— GESTAPÓ —
Blástakkur
Heiðursgestur.
Dagbók - 1/11/05
Endurfæðing illmennis

Ég hef loksins fundið aftur mitt innra illmenni. Knúinn áfram af magakveisu hef ég í fyrsta skiptið í mörg ár framið almennilega illvirki í Baggalútíu.

Ég hef sosum ekki miklu við þetta að bæta nema þetta:

Frá því að ég hóf endurkomu mína hef ég farið mér hægt og reynt að styggja sem fæsta með illvirkjum og öðru slíku athæfi. Ég hef nýtt mér þennan tíma til þess að gera mér grein fyrir aðstæðum. Ég hef kynnt mér veikleika fólks og styrkleika þess. Ég mun í hvívetna gæta þess að misnota veikleikana og spinna mig framhjá styrkleikum fólks.

Sumir virðast vera tilfinningasamir og aðrir vandir að virðingu sinni. Enn aðrir eru hreinlega forheimskaðir eða fljótfærir. Hver sem veikleikinn er þá mun ég sinna skyldu minni við að pota köldum fingrum mínum í sem flesta þeirra.

Nú er illmennið Blástakkur aftur kominn á kreik og þið skuluð passa ykkur!

N.B. Þeir sem ekki sjá sér fært um að kommenta á þetta munu sjá eftir því.

   (2 af 14)  
1/11/05 03:00

Finngálkn

Jæja, grúbban er að endurnýja sig - loksins!

1/11/05 03:00

Blástakkur

Þú munt fá að lifa.

1/11/05 03:00

Offari

Minn veikleiki er að mér líður illa þegar einhver er sár við mig og einhver reiðist við mig, verst er samt að ég er svoddann prakkari að ég er alltaf að koma mér í þá stöðu.

1/11/05 03:00

Vamban

Mikið gleður það mig að hin illu öfl spillingar og grimmra og miskunarlausra aðgerða séu komin aftur á kreik. Þessu ber að skála fyrir. Skál!

1/11/05 03:00

feministi

Iss, kona hefur nú drepið í stærri stubb en þér.

1/11/05 03:01

B. Ewing

Hvað hét aftur vondukallafélagið? Var það ekki Vondukallafélagið Bjartur?

1/11/05 03:01

Ívar Sívertsen

Jú mig minnir það... og þegar það var opnað almenningi þá töluðu þeir um servíettusöfnun

1/11/05 03:01

Billi bilaði

Svona svona. Þú ert ekkert illur, þetta er bara flensan.

1/11/05 03:01

Blástakkur

Feministi: Nei.

Billi Bilaði: Það verður bara að koma í ljós.

Offari: Tilfinningasemi þín mun verða þér að falli.

Vamban: Ahh. Maður að mínu skapi.

1/11/05 03:01

Nermal

Ég hef nú hitt fyrir meira illari einstaklinga og lifað það af.

1/11/05 03:01

Lopi

Skrýtið. Ég hef allaf litið á Blástakk sem einstakan öðling. Getur þú ekki reynta að prjóna eitthvað pyntingartól úr mér?

1/11/05 03:01

Blástakkur

Undir sléttu og fallegu yfirborðinu slær hjarta geðsjúks illmennis.

Nermal: Þú ert bara nærsýnn lítill kall. HAHAHAHA!

1/11/05 03:01

Vladimir Fuckov

Getið þjer ekki gjöreytt óvinum ríkisins ? [Ljómar upp en verður svo efins við tilhugsunina um enga óvini]

1/11/05 03:01

Jóakim Aðalönd

Gaman að sjá að ofurillmenni Gestapó er snúið aftur!

1/11/05 03:01

Goggurinn

Faðir hefur snúið aftur, húrra! Gestapó er borgið frá hinum vaxandi öflum leiðinda!

1/11/05 03:01

Anna Panna

Úúúú ég skelf...

1/11/05 03:01

Nornin

Illmenni eru svo hot.

1/11/05 04:00

Don De Vito

Ég sé að ég er undanskilinn þar sem ég á mér enga veikleika.

3/12/06 17:01

Ég sjálfur

Hohohoho. Nú loksins fá hausar að fjúka.
Velkominn aftur. Skálum fyrir því!

4/12/06 08:01

Billi bilaði

[Skálar fyrir því]

4/12/06 17:00

krossgata

Ertu enn í veikleikaupplýsingaöflun?

4/12/06 21:01

Blástakkur

Já.

Blástakkur:
  • Fæðing hér: 12/8/03 14:03
  • Síðast á ferli: 2/4/09 16:02
  • Innlegg: 1321
Eðli:
Fólskumálaráðherra og illmenni.Formaður Félags Illmenna og Hrotta.
Fræðasvið:
Sérfræðingur í pyndingum og eðlisfræði gígantískra morðvéla. Ónáttúrufræði. Ónýting geðheilsu. Knésetning.
Æviágrip:
Í upphafi var orðið og orðið var "ég". Svo kom áttundi áratugur seinustu aldar mér að óvörum og var ég færður inn í þjóðskrá Íslendinga. Ekki var þetta mér að skapi á sínum tíma en ég hef reynt að takast á við þetta. Nú er ég í millibilsástandi milli millibilsástanda.