— GESTAPÓ —
Omegaone
Nýgræðingur.
Sálmur - 1/11/03
Við hlíðar Akrafjalls

Sönn saga. En ekkert eins háfleigt og hjá honum skrabbaskrumara.

Upp til hlíðar Akrafjalls eitt sinn ég fór
Í hjarta var þá ekki stór
Fann mér stein og settist friður
Til mín kvæði að skrifa niður

Ég horfði yfir á jökulinn
Dreymin um sinn áður en ég tók upp pennann minn
Sólin skein og friðsælt var að vera undir beru lofti
Mikið gott mér það þótti

Bar þá allt í einu konu að sót svarta í framan
Ég hrökk við og herptist saman
Hún sagði mér að hundskast af fjalli burt
Mér þóttist ég horfa framan í Gilitrutt

Ég beit þó saman, stóð upp og á skessu hastaði hart
Vegna þess að mér þótti þetta heldur svart
Hvaðan var sú trölla að koma, reið svona.
Eða var þetta kannske Skagakona!

Ég lét samt undan og hélt niður til minnar bifreiðar
Því greinilega úti minn friður var og nornirnar bálreiðar
Settist inn en hóaði þó á hana
Spurði hvað gengi á og hún stóð stíf sem trana

Ekki gat hún mér svarað skírt
Andlit hennar var sem fjall auk þess ljótt og grýtt
Svo ég tók upp minn farsíma
Er ég sá að þetta var töpuð glíma

Hringdi í fógetann
Hann sagði: Já, Omegaone þú ert víst kominn í fjalla bann
Ég alveg varð forunadan
já, þetta hún styður að hrekja burt góðan mann

Og nú ég hætti mér ekki lengur upp til hlíðar Akrafjalls
Án þess að vera vel vopnaður og hafa allt til alls
Ef skessa skyldi koma með synina
Og slíta af mér limina

En ég mun ekki hefja stríð
Og vona að upp renni fyrir mér betri tíð
Og ég fá að vera frjáls
Uppi við hlíðar hvers Íslands fjalls.

   (10 af 43)  
1/11/03 17:01

Nornin

Silence is golden

1/11/03 17:01

swami

já...ég held það bara

1/11/03 17:01

Nafni

alltaf flottastur...

1/11/03 17:01

Júlíus prófeti

Það hlaut að vera að hann væri frá Akranesi, mér líkaði nú heldur aldrei við Símon.

1/11/03 17:01

Omegaone

Ég er frá Íslandi og bind mig ekki við eitt kjördæmi, slíkt væri frásinna.

1/11/03 17:01

Jóakim Aðalönd

Kannski það, en þessi leirburður er ekki nátttröllum bjóðandi.

1/11/03 17:01

Omegaone

Takk fyrir það. Það eru enginn nátttröll hér er það.

1/11/03 17:01

Skabbi skrumari

Hér eru heimasíður fyrir þá sem vilja kynna sér kveðskap http://www.heimskringla.net/bragur/ og http://www.rimur.is

1/11/03 17:01

Hakuchi

Þrátt fyrir bragleysi þá er eitthvað form á þessu og aldrei þessu vant er þetta skiljanlegt hjá Omegaone. Ég hika við að gera það en fólk verður að njóta sannmælis: Ansi gott Omegaone. Aldrei hefði ég átt von á að skrifa þessi orð.

Þarna er ágætis saga um hrakfarir Ómegaone sem verður fyrir ofsóknum grýlu úti í fagurri náttúrunni. Nú vil ég ekki oftúlka neitt en kannski erum við myndbirting grýlunnar. Seiseijá.

1/11/03 17:01

Skabbi skrumari

Jamm, sammála Hakuchi, en við kvæðaperrarnir viljum sjá örlítið meiri bindingu í sálmana, hrynjanda og annað slíkt... því má ekki túlka fyrrum orðbelgjarinnlegg sem neikvætt... heldur leiðbeiningu ef Omegaone vill feta þá braut...

1/11/03 17:01

Kynjólfur úr Keri

Já assgoti er mikill leir í hlíðum Akrafjalls.

1/11/03 17:01

Omegaone

Takk fyrir það. Það eru enginn nátttröll hér er það.

1/11/03 17:01

Omegaone

Leiðsögn er alltaf góð.

1/11/03 18:00

Frelsishetjan

Hversu leiðinlegur er maðurinn þegar að skessurnar fara að reka hann í burtu!?

1/11/03 18:01

Omegaone

Ég hef ekki verið var við að neinn væria að vilja mig fjarverandi hér. Þetta fer víst allt eftir skilningi manna á orðum annara. og þú hefur læðri skilning en ég æðri.

1/11/03 18:01

Kynjólfur úr Keri

Frábært orð "læðri".
Habbðu þökk!

1/11/03 20:00

Omegaone

lægri

1/11/03 20:00

Omegaone

Skil húmorinn.

Omegaone:
  • Fæðing hér: 12/7/04 15:52
  • Síðast á ferli: 13/5/06 19:33
  • Innlegg: 0
Eðli:
Maður sem hefur séð sjálfan sig í spegli.Og hefur verið sagður Engill Drottins. Er einræðis herra í eðli sínu og heldur mikið aftur af sér og er með varasamar geð sveiflur. Hann er Landsmaður ekki borgari, Notabene það er Æðra. Og hann stefnir á nobellinn í stjórnmála heimspeki. Og hann er með Dr gráðu frá, Guði hinum æðra allra, í lífsspeki og heimspeki. Og hann eins og áður hefur á minnst stefnir á Nobelsverlaun og það í mörgum flokkum.