— GESTAPÓ —
Einstein
Óbreyttur gestur með  ritstíflu.
Einstein:
  • Fæðing hér: 26/9/04 19:53
  • Síðast á ferli: 8/9/20 14:38
  • Innlegg: 14
Eðli:
Kjarneðlisfræðingur Ph.D. frá Háskóla Íslands og Princeton í Bandaríkjunum. Starfa við Kjarneðlisfræðirannsóknir við CERN í Genf í Sviss.
Fræðasvið:
Kjarneðlisfræði, nútímaeðlisfræði, stjörnufræði, sameindaeðlisfræði og eðlisverkfræði. Rannsóknir á sviði allra þessara fræðigreina, auk þess sem íslenska er áhugamál.
Æviágrip:
Nokkuð stutt ágrip er að ég ólst upp í sveit á Suðurlandi við nokkuð mikla fátækt. Náði þó að komast til höfuðborgarinnar og í háskólann fór ég. Lærði þar eðlisfræði og tók meistaragráðu. Helstu rannsóknir voru varðandi kjarneðlisfræði og fór ég til Princeton í N.J. í Bandaríkjunum til að sinna doktorsverkefni um bylgjueðlisfræðilegt svigrúm róteinda í geislavirkum samsætum. Varði þá ritgerð og fór aftur til Íslands til kennslu í tvö ár, áður en ég fór til Sviss (Genf) til að vinna við rannsóknir hjá CERN í kjarneðlisfræði.

Kynntist konu minni í Genf, tók Gyðingdóm sem trú og eignuðumst við 5 börn. Öll þeirra eru nú löngu flogin úr hreiðri (enda við hjónin að komast á eftirlaunaaldur) og hafa getið sér gott orð sem vísindamenn við góða háskóla í Frakklandi og Þýskalandi.

Helstu áhugamál utan eðlisfræði eru himinhnettirnir, góður matur og vín. Helsta átrúnaðargoðið er svo auðvitað Einstein sjálfur og vona ég að hann láni mér nafnið sitt þar til ég geyspa golunni.