— GESTAPÓ —
Vímus
Heiðursgestur.
Sálmur - 3/12/06
Næturpæling.

<br /> <br /> <br />

Næturinnar nautnir vel ég þekki
en nístingskulda á hún líka til.
Endalaust þó dópi ég og drekki
djöfuls myrkrið veitir engan yl.

Það stoðar lítt að vola hér og væla
vænum slurk ég helli glasið í.
Þannig má jú vonir brostnar bæla
og bregða sér á ærlegt fyllerí.

Einhvern tímann upp þó Vímus verður
að vakna heldur slæmum draumi af.
Bjáninn ég er bara þannig gerður
að brosandi ég sökkva mun á kaf.

Daginn þann er dauðanum ég mæti
dópaður og fullur eflaust verð.
Í glasið mitt þá brennivíni bæti
brokka svo af stað í hinnstu ferð.

Skál!

   (12 af 38)  
3/12/06 06:01

hvurslags

Þetta er gott kvæði og vel ort, ég þyrfti helst að bregða mér og fylla aftur glasið til að geta skálað.

3/12/06 06:01

Dula

Mjög dramatískt og myndrænt hjá þér, en unaðsleg smíð einsog alltaf.

3/12/06 06:01

Offari

Skál!.

3/12/06 06:01

Barbapabbi

Já skál! ég er einmitt kominn langleiðina í gegnum "Bæjarins verstu" þetta er gott innskot í þá afbragðslesningu.

3/12/06 06:01

krossgata

Gott kvæði. Ég sé bæði dökkar hliðar og svo... hmm kannski hversdagsleika, sem er hvorki slæmur né góður.

3/12/06 06:01

Ísdrottningin

Skál, félagi.

3/12/06 06:01

Meistarinn

apsalut félagi vímus, heir, heir

3/12/06 06:01

Herbjörn Hafralóns

Skál!

3/12/06 07:00

Z. Natan Ó. Jónatanz

Ef þetta kvæði verðskuldar ekki hina dýpstu virðingu, þá veit ég ekki hvað gerir það.

Annars hef ég nú ævinlega haft þá ímynd að Vímus sé ódauðlegur - íþaðminnsta ódrepandi andskoti.

Takk; fyrir aldeilis sérlega fínan sálm.

3/12/06 07:00

dordingull

Vímað!

3/12/06 07:00

Jóakim Aðalönd

Skál!

3/12/06 07:01

Vladimir Fuckov

Skál ! [Sýpur á fagurbláum drykk]

3/12/06 08:00

Vímus

Skál og bestu þakkir fyrir undirtektirnar.
Z. Natan Ó. Jónatanz. Þú snillingur snillinganna lyftir mér í hæstu hæðir með hólinu.
Ég er viss um að það verður lítll stíll yfir mínum dauðdaga. Drukknun í fótabaði eða eitthvað álíka fáránlegt.

3/12/06 09:01

Heiðglyrnir

Glæsilegt Vímus minn....Skál vinur.

Vímus:
  • Fæðing hér: 12/6/04 23:03
  • Síðast á ferli: 16/11/12 15:46
  • Innlegg: 7406
Eðli:
Óuppalinn. Slæmu uppeldi er því ekki um að kenna. Er sagður hafa fundist í eplakassa á öskuhaugum bæjarins. Góðhjartað fólk úr Vesturbænum tók mig að sér en skilaði mér fljótlega aftur á sömu slóðir. Þar nærðist ég á sorpi og rottukjöti uns haugarnir voru aflagðir. Mun þá hafa leitað uppi allan mannlegan sora sem fyrirfannst og haldið mig þar allar götur síðan. Finn mig sérlega vel á þessum vef.
Fræðasvið:
Lyfjagerð og smökkun
Æviágrip:
Því miður er öll mín ævi hulin óútskýranlegri þokuAð vísu er hún vel skráð hjá hinu opinbera. Sjá helstu geðdeildir, fangelsi og aðrar áþekkar stofnanir