— GESTAPÓ —
Galdrameistarinn
Heiðursgestur.
Dagbók - 2/11/08
Íslandsferð

Það tilkynnist hérn með opinberlega.

Þann 16. Des næstkomandi leggur undirritaður land og haf undir fót, eða öllu heldur undir dekk og væng og heldur af stað til Íslands í jólafrí.
Meiningin er að staldra við í um 3. vikur eða allt till 7. Janúar þegar haldið verður til baka til Danmerkur.
Hlakka til að sjá ykkur.

   (8 af 15)  
2/11/08 04:00

Jóakim Aðalönd

Oh, ég vildi að ég gæti sagt það sama, leiðindaskarfurinn þinn...

2/11/08 04:00

Ívar Sívertsen

Já, vertu bara í Síam alispóinn þinn!
Galdri, hlakka til að sjá þig.

2/11/08 04:01

Þarfagreinir

Snilld. En er málið ekki frekar að Galdra við? [Glottir eins og fífl]

2/11/08 04:01

Hugfreður

Sæt mjásidúlla.

2/11/08 04:01

Vladimir Fuckov

Eða að breyta nafninu í Staldrameistarinn í stað þess að Galdra við [Glottir eins og enn meira fífl en aðrir hjer].

2/11/08 04:01

Offari

Heldurðu ekki að Andþór verði sár þegar hann sér að þú ert búinn að láta tattóvera mynda af hans kærustu á bakið þitt?

2/11/08 04:01

Regína

Nei, Andþór sér alveg að þetta er ekki bláa tígrisdýrið hans.

2/11/08 04:01

Skoffín

Glæsilegt flúr verð ég að segja. En já, það er spurning hvað Andþór segir.

2/11/08 04:01

Jóakim Aðalönd

Er þetta ekki Tumi Tígur, ástarhnoðri Galdra?

2/11/08 04:01

Þarfagreinir

Kimi á hér kollgátuna. Skál!

2/11/08 04:01

Ívar Sívertsen

Neeeei... þetta er Tígri, er það ekki?

2/11/08 04:01

Jóakim Aðalönd

Já, eða hann. Vottever...

2/11/08 04:02

Vladimir Fuckov

"Vottever" ?! Þetta skiptir hreinlega gríðarmiklu máli, m.a. varðandi innbyrðis skyldleika gestanna hjer (Tigra er t.d. mamma Tuma tígurs en eigi Tígra) [Íhugar að kynna sjer tígrisdýraættfræði afar nákvæmlega].

2/11/08 04:02

Kargur

Ævinlega velkominn.

2/11/08 05:00

Upprifinn

Ef þú tækir bátinn gætirðu komið við hjá Offara og fengið hjá honum leiðbeinigar um það hvernig þú findir mig og kíkt við hérna. <ljómar upp og út á hlið.>

2/11/08 05:00

Bölverkur

Blessaður hættu bara við og vertu úti.

2/11/08 05:00

Anna Panna

Góða ferð, bið að heilsa upp á klaka...

2/11/08 05:01

Huxi

Ég fæ ekki betur séð en að kattarræfillinn sé búinn að bíta í tunguna á sér... Hvað skildi hann hafa sagt sem hann sér svona eftir. [Glottir eins og Vladimir]. Vertu svo ávallt velkominn hingað í volæðið.

2/11/08 05:01

Gísli Eiríkur og Helgi

Brjóttu á þér löppina .

2/11/08 05:02

Tigra

Vei vei vei!

Galdrameistarinn:
  • Fæðing hér: 6/9/04 12:47
  • Síðast á ferli: 21/3/24 16:58
  • Innlegg: 5944
Eðli:
Taðskegglingur, nöldurseggur, samfélagsrýnir og dóni.
Fræðasvið:
Meðfæddur eiginleiki að fara í taugarnar á fólki.
Æviágrip:
Afspyrnu leiðinlegt eintak af homo sapiens eða einhverri hliðarþróun frá þeirri tegund.
Hefur ætíð allt á hornum sér og sjaldnast jákvæður nema þá helst fyrir slysni.
Helsta skemmtunn er að atas í samferðafólkinu og veit ekkert skemmtilegra en þegar fólki er svo gjörsamlega ofboðið að morðglampi tendrast í augum þess.
Er einnig mislyndur og þunglyndur og hefur ýmist ofurtúr á sjálfum sér eða þá hina megnustu fyrirlitningu.
Draumóramaður sem les Sci-fi bækur og æfintýri en inn á milli skáldsögur, æfisögur og ljóð.

Spakmæli. Bókin er besti vinurinn.