— GESTAPÓ —
Lómagnúpur
Nýgræðingur.
Dagbók - 4/12/04
Hraðar

Ekki er allt sem sýnist

Jæja. Nú er búið að hækka hraðann á kringlumýrarbrautinni að hluta til úr 70 kílómetrum í 80 kílómetra á klukkustund. Í Fossvoginum. Sjálfsagt hefur þetta verið gert til að friða þá sem kvartað hafa yfir umferðarteppu á þessari leið. Vonandi verða viðkomandi aðilar eitthvað rórri, en sannleikurinn er sá að þetta breytir engu um flutningsgetu vegarins. Fyrir því eru tvær óháðar ástæður:
1)Aðstæður við hvorn enda kaflans eru óbreyttar.
2)Hámarkshraði hefur engin áhrif á hámarksflutningsgetu vegar. Hærri meðalhraði krefst minna umferðarflæðis vegna aukins bils milli bíla, sem vex í öðru veldi með hraða. Svar umferðarinnar við auknu umferðarflæði er að draga úr hraða. Flæðið eykst, hraðinn minnkar. Það er miskilningur að það sé mikil umferð af því allir keyri svo hægt.

Jæja, nóg um það. Mér finns eðlilegt núna þar sem við stöndum frammi fyrir nýjum þriðjudegi að horfa um öxl, yfir farinn veg, og spyrja sig hvort hann hafi verið genginn til góðs.

   (7 af 33)  
4/12/04 05:01

Limbri

Hér í Danmörku hjóla menn ef þeir sjá að það er fljótlegra. Sé það ekki fljótlegra, þá sitja menn bara í bílunum sínum og væla sem minnst. Einnig eru margir sem eru meðvitaðir um að því fleiri sem ferðast í strætisvögnum, því betri þjónustu býður strætisvagnafyrirtækið upp á. Hér ferðast margir með strætisvögnum, jafnvel þeir sem eiga bíl.

-

4/12/04 05:01

Heiðglyrnir

Já herra Lómagnúbur minn, hollt er hverjum manni að líta í baksýnisspegilinn svona endrum og eins. Þó öllu vissara og betur reynist, "eins og allt fram æðir endalaust, umferðin, tæknin og lífið", að láta glyrnurna vísa fram á veginn til að fanga þau tækifæri sem oft liggja við hvert fótmál framtíðarinnar.

4/12/04 05:01

Tina St.Sebastian

Í Damörku þarf maður líka ekki að passa sig á bílunum. Helvítis hjólreiðamennirnir eru aftur á móti stórhættulegir! Ég hef séð danzka hjólreiðamenn að reykja, lesa, tala í gemsa, jafnvel leiðast, á meðan þeir bruna eftir götunni á 60-70 km hraða. Danir eru klikk.

4/12/04 05:01

Lómagnúpur

Hvernig hjól eru það sem fara á 60 til 70? Annars getur þjóðin sem fann upp Olsen-gengið varla talist klikk.

4/12/04 05:01

Hakuchi

Nú er búið að hækka hraðann upp í 80. Fínt, þá getur maður keyrt á 90 án þess að hugsa um lögregluna.

4/12/04 06:00

B. Ewing

Nei Hakuchi [dæsir mæðulega á meðan brunað er framhjá 80 km merkinu] neðst í brekkunni, nánar tiltekið við endimörk R-listans er hraðanum aftur stillt í sitt 70 km hóf. [brunar framhjá 70 km merkinu í bæjarkanti Kópavogs eftir frábæran 834m sprett á 80 km hraða niður eina brekku]

4/12/04 06:00

Jóakim Aðalönd

Ég er á þeirri skoðun að það hefði verið nær að lækka hámarkshraðann þarna.

4/12/04 06:00

Vímus

Ég varð best var við það þegar ég keyrði strætó hér um árið að maður kemst ekki hraðar en umferðin leyfir. Það skipti engu máli þótt ég bætti á mig örvandi.

4/12/04 06:01

Lómagnúpur

Hacuchi, mig minnir að 80 þýði áttatíu. Ég reyni að fletta því upp þegar ég kemst í handbókina.

Lómagnúpur:
  • Fæðing hér: 12/8/03 11:39
  • Síðast á ferli: 5/9/07 16:05
  • Innlegg: 4
Eðli:
Krossfari heilbrigðrar skynsemi
Fræðasvið:
Búvísindi, niðursuða, mekaník, epík. Enn fremur málfar, heilsufar, veðurfar og skarfar. Allt er lýtur að hannyrðum, einkum örfhentra. Ekkert mannlegt er mér óviðkomandi.
Æviágrip:
Það er svo margt að minnast á. Ætli ég láti ekki nægja að stinga því að ykkur að ég hef aldrei verið á sjó en hefi þó horft á hafið alla ævi. Ætli það kalli mig kannski til sín einhvern tímann?