— GESTAPÓ —
Vímus
Heiðursgestur.
Pistlingur - 3/12/05
Flest er orðið sakhæft.

Það hafa oft komið margir góðir pistlar hér um afturför okkar ágæta og fágæta máls sem Íslenskan er.
Það keyrði þó um þverbak í vikunni þegar ég var boðaður til lögreglu fyrir þá sök að tilkynna manni í gegnum síma að næst þegar ég kæmi í heimsókn til hans þá mundi ég ganga frá honum. Tveir grafalvarlegir verðir laganna buðu mér sæti og hófu yfirheyrsluna með spurningunni:
Er það rétt að þú hafir hótað manninum?
Nei það er af og frá, svaraði ég.
Hann fullyrðir að þú hafir látið þau orð falla að þú ætlaðir að ganga frá honum,
Það er hárrétt, svaraði ég. Við skulum líka hafa það á hreinu að þegar þessu spjalli lýkur þá skal ég ganga frá ykkur báðum.
Þar með var fjandinn laus.
Áður en til handauppásnúninga kom, rétt náði ég að koma frá mér útskýringu á þessum orðum.
Ef ég fæ ekki að ganga héðan frá ykkur þá skulið þið fá að bera mig út!.
Það borgar sig ekki alltaf að vanda mál sitt.

   (20 af 38)  
3/12/05 15:00

Offari

Gekkstu frá þeim?

3/12/05 15:00

Vímus

Ég var öllu nær því að hlaupa.

3/12/05 15:00

Gísli Eiríkur og Helgi

Mig langar að skjóta að þér að þú hefðir átta að drepa tyttlinga framan í þá á eftir

3/12/05 15:00

Vímus

Þú verður kallaður til saka fyrir hótun um skotárás.

3/12/05 15:00

Skoffín

Þú ert jafnframt í fullum rétti til að drepa tímann þar sem klukkan sló jú fyrst.

3/12/05 15:00

Z. Natan Ó. Jónatanz

Þeir hefðu a.m.k. átt að leyfa þér að fara fram í smástund.
Það hefði verið framför.

3/12/05 15:00

Vímus

Nei fíflin heimtuðu að lokum að fram færi útför mín.

3/12/05 15:00

Ívar Sívertsen

Það var eins gott að þú fórst ekki að tala um útganginn hjá þeim... enda iðulega allt í drasli... við útidyrnar...

3/12/05 15:00

hlewagastiR

Þú verður að vanda fráganginn. Allt annað er frágangssök.

3/12/05 15:00

Skabbi skrumari

Þú mátt ekki ganga of langt og fara yfir strikið...

3/12/05 15:01

B. Ewing

.. og ekki láta strikið verða priki og ganginn að hangi... og ...mm... og... [Fer]

3/12/05 15:01

Amma-Kúreki

Kall anginn
það á ekki af þér að ganga

3/12/05 15:01

Vímus

Þessar vafasömu athugasemdir ykkar fullvissa mig um að titill pistilsins er með betri málsháttum: Flest er orðið sakhæft.
Já þau eru ekki mörg orðin sem óhætt er að nota.

3/12/05 15:01

Barbapabbi

Dusilmenninn hafa þó ekki reint að hand-taka þig!

3/12/05 15:01

Nætur Marran

Aldrei má maður ekki neitt

3/12/05 15:01

Grýta

Tja hérna hér!
Nú gengur þú fram af mér.
Göngum að því sem vísu, að þú yrkir þó enn.

3/12/05 15:02

Gísli Eiríkur og Helgi

ég hefði viljað gefa hálfa konugsríkið til að sjá þessa gaura sem höfðu horn í síðu þinni ganga um í hægðum síðum og leiða skrattan

3/12/05 15:02

Nermal

Löggur eru eins og Róverjar... KLIKK

3/12/05 15:02

Haraldur Austmann

Gengu þeir ekki bara út í hægðum sínum?

3/12/05 15:02

Vímus

Annar þeirra stökk uppá nef sér af bræði og þvílík lending. Hann er reyndar með óvenju stórt nef

3/12/05 15:02

dordingull

Þeir hafa þá borið þig á höndum sér, eftir að þú gekkst þeim úr greipum?

3/12/05 16:01

krumpa

Góð saga.
Get bara ekki sæst við titilinn - hann er góður en ég er hrædd um að hann hafi átt að vera annarrar merkingar.

Sakhæfi - sakhæft þýðir að einhver sé sakhæfur - grunar t.a.m. að eftir linnulaust sukk þitt sérst þú á mörkunum. Sakhæfir verða menn svo ekki fyrr en fimmtán ára. Fyrir þann tíma axla þeir, eða foreldrar þeirra, ábyrgð gerða sinna með öðrum hætti.

Saknæmi merkir hins vegar að hegðun sé unnin af ákveðnum ásetningi - refsinæm - eða með einföldun ólögleg. Að einhver sök felist í athöfn. Réttur titill eins og ég skil hann væri því ,,flest er orðið saknæmt" þar sem hæfi á bara við um fólk. Þetta hér er reyndar mjög einfölduð útskýring á flóknum leiðindahugtökum...

Rassgat-hvað ég er leiðinleg.

3/12/05 16:01

Vímus

Þú átt mínar bestu þakkir skilið Krumpa!
Þetta er svo augljóst að ég skammast mín fyrir mistökin. Maður með þriggja metra langa sakaskrá gerir ekki svona.

3/12/05 16:01

Finngálkn

Hvað væri þetta helvítis skítapleis án þín Vímus?

3/12/05 21:02

lappi

O já ég segi það nú bara.!

Vímus:
  • Fæðing hér: 12/6/04 23:03
  • Síðast á ferli: 16/11/12 15:46
  • Innlegg: 7406
Eðli:
Óuppalinn. Slæmu uppeldi er því ekki um að kenna. Er sagður hafa fundist í eplakassa á öskuhaugum bæjarins. Góðhjartað fólk úr Vesturbænum tók mig að sér en skilaði mér fljótlega aftur á sömu slóðir. Þar nærðist ég á sorpi og rottukjöti uns haugarnir voru aflagðir. Mun þá hafa leitað uppi allan mannlegan sora sem fyrirfannst og haldið mig þar allar götur síðan. Finn mig sérlega vel á þessum vef.
Fræðasvið:
Lyfjagerð og smökkun
Æviágrip:
Því miður er öll mín ævi hulin óútskýranlegri þokuAð vísu er hún vel skráð hjá hinu opinbera. Sjá helstu geðdeildir, fangelsi og aðrar áþekkar stofnanir