— GESTAPÓ —
Omegaone
Nýgræðingur.
Saga - 8/12/03
Tímarnir tveir

Áður birt á æðri vef. Rithring.is

Sviðið er Egyptaland fyrir skeið píramídanna í þorpi ættar einnar þar sem hið fullkomna samfélag hefur myndast. Allir hafa jafnan rétt og eru jafnir að manngildi. Og þorpið er varið fyrir utanað komandi áhrifum sem spillt geta þeirra góðu siðum. En þó eru þorpsbúar skinsamir og tileinka sér nýja framleiðslu hætti á matvörum og fatnaði. En menningu sína vilja þeir vernda fyrir alla muni. Hún er rík af sögu og góðum gildum. Þorpsbúar breyta þegar utanaðkomandi saga kemur til þeirra henni að sínum siðum. Vegna þess að ef henni er ekki breitt fer ungdómurinn að gera sér hugmyndir og vill fara riðla því góða skipulagi sem ríkir. Og það myndi þíða fall hins góða samfélags. Allir geta gert allt en hver fer þá braut sem tíminn leggur.

Í þorpi þessu býr tíminn. Hann hefur ekkert annað að starfa en það að vera tíminn og benda á hvað á að gera hvað varðar rekstur þorpsins ef hjálp vantar. Hann gengur um gólf fram og til baka, klæddur í kufl.
Tikk, takk. Tikk, takk. Það má ekki trufla tímann. Og enginn getur orðið tíminn nema tíminn og hann er eilífur, halda þorpsbúar. Hann er góður og lætur allt gerast segja þeir. Hann klappar stundum stráksnáða á kollinn er hann sækir sér brauð og annan mat. Hann semur sögur fyrir þorpsbúa sem þeir nota sér til viðmiðunar um hvernig á að lifa lífinu. Allar sögur sem í þorpinu eru sagðar eru ríkar af hinum góða boðskap tímans.

Auðn ein mikil umlykur þorpið. Í henni eru vatnsból og litlar lendur fyrir sauði og önnur dýr. Úlfalda, geitur og hesta. Hirðingi úr þorpi tímans finnur dag einn í henni barn í reifum. Hvur á þetta barn og hvaðan er það komið spyr hirðinginn sig. Það er óravegur í næsta þorp. Gæti þetta barn verið frá algeimnum eins og tíminn, spyr hann sjálfan sig. En það getur varla verið, hugsar hann, vegna þess að við höfum nú þegar tíma og honum gengur vel. Hvur á þetta barn segir hann aftur þungt hugsi. En hann býr svo um barnið, eftir að hann færi ekkert svar, að hann getur sett það á bak sér á meðan hann vakir yfir dýrum sýnum og svo tekur hann barnið með sér til þorpsins.

Þegar til þorpsins er komið ákveða þorpsbúar að taka barnið að sér og ala það upp sem eitt af sínum eigin. Í ljós kemur að barnið er bæði gáfað og hæfileikaríkt. Það byrjar næstum strax að babla á tungumáli þorpsbúa. Segja hæ og svona. Það verður draumur þeirra allra og tíminn er góður við það. Það getur orðið allt nema tíminn. Því er kennt að það megi aldrei trufla tímann með góðum sögum. Tíminn fær sérstakan áhuga á barninu og sinnir því sjálfur stöku sinnum. En hann segir aldrei neitt við það en man að hann sjálfur var eitt sinn svona lítið barn. Og allir voru góðir við hann.

Misseri líða hjá og barnið lærir af þorpsbúum á lífið og einn dag er barnið spurt hvað það vilji vera þegar það er orðið stórt. Barnið segist þá vilja vera tíminn, það er svo hrifið af tímanum. Hann er svo góður við mig segir það. Allir þorpsbúar telja það vera barnalegt og sætt. Sko, það vill verða tíminn segja allir og brosa. En það er bara einn tími og hann líður áfram og er eilífur. Þorpsbúar vita það og brosa til hvers annars og eru áhyggju lausir yfir barninu. Einhver ár líða án þess að þorpsbúar hugsi frekar um það mál.

En dag einn fer barnið til tímans og tekur í kuflinn hans og spyr hvort hann vilji ekki kenna sér hvernig á að vera tíminn! Öll lögmál hristast og skjálfa. Tíminn hrekkur við, hann horfir óttasleginn á barnið.
Hann er svo viðkvæmur. Nokkrir þorpsbúar hlaupa til og sækja barnið, taka það í burtu frá tímanum. Allir aðrir eru skelfdir eins og tíminn. Hvað var barnið að gera? Allir telja að nú sé í fyrsta skipti sem nokkur man eftir komið vitlaust barn í heiminn. Þorpsbúar þeir sem tala við barnið segja því aftur að aldrei megi það trufla tímann. Og þá vegna þess að hann er gangverk heimsins og hann þarf frið svo það truflist ekki.

Allt hefur sinn gang og stundir líða en svar og framkoma barnsins sáði fræi í hjörtum þorpsbúa og dag einn ákveða þeir að spyrja barnið aftur hvað það vilji vera þegar það er orðið stórt. Annars hefðu þau látið tímann um sitt. Aftur segist barnið vilja vera tíminn, þegar það er orðið stórt.
Það verður aftur uppnám í þorpinu. Barnið getur ekki, má ekki vera tíminn. Hvernig á heimurinn að geta virkað almennilega ef í honum eru tveir tímar? Hvor yrði réttur? Yrðu þeir eins? Á hvorum ætti að taka mark? Öll lögmál heimsins myndu hrynja ef í honum yrðu tveir tímar!
Það er aðeins til einn alheims tími segja þorpsbúar. En barnið virðist ekki skilja þorpsbúa það er sem það sé á öðru sviði. Einum og einum þorpsbúa fer að gruna að nú sé alheimurinn að segja eitthvað.

En þorpsbúar taka upp á því að senda barnið í burtu til næsta þorps eftir að hafa skrafað um stund. Þar býr höfðingi og menn geta verið höfðingjar. Kannské að barnið sjái að höfðingjar eru góðir og að það vilji þá verða höfðingi frekar en tíminn sjálfur. Allir þar eru góðir við barnið.
En höfðinginn er óöruggur um sig vegna návistar barnsins sem er að verða frekar stálpað. Hann er með sítt grátt skegg og er hvikul. Honum finnst hann ekki lengur vera njóta alls heiðursins sem fylgir því að vera höfðingi þorpsins. En barnið vill ekki vera höfðingi og sér í gegnum óöryggi hans. Og einn dag er það horfið. Og engvin veit hvert það fór.
Þorpsbúar úr þorpi höfðingjans leituðu að barninu vítt og breitt um auðnina en fundu það ekki.

Barnið sem nú var að verða unglingur hafði gengið inn í eyðimörkina og hafði það fundið litla vin þar sem gat hafist við. Þar spurði það sjálft sig: Get ég orðið tíminn? Koma nýir tímar? Og ef ég er tíminn er ég þá ekki nýi tíminn. Ef svo er þá hlýt ég að vera nútíminn sagði strákurinn upphátt við sjálfan sig og ánægður yfir uppgötun sinni. En hvað veit ég um það hvernig á að vera tíminn hugsaði hann svo. Engvin hefur kennt mér neitt um hvernig ég á að hegða mér sem tíminn. Þá heyrir hann rödd innra með sér sem segir: Ef þú er nútíminn og framtíðin þá þarf ekki að kenna þér neitt vegna þess að þú er það sem þú ert, þú ert upphaf og endir þíns sjálfs, farðu því aftur í þorps gamla tímans og segðu þig vera hinn nýja tíma. Strákurinn hugsar sig um er hann dvelur í auðninni eitt til tvö misseri í viðbót.

En svo einn dag birtist það aftur í þorpi tímans og er orðið að stálpuðum unglingi og það segist vera nýi tíminn. Ég er nútíminn, segir það. Skelfing grípur um sig í þorpinu. Heimurinn ruglast stundarkorn, jörðin hristist, fossar renna uppí móti og gamla tímanum fipast, lögmálin hrynja en nýi tíminn grípur þau og heldur þeim uppi. Hvað gera þorpsbúar nú? Þau elska gamla tímann og geta ekki sætt sig við hin nýjan. Hann getur ekki verið góður, eða hvað? Hann kann ekkert halda þorpsbúar. Og við höfum haft sama tímann frá upphafi og við kunnum ekki á nýjan tíma. Þau huga að gamla tímanum og sjá að hann er orðin veikur. Nýi tíminn er ánægður með sjálfan sig og er stoltur. Hann spókar sig um í þorpinu og klappar einum og einum strák á kollinn og stelpum auðvitað líka. Hann er svo glaður að hann gæti sprungið.

En margir þorpsbúar gefa ekki upp vonina á þann gamla, af því að þeir trúa á hann og skilja. Þeir vilja ekki læra á nýjan tíma og líta hann horn auga. Sem er skiljanlegt, en vitlaust. Vegna þess að flest ef ekki allt í veröldinni er breytingum háð. En samt taka sumir þorpsbúar uppá því að flytja burt úr þorpinu og skilja við nýja tímann. Vegna þess að við suma er engu tauti við komið. þeir taka gamla tímann með sér og hjúkra honum og hann gefur sjálfur ekki upp alla von. Og allir vita að allt er hægt með tíma og þolinmæði. Það er gott að halda í það gamla og góða en það verður að vera rúm fyrir nýungar. Þeir sem fóru tóku því upp á því að hugsa sig aftur til gamla tímans og yfirgáfu heim nýja tímans hægt og hægt þar til að gamli tíminn ríkir aftur hjá þeim en þó ekki án þess að hafa tekið inn eitthvað af því nýja.

En þeir sem eftir urðu í þorpinu lærðu smátt og smátt á nýja tímann. Honum fylgdi engin sérstök ógæfa, en margar nýjungar, siðir og menning. Brátt fór öllum að þykja jafnvænt um nýja tímann og svo hurfu þeir, sem mundu þann gamla, hægt og rólega. En bækur er ritaðar voru um gamla tímann var það eina sem minnti á hann. Og voru haldnar hátíðir sem voru honum til heiðurs. Og ekki var nýi tíminn laus við áhrif af þeim gamla.
En sá nýi hafði margt að hugsa um eins og t.d. það, hvenær kemur næsti tími nýunga og framfara. Um þetta hugsaði hann er hann gekk um gólf í húsi sínu. Tikk takk, tikk takk. Og gengur enn og breytingarnar gerast svo hægt að varla hann tekur eftir þeim. Kannski að það hafi fundyst annað barn í reyfum í auðninni og það sé að búa sig undir að hefja sama leikinn.

   (27 af 43)  
Omegaone:
  • Fæðing hér: 12/7/04 15:52
  • Síðast á ferli: 13/5/06 19:33
  • Innlegg: 0
Eðli:
Maður sem hefur séð sjálfan sig í spegli.Og hefur verið sagður Engill Drottins. Er einræðis herra í eðli sínu og heldur mikið aftur af sér og er með varasamar geð sveiflur. Hann er Landsmaður ekki borgari, Notabene það er Æðra. Og hann stefnir á nobellinn í stjórnmála heimspeki. Og hann er með Dr gráðu frá, Guði hinum æðra allra, í lífsspeki og heimspeki. Og hann eins og áður hefur á minnst stefnir á Nobelsverlaun og það í mörgum flokkum.