— GESTAPÓ —
Ira Murks
Óbreyttur gestur.
Saga - 1/11/04
Fyrrum neftóbaksfíkill

Saga um neftóbaksfíkil sem er hættur

Ég þekki einn forfallinn neftóbaksfíkil eða réttara sagt fyrrum neftóbaksfíkil. Fyrir rúmum tveimur árum síðan skráði hann sig í lokaðan neftóbaksklúbb, ansi sérstakur klúbbur þar sem menn og konur komu saman undir dulnefnum og með grímur til að geta tjáð sig óheft, án þess að hægt væri að tengja það við einstaklingana á bakvið dulnefnin. Þetta var ansi breiður hópur af neftóbaksfíklum og alltaf fjölgaði í hópnum, enginn hafði sömu sögu að segja, ansi litskrúðugur hópur og fjölbreyttur.

Allir héldu þeirri reglu að vera ekki að forvitnast um of um hagi annarra í hópnum og þannig vildi neftóbaksfíkillinn hafa það. Hann kynntist síðan stúlku í þessum hóp, stúlku sem var nýbúin að skrá sig og ófeiminn um það að tjá sig um dvöl sína í þessum klúbb.
Hann kynntist henni náið og tók af henni loforð um það að ef hann segði henni hver hann væri utan klúbbsins þá myndi hún halda því leyndu, síðan, eins og gengur og gerist, þá slitnaði upp úr sambandinu. Hann var þó viss um að hún myndi nú halda loforðið.

Nú á haustmánuðum hefur það komið í ljós að fleiri og fleiri vita full mikið um þennan neftóbaksfíkil, hann hefur fengið skilaboð frá öðrum klúbbmeðlimum sem gefa það berlega í skyn að þeir viti meira um hann en hann vildi. Þá frétti hann að fólk út í bæ var farið að grínast með dulnefnið hans við nákomna. Ljóst var að stúlkan hafði ekki haldið sín loforð og því ákvað þessi margreyndi klúbbmeðlimur að yfirgefa klúbbinn, með söknuði.

   (16 af 21)  
1/11/04 00:01

Vladimir Fuckov

Eigi er gott að vera neftóbaksfíkill. En frá öllum reglum eru undantekningar. Að oss setur ugg.

1/11/04 00:01

Litla Laufblaðið

Jiminn

1/11/04 00:01

Heiðglyrnir

Kæri Ira minn, Riddaranum langar til að þú komir eftirfarandi skilaboðum til viðkomandi Neftóbaksfíkils.
.
Kæri Neftóbaksfíkill, þannig er að meðhöndlun og notkun neftóbaks er jafnmismunandi og neytendur eru margir.
.
Margir ganga illa um neftóbakið og eru sóðalegir svo eftir er tekið. Auðvitað er nafnleynd þessum fíklum alveg bráðnauðsynleg, því að ef upp um þá kæmist myndu þeir sennilega drukkna í sínum eilífa sóðaskap og nefrennsli.
.
Svo eru það hinir sem ganga um neftóbakið með virðingu fyrir sjáfum sér og öðrum. Ávallt snyrtilegir og heiðarlegir. Þessir menn hafa lítið að óttast, þó að upp um þá komist.
.
Þegar svona er komið skiptir mestu að halda á, eins og ekkert hafi í skorist. Annars væri viðkomandi að viðurkenna ósigur sinn í þessari ósanngjörnu stöðu sem upp er kominn.
.
Annars er alltaf erfitt fyrir utanaðkomandi að skilja allt það sem liggja kann að baki. Eitt er víst, að neftóbaksklúbburinn yrði ekki svipur hjá sjón á eftir.
.
Þetta er stuðningsyfirlýsing Riddarans, með vinsemd og virðingu.

1/11/04 00:01

Vladimir Fuckov

Vjer viljum taka heilshugar undir orð Heiðglyrnis sem kom þarna orðum að nokkuð svipuðum hlutum og vjer höfðum verið að hugsa um.

Auðvitað þekkjum vjer eigi aðstæður nema að litlu leyti en getum þó sagt að miðað við hegðun þeirra er umræddan fjelagsskap stunda er misjafnlega óþægilegt fyrir þá að upp um þá komist. Sumir hafa e.t.v. hegðað sjer illa og sagt eða gert eitthvað sem betur hefði mátt kyrrt liggja.

Aðrir hafa aldrei gert slíkt og njóta mikillar virðingar, meiri en flestir og hugsanlega allir í viðkomandi fjelagsskap. Þeir þurfa minna að óttast þó upp um þá komist. Þeirra er líka lang mest saknað hverfi þeir. Því væri óskandi að um tímabundið ástand væri að ræða, þó með þeim fyrirvara að fyrir utanaðkomandi er erfitt að vita nákvæmlega um það sem að baki liggur.

Skál ! [Sýpur á fagurbláum drykk og bölvar ryki í loftinu]

1/11/04 01:02

Hakuchi

Almáttugur!
Þetta er hræðilegt! Að þessi stórkostlegi neftóbaksfíkll sem allir elska hafi verið hrakinn burt af lausmálugum þriðja flokks neftóbaksfíkli sem skortir þann sjálfsagða andlega þroska fullorðins fíkla að geta haldið loforð og trúnað er gersamlega fyrirlitlegt og algerlega ófyrirgefanleg svívirða.

Þið afsakið hörð orð en þegar þessi góði neftóbaksfíkill er annars vegar, þá kallar það fram slík viðbrögð

1/11/04 01:02

dordingull

Það er alltaf sama sagan.Treystu konu og þú ert dauður. En brottförin var glæsilega tímasett að hætti stórmeistara. Hakuchi, þú ert ekki of harðorður, hér er um landráð að ræða.
Að lokum bið ég þig Ira Murks um það, að þegar þú færir hinum horfna djúpvitur skilaboð Heiðglyrnis að gæta þess að hann lesi þau vandlega og íhugi.

1/11/04 06:02

Isak Dinesen

Ég mun sakna þessa fíkils.

1/11/04 10:01

Hundslappadrífa í neðra

Hér vil ég gjarnan bætast í stuðningshóp fíkilsins. Ég er sjálf félagi í svipuðum félagsskap einstaklinga með sameiginleg einkenni sem talin eru vandamál hjá flestum öðrum. Ég slík hegðun sem hér er líst sýnir mikið tillitsleysi og óvirðingu fyrir rétti manna til einkalífs. Ekki veit ég þó nokkuð meira um málsatvik þannig að um annað get ég ekki dæmt. Ef ég væri nefndur fíkill, myndi ég riggsa inn stoltur á næsta fundi og athuga hve vel þeirri málglöðu liði í nærveru minni.

1/12/05 01:01

Nornin

Æi, þið eruð öll vænisjúk.

Ira Murks:
  • Fæðing hér: 4/7/04 14:16
  • Síðast á ferli: 7/12/18 13:05
  • Innlegg: 30
Eðli:
Segjum um stutt
Fræðasvið:
sviðin eru fræðileg
Æviágrip:
Grípum í ævi