— GESTAPÓ —
Fergesji
Heiðursgestur.
Gagnrýni - 3/12/11
Tónleikar - auglýsing

Frumraun Sinfóníuhljómsveitar áhugamanna í Hörpu

Þann 25. marz næstkomandi, klukkan fimm eftir hádegi, mun Sinfóníuhljómsveit áhugamanna leika í Hörpu, tónleikahúsi Reykjavíkur, í fyrsta skipti. Leikið verður í Norðurljósa-sal hússins og eru því til sæti fyrir 450.
Miðaverð er 2500kr. á gagnabæli Hörpu, en 1500kr. ef bókað er gegnum oss fyrir þriðjudaginn næsta (20. marz). Einnig er afsláttarverð, 1500kr., í boði fyrir eldri borgara og námsmenn, en þeir þurfa þá að kaupa miðann í Hörpu.Selt er í ónúmeruð sæti, svo fýsilegast er, að mæta snemma, og tryggja sér gott pláss.
Efnisskráin verður eigi annað en stórglæsileg. Fyrir hlé verður leikin Kirjála-svíta Jens af Síbylju og Glæsileiki eftir Pétur Trjáskegg, en eftir hlé er á skránni Tónleikaverk fyrir fjögur horn úr smiðju Hróbjarts Skómanns.
(Fyrir þá, er í einhverjum erfiðleikum eiga með að skilja oss, þá er hér átt við eftirfarandi:
Karelia-suite e. Janne Sibelius
Elegie e. Piotr Tschaikovski
Konzertstück f. 4 Hörner e. Robert Schumann)

Er það vor von, að sem fleztir sjái sér fært að mæta. Munum vér hér gefa upp allar þær nánari upplýsingar, er óskað verður eftir.

Sjá einnig upplýsingar hér.

Ps. Fimm stjörnur af fimm gefum vér fyrir fram, því vér höfum heyrt efnisskrána leikna af þessari sveit.

   (2 af 14)  
3/12/11 14:01

Heimskautafroskur

Þetta líkar mér. Almennileg tónskáld hér á ferð.

3/12/11 15:00

Huxi

Þetta hljómar áhugavert. Eru þér hljóðfæraleikari í þessu bandi?

3/12/11 15:01

Fergesji

Svo er, og mun hægt að sjá oss sitjandi stjórnanda til hægri handar. Óvíst er þó enn, hvort vér verðum nær eður fjær áhorfendum að þessu sinni.

3/12/11 15:01

Huxi

Ertu þá að sarga Selló?

3/12/11 15:01

Fergesji

Það er sérdeilis öldungis rétt.

3/12/11 15:01

Huxi

Selló er svalt.

3/12/11 15:01

Heimskautafroskur

Lát knéfiðlu fylgja kviði.

3/12/11 17:01

Lopi

Eruð þið hætt að halda tónleika í Neskirkju?

3/12/11 17:01

Fergesji

Undanfarið hefur tónleikastaður verið Seltjarnarneskirkja, en enginn gat neitað, er boð gafst um pláss í Hörpu.

3/12/11 19:01

Fergesji

Vér viljum vekja athygli á því, að nú eru seinustu forvöð að tryggja sér miða á þessa tónleika með forsöluafslætti. Áhugasamir hafi samband við oss með einkapósti, tölvupósti eður símleiðis.

3/12/11 20:01

Fergesji

Forsala er opin hjá oss til 19:00. Munið, ef þér viljið miða, að taka fram, hvernig þér viljið nálgast þá.

4/12/11 00:01

Fergesji

Fyrir einskæra tilviljun féll oss í skaut aukreitis miði á tónleikana. Býðst hann fyrstbjóðanda.

Fergesji:
  • Fæðing hér: 14/6/04 21:57
  • Síðast á ferli: 14/2/21 13:57
  • Innlegg: 6840
Eðli:
Ýmsum nöfnum höfum vér nefnst, en vanastir erum vér þó að svara, er kallað er á Fergesja. Vér höfum tamið oss almenna kurteisi, og bregðum eigi frá henni, nema oss sé verulega misboðið.
Fræðasvið:
Margt smátt, jafnt sem annað stærra með nýlegri áherzlu á almennar lækningar.
Æviágrip:
Vér erum eitt af síðustu börnum 9. áratugarins, bjuggum löngum erlendis en flúðum úr landi sökum skorts á ísbílum. Síðan er eigi margt vitað um mig en nýlega haðfi komið í ljós að oss var aftur farið að langa að flýja land og því höfum vér nýlega framið valdarán í hinu fjarlæga ríki Efergisistan um 1000 sjómílur suðaustan Japansstranda og sezt þar að sem konungur. Vér fundum svo loksins hamingjuna eftir að hafa hlotnazt embætti gáfumálaráðherra Baggalútíu.