— GESTAPÓ —
Amma-Kúreki
Óbreyttur gestur með  ritstíflu.
Pistlingur - 4/12/04
In memoriam

Ekki er það oft sem ég tek mig til og skrifa um búðir en ætla gera það í þetta skiptið af gefnu tilefni.
Úr mínum heimabæ bárust mér þau tíðindi að elsta verslun staðarinns
væri að hætta Verslun Axels Sveinbjörnssonar ehf., hefur verið fastur punktur í tilveruni í 63 ár og er hún þannig verslun sem kallast alltmögulegt verslun

Ef eitthvað var vandfundið annarstaðar þá endaði maður yfirleitt þarna og fékk það sem manni vantaði allt frá fingurbjörg upp í flottroll auk þjónustu sem er vant til fundin nú til dags

Þjónustuni háttaði þannig til að þú komst inn í búðina og fórst ekkert lengra en að afgreiðsluborðinu þar biðu þín vaskir sveinar reiðubúnir íklæddir vinnusloppum með tommustokkinn standandi upp úr brjóstvasanum
Þú barst upp þitt erindi við þá og þér var boðið upp á að fá þér hressingu úr
aldargömlum snjáðum Coca-cola kæli ( rauðu kubbarnir ) 1942 model fyrir þá sem muna eftir þeim. Sæti var þér líka boðið ef þú vildir á gömlum trébekk með fagurlega útskornum örmum ef fætur voru lúnir og þreyttir

Sveinarnir snérust svo um alla búð og báru allt á borð sem þig vantaði
Á meðan sast þú í rólegheitum og sötraðir þína hressingu og skrafaðir við næsta mann því ekki var búðin bara búð ó nei heldur nokkurskonar samkomustaður bæjarbúa að degi til
Þar komu saman sjómenn af öllum stærðum báta og ræddu aflabörgð og allt sem sjónum við kom ,bændur ræddu sitt þar já og bara nánast allir bæjarbúar börn konur og menn
Innfyrir búðarborðið og inn á lager fyrir aftan þóttu mikil sérréttindi að fá að koma og var bara leyft í algjöri neyð þeas ef afgreiðslu sveinarnir stóðu á gati með hvað þú vildir fá og var það undraheimi líkast að fá að koma þangað
Veiðistöng td og þú fékkst sögu í kaupbæti af laxinum sem afgreiðslumaðurinn veiddi árið áður á nákvæmlega eins stöng og þú varst að skoða sönn eða login skipti ekki máli ef sagan var góð já nægur tími til að sinna manni af alhug.

Viðkvæðið var ef verið að spurja um hluti sem vantaði að kaupa á heimili jafnt sem í vinnu,hefur þú tékkað hjá Axel ?

Það er sorgarkafli að mínu mati að þessi búð eða svona búðir skuli ekki fá lifað
því þarna svo sannarlega slóu hjörtu bæjarinns það er ég viss um að ekki verður manni boðið upp á coca-cola í húsasmiðjuni eða byko og hvað þá heldur sæti

Kelli mín þú mátt bara skakklappast um alla búð okkar vegna og reyndu bara að ná okkur ef þú getur til að fá afgreiðslu
Þá læt ég þessu kveini lokið um alvöru búð með alvöru afgreiðslu fólki

Takk fyrir frábæra þjónustu í 63 ár

Búðin lifir í minninguni

   (2 af 2)  
4/12/04 15:01

Vamban

Amma mín það er greinilegt að þú ert Skagamaður í húð og hár. Þó ég sakni ekki Skagans þá var Axelsbúð alltaf fastur og ljós punktur í annars ömurlegri tilverunni þar. Þar er vissulega eftirsjá í þessari búð og tel ég þetta vera merki um endarlok samfélgsins á Akranesi sem og hnignun þjóðfélagsins í heild.

Það er satt að alltaf mátti finna eitthvað hjá Axel og ef ekki þá gat maður allavega unað sér við að fá ískalda kók úr hinum fræga kæli. Búðin mun vissulega lifa í minningunni.

4/12/04 15:01

Skabbi skrumari

Ég samhryggist... hljómar sem hin vænsta búð...

4/12/04 15:01

Mjákvikindi

Úff, ég man eftir svona búðum, ómetanlegar, ég samhryggist þér líka.

4/12/04 15:01

Jóakim Aðalönd

Þið hafið samúð mína alla. Svona búðir eru ómetanlegar.

4/12/04 15:01

Galdrameistarinn

Þetta mun víst kallast framþróun þegar við taka risastórir verzlunnarklassar þar sem allt er til en ekkert finnst og þar á það helst við um afgreiðslufólkið.
Kom nokkrum sinnum í Axelsbúð til að snuðra eftir fréttum og heyra taktinn í bæjarlífinu. Nú er það dáið, blessuð sé minningin.

4/12/04 15:01

Vladimir Fuckov

Eflaust er þetta allt saman Hvalfjarðargöngunum að kenna. Ótvíræð sönnun þess að Hjeðinsfjarðargöngin eru eigi skynsamlegasta framkvæmd er til er.

4/12/04 15:01

Amma-Kúreki

Félagi Fuckov
Vér berum öll nafnið [ Lúlli laukur ] ( " Nýyrði" sjá alþingis tíðindi 12.04. 2005)

þegar kemur að oss að vernda hagsmuni heimahagana
Staðsetning gangnana skiptir jú máli umfang og rensli
Svo ber líka að hafa í huga hvort pyngja vor hafi beðið skaða af inn ferð og hvar sé þá best að komast á sem ódýrastan máta út

allt gert með hæðnis glott á vör lifið heil A-K

4/12/04 15:02

Rattati

Víða um land voru svona samkomustaðir og er ekki laust við að tár sjáist á hvarmi við að minnast þeirra sérstæðu aðstæðna er maður lenti í þeim. Þar var, eins og fram kom í ritlingnum hér efst, svokölluð *þjónusta* sem að virðist eigi hægt um vik að finna lengur. Nú ætlar allt um koll að keyra ef að strikamerkjamaskínan virkar ekki og unglingsræfillinn þarf að slá inn kynlegan kóðan með handafli, og er það þeim reyndar mörgum um megn sú flókna aðgerð. Amma hefur rétt fyrir sér, það er mikil eftirsjá að svona búðum.

4/12/04 15:02

Limbri

Svo er nú bara pæling að þú takir að þér verslunina Amma-Kúreki.

-

4/12/04 15:02

Herbjörn Hafralóns

Já, ég man þegar maður fór í Axelsbúð í gamla daga til að kaupa sér færi, öngul og sökku. Síðan var farið niður á bryggju til að veiða kola, ufsa og marhnúta og ekki var nú verra ef maður hafði efni á að kaupa sér kók eftir veiðiferðina.

4/12/04 15:02

Von Strandir

Kók og prins í Axelsbúð, það er klassík, verður minning, synd.

Besta kók í heimi.

4/12/04 16:00

Vestfirðingur

Ég er ennþá að klóra mér í hausnum yfir þessu orði "Akranes". Hvar liggur það og hvaða disaster er þessi Axel? Hvernig er svona hægt? Og hvers vegna er Vamban undir sæng í þunglyndiskasti? Ég veit það ekki. Ég er bara óheppinn í dag, held ég.

4/12/04 16:01

Vímus

Það er mér sár missir að Axelsbúð var lokað. Þetta var eini staðurin sem ég gat keypt almennilegan mjólkursykur til að blanda saman við lyftiduftið mitt. Ef þú hefur ekki nú þegar lesið pistilL Lata Texa hér að ofan, ættir þú að gera það strax og reka staðreyndirnar ofan í það slepjulega gerpi.

Amma-Kúreki:
  • Fæðing hér: 10/8/04 14:47
  • Síðast á ferli: 12/2/10 10:35
  • Innlegg: 72