— GESTAPÓ —
Ira Murks
Óbreyttur gestur.
Saga - 2/11/04
Tóbakið hennar Ömmu

Amma mín þótti mikill tóbaksfíkill og lét Afi sjaldan eftir henni þá nautn, enda þurfti að kaupa salt í grautinn og sykur á pönnukökurnar og lítill peningur á heimilinu. Amma laumaðist þó stundum til að kaupa sér tóbak og notaði það á ýmsan hátt. Best þótti henni að nota tóbakið sem tuggu og voru tennur hennar fagurbrúnar alla þá tíð sem ég man eftir henni.

Um jólin hvert ár var Afi gamli í jólaskapi og keypti hann tóbaksbúnt fyrir Ömmu gömlu. Hún hafði lært af biturri reynslu að hún yrði að fara sparlega með tóbakið og tuggði hún það vel og lengi oft á tíðum, skyrpti hún því síðan út úr sér í glerdúnk nokkurn og geymdi. Þegar tóbakið var búið þá tók hún upp glerdúnkinn og skellti á pönnu yfir hlóðum og þurrkaði við lítinn hita. Enn þann dag í dag man ég eftir tóbaksilminum sem liðaðist um húsið eftir jólin. Þegar sú gamla var búin að þurrka tóbakið þá tók hún upp gömlu pípuna sína og reykti tóbakið, ekki var nú mikil gæði í því tóbaki en hún lét sig hafa það enda mikill nautnaseggur. Þá tók hún fram aðra glerkrukku, sem var nokkuð minni í sniðum og dustaði úr pípunni í hana. Það tóbak notaði hún síðan sem neftóbak og þótti gott.

Já Amma gamla var nýtin og skrítin.

‹Fær sér í nefið›

   (14 af 21)  
2/11/04 19:01

Offari

Góð nýtni hér. Takk fyrir góð heimilisráð.

2/11/04 19:02

Jarmi

Saug hún svo ekki ofan í munn úr nefi, fjallabaksleið?
Svona til að hafa eitthvað að tyggja.

2/11/04 19:02

Leibbi Djass

Rækallinn!

2/11/04 19:02

blóðugt

Ömmur eru skemmtilegar...

2/11/04 19:02

Skabbi skrumari

Amma þín og Afi minn hefðu orðið kostulegt par... skál [fær sér í nefið]

2/11/04 20:00

Jóakim Aðalönd

Tja, ég tek ofan fyrir nýtni ömmu þinnar. Hún hefur verið kona að mínu skapi!

2/11/04 20:01

Sæmi Fróði

Hörkukvenmaður hún Amma þín.

Ira Murks:
  • Fæðing hér: 4/7/04 14:16
  • Síðast á ferli: 7/12/18 13:05
  • Innlegg: 30
Eðli:
Segjum um stutt
Fræðasvið:
sviðin eru fræðileg
Æviágrip:
Grípum í ævi