— GESTAPÓ —
Vímus
Heiðursgestur.
Sálmur - 9/12/06
Til Evu

Aleinn í myrkrinu ákvað hann guð
að ýmislegt þyrfti að laga.
Herrann var kominn í húrrandi stuð
hefst nú vor sköpunarsaga.

Sá gamli í myrkrinu vakandi vann
Í viku án nokkura lyfja.
Að lokinni smíðinni lagði sig hann
loksins fór karlinn að syfja..

Í bjartsýniskastinu bjó guð til mann
og bústað hann vild´onum gefa.
En aleinn að lifa það karlinn ei kann
Svo konu hann fékk sem hét Eva.

Og heimilið Eden var hreint ekkert slor
Þar himneskar jurtirnar spruttu.
Það var ekki liðið svo langt fram á vor
í ljúffengast grasið þau duttu.

Af tré einu fögru þó forboðið var
að fá sér einn örlítinn bita.
En snákur einn fláráður faldi sig þar
Um framhaldið allir jú vita.

En Eva var kona og auðtæld því var
Í ávöxtinn varð hún að narta.
Leystist nú syndin úr læðingi þar
og læstist í konunnar hjarta.

Húsnæðið misstu er henti þeim út
Herrann í brjálæðiskasti.
Allt var nú komið í andskotans hnút
og eymdin við parinu blasti

Í hundana maðurinn fullkomi fór
í forinni ennþá hann dvelur.
En Eva af dugnaði drýgir sitt hór
og drengina marga hún kvelur.

Ég elska þig samt þennan gallaða grip
gallana til mín þú sóttir.
Það leynir sér ekki er lít ég þinn svip
ljúfasta Eva mín dóttir.

   (5 af 38)  
9/12/06 05:00

Vímus

Þetta fagra ljóð skal sungið við lag Harðar Torfa. Grafskrift.

Það vantaði síst að´ann hugsaði hátt
og hann hefði mátt koma að notum
Hann byrjað´á ýmsu en endaði fátt
og allt lá það hálfgert í brotum.

9/12/06 05:00

Barbie

Skemmtilega ort. Reyndar efast ég um að upprunalegi textinn um Aldingarðinn sé á þá leið sem okkur er uppálagt að trúa í dag. Hef ég gert það frá 16 ára aldri þegar ég komst að því að RIFIÐ sem við konurnar eigum að vera skapaðar úr hefði allt eins getað verið helmingur með því að bæta inn réttum samhljóðum. Þar sem allt frá tíð postulanna hefur það verið viðhorf kirkjunnar að ,,Í kirkjunni þegji konan" þá held ég að það sé rétt að taka þessu með fyrirvara. En gott ljóð engu að síður.

9/12/06 05:00

Vímus

Ég skrifaði hér um árið pistil sem kallaðist Meinbeinið. Hann fékk ákaflega misgóða dóma. Annars á ég dóttur sem heitir Eva ( Sú er kom með mér á árshátíðina 2005)og ég sendi henni að sjálfsögðu eintak

9/12/06 05:00

Gísli Eiríkur og Helgi

Snild

9/12/06 05:00

Regína

Góður. Sjáfum þér líkur.

9/12/06 05:01

Galdrameistarinn

Alveg organdi snilld hjá þér.

9/12/06 05:01

Ívar Sívertsen

Nú getum við hin hent kvæðapennanum upp í hillu og hætt að yrkja. LjóðIÐ er komið!

9/12/06 05:01

Offari

Er Vímusinn semsagt Guð?

9/12/06 05:01

Vamban

Það myndi útskýra margt!

9/12/06 05:01

Vladimir Fuckov

Skál !

9/12/06 05:01

Hjálmlaug Fífilsdóttir

Þetta er uppáhaldssálmurinn minn núna. Þvílík snilld.

9/12/06 05:01

Dula

Mjög gott Vímus, ég tek ofan hárkolluna fyrir þér .

9/12/06 05:01

Þarfagreinir

Brilljant!

9/12/06 05:01

Billi bilaði

[Lagar alla galla kvenkynsins]

9/12/06 05:01

Heiðglyrnir

Vímus er bara alveg með þetta...RIddarakveðja.

9/12/06 05:02

B. Ewing

Stórkostlegt. Alveg magnað og undurfallegt.

9/12/06 05:02

krossgata

Ég las Meinbeinið einhvern tíma, það var skemmtilegt. Þetta er skemmtilegt líka.

9/12/06 05:02

Limbri

Þína skál, kæri vin.
Þetta toppar allt.

-

9/12/06 05:02

Z. Natan Ó. Jónatanz

Frábært kvæði. Þetta er með því allrabezta sem frá þessum virðulega höfundi hefur komið, & gerist þarmeð ekki öllu betra hér um vefslóðir.

Skál & aftur skál !

9/12/06 05:02

Vímus

Ég get ekki þrætt fyrir eitt lítið tár sem trítlaði niður vanga minn þegar ég las ummæli ykkar og ég finn að mér þykir andskoti vænt um ykkur öll.

9/12/06 06:00

hvurslags

Afbragðssálmur alveg hreint
eins og venjulega.

9/12/06 06:01

Barbapabbi

þetta er mikið masterpís, meiriháttar geggjað - bravó!

9/12/06 06:01

Nafni

"Snilli"

9/12/06 08:00

Jóakim Aðalönd

[Setur upp lonníetturnar og rýnir í ljóðið]

Jú, þetta er bara bögusmiði hin bezta!

9/12/06 08:00

Jóakim Aðalönd

...ekki að ég sé svosem þess umkominn að dæma neitt um það.

Vímus:
  • Fæðing hér: 12/6/04 23:03
  • Síðast á ferli: 16/11/12 15:46
  • Innlegg: 7406
Eðli:
Óuppalinn. Slæmu uppeldi er því ekki um að kenna. Er sagður hafa fundist í eplakassa á öskuhaugum bæjarins. Góðhjartað fólk úr Vesturbænum tók mig að sér en skilaði mér fljótlega aftur á sömu slóðir. Þar nærðist ég á sorpi og rottukjöti uns haugarnir voru aflagðir. Mun þá hafa leitað uppi allan mannlegan sora sem fyrirfannst og haldið mig þar allar götur síðan. Finn mig sérlega vel á þessum vef.
Fræðasvið:
Lyfjagerð og smökkun
Æviágrip:
Því miður er öll mín ævi hulin óútskýranlegri þokuAð vísu er hún vel skráð hjá hinu opinbera. Sjá helstu geðdeildir, fangelsi og aðrar áþekkar stofnanir