutty Fruitcake

Tattoo = jahá :)
Göt= gæti verið töff í smá tíma... svo kannski ekki lengur :S

!!! Muffins !!!

Skoffín:
  • Fæðing hér: 4/10/04 23:23
  • Síðast á ferli: 4/11/11 00:41
  • Innlegg: 292
Eðli:
Aðlaðandi galdrakind sem stökkbreytist á augabragði í hið versta skrímsl. Sækist eftir strokum og kjassi en bregst harkalega við sólarljósi, fávitahætti og ókurteisi.
Fræðasvið:
Kvennaklækir ýmiskonar og blygðunarleysi þeim tengt. Afbrigðasálarfræði og sjaldgæfar perversjónir. Líkamlegar meinsemdir og anatómía. Lágmenning, kitsch og reyfarabókmenntir.
Æviágrip:
Fæddist að líkindum á ofanverðri sautándu öld þegar móðurharðindi og plágur geisuðu og fólk var of upptekið af eigin eymd til að drepa skoffín og skuggabaldra í fæðingu.