— GESTAPÓ —
Ira Murks
Óbreyttur gestur.
Pistlingur - 2/11/03
Hnerri

Fann hvergi umræður um hnerra, svo ég ákvað að smíða eitt félagsrit um það undursamlega fyrirbæri.

Hnerri er merkilegt fyrirbæri og virðist vera ósköp misjafnt hvernig fólk bregst við hnerrum.

Ef um einstakan atburð er að ræða, þá er sjálfsagt að bera einfaldlega hendur að vitum til að koma í veg fyrir dreifingu slímsins og þvo sér síðan um hendurnar við fyrsta tækifæri. Ef aftur á móti síendurtekinn atburður er um að ræða er sjálfsagt að nota vasaklút. Neftóbaksneysla eykur á hnerran og mæli ég með því að nota það í óhófi.

Þá er sjálfsagt að þeir sem verði vitni að hnerranum segi Guð hjálpi þér. Í því felst nokkuð trúarlegur boðskapur og væntanlega tengt þeim tíma þegar menn fengu alvarlegur flensur í gamla daga og dóu jafnvel af þeim. Það þykir þó almenn kurteisi enn sem fyrr.

Hljóðið sem kemur frá hnerrum er undantekningarlaust -atsjú- og legg ég til að fólk leggi við hlustir næst þegar það heyrir einhvern hnerra.

Sagt er að það jafnist á við 10% fullnægingu að hnerra og gerði ég tilraun einu sinni og dældi neftóbaki í nefið á mér. Tókst mér að hnerra 10 sinnum á um korteri og verð ég að viðurkenna að þótt hnerrinn hafi verið góður þá jafnaðist það ekki á við fullnægingu, en gott var það eigi að síður.

Að endingu vil ég segja að mér þykir óeðlilegt þegar fólk reynir að bæla niður hnerran og heyrist þá oft lágvært hviss, sem mér þykir frekar ósmekklegt hljóð. Kröftugur og hressandi hnerri er partur af mannfólkinu og algjör óþarfi að bæla hann niður.

Guð hjálpi ykkur.

   (20 af 21)  
2/11/03 11:02

hundinginn

Nokkuð nett bara. Aaaa..tsjú! ahhh
Velkominn til okkar Ira Murks, farnist þjer vel.

2/11/03 12:00

Limbri

Eftir höfðinu dansa limirnir... og þú ert minn herra, gamli vin.

[Twistar]

Gott að vita af þér þarna úti í geðklofa alnetsins.

Lifðu heill og hafðu það sem allra best í fríinu.

[Fær sér smá President]

-

2/11/03 12:00

Goggurinn

Hmm, er þetta tilviljun? Í hvert skipti sem Skabbi hverfur birtist Ira, þetta er partur af alheimssamsærinu, ég er viss um það.

2/11/03 12:01

Rimi D. Alw

Aldrei hef ég skilið í fólki sem alltaf sér samsæri og óvini í hverju horni. Ég vil þvert á móti bjóða Ira velkominn í hóp (sjaldséðra) gesta hér.

2/11/03 12:01

Vladimir Fuckov

Vitleysa er þetta í yður Rimi ! Hvernig í ofsóknarbrjáluðum órangútanöpum getur það farið fram hjá nokkrum gesti að hér er samsæri á ferðinni ? Spurningin mikilvæga í huga vorum er hvort hér séu óvinir ríkisins að verki eður ei. En nú sjáum vér að Skabbi hefur snúið aftur - skál !

2/11/03 12:01

Rimi D. Alw

Athugasemdin hér fyrir ofan sannar einmitt orð mín um að sumir sjá samsæri í hverju horni.

2/11/03 12:01

Skabbi skrumari

Guð hjálpi ykkur...

2/11/03 12:01

Vladimir Fuckov

[Sendir 'þá' til að 'ræða' aðeins við Rimi um aðila þá er stunda það að grafa undan öryggi ríkisins]

Ira Murks:
  • Fæðing hér: 4/7/04 14:16
  • Síðast á ferli: 7/12/18 13:05
  • Innlegg: 30
Eðli:
Segjum um stutt
Fræðasvið:
sviðin eru fræðileg
Æviágrip:
Grípum í ævi