— GESTAPÓ —
Vímus
Heiðursgestur.
Pistlingur - 31/10/04
Kvennafrídagur

Pistill Önnu Pönnu varð til þess að minna mig á þær skelfilegu afleiðingar sem kvenna-frídagurinn hafði fyrir þrjátíu árum.
Gamall vinur minn Hannes, var þá vistmaður á Kleppi.
Hann var þess fullviss að konur legðu hann í einelti og vildu honum allt hið versta.
Eftir u.þ.b. tvö ár á lokaðri deild höfðu læknar staðarins náð það góðum árangri með Hannes að það var ákveðið að veita honum bæjarleyfi einn dag.
En hvað skeður? Nissi skreppur í bæinn sannfærður um að öllu sé óhætt eins og læknarnir sögðu. Þessi paranoja hans um konur í hverju horni sem voru með það eitt í huga að murka úr honum lífið á sem viðbjóðslegastan hátt var horfin með öllu og hann fer fullur tilhlökkunnar í bæjarleyfi.
Tveimur tímum síðar kemur Nissi froðufellandi inn á Klepp og þar er hann enn.
Það sem blasti við Hannesi í bænum voru þrjátíu þúsund syngjandi konur.
Nei og aftur nei! Frídagur kvenna er stórhættulegt fyrirbæri sem má ekki endurtaka!

   (21 af 38)  
31/10/04 16:01

Hexia de Trix

[Skellir uppúr]
Ég bið að heilsa honum Nissa. Þú getur sagt að kveðjan sé frá karlkyns kunningja þínum, ef þú heldur að honum líði betur við það.

31/10/04 16:01

Offari

Ég vill jafnrétti frídag kvenna og karla

31/10/04 16:01

Don De Vito

Af hverju er ekki til frídagur karla? Þetta er bara misrétti og ekkert annað!

31/10/04 16:01

Hexia de Trix

Hættið bara að væla og stofnið til hans sjálfir. Það gerir ekki neinn neitt fyrir neinn sem gerir ekki neitt fyrir neinn... eða þannig.

31/10/04 16:01

Ívar Sívertsen

Ef það yrði stofnaður karlafrídagurinn þá yrði all brjálað! Kerlingarnar sturlast og ausa okkur auri og leiðindum! Jú, við ættum að stofna til karlafrídags og karlréttindafélag væri ágæt hugmynd!

31/10/04 16:01

Kargur

Ég sting upp á Ívari sem formanni karlréttindafélags Baggalútíu.

31/10/04 16:01

Don De Vito

[Kemur með æstan múg karlmanna sem halda á skiltum sem segir: Aukin réttindi karla!, og öskra: Ívar, Ívar, Ívar!]

31/10/04 16:01

krumpa

Frábær pistill

En - eru ekki allir dagar karlafrídagar? Í það minnsta þegar níu-fimm vinnunni sleppir?
(horfir ástúðlega á Heittelskaðan sem hrýtur í sófanum og reynir að vekja hann ekki meðan hún eldar matinn, vaskar upp, þvær þvottinn og skúrar).

31/10/04 16:01

Hakuchi

Greyið maðurinn. Annars styð ég þennan kvennafrídag heilshugar.

31/10/04 16:02

Jóakim Aðalönd

Já, ég líka. Það er nauðsynlegt að stinga dúsu upp í kvenþjóðina öðru hverju...

31/10/04 17:02

Sundlaugur Vatne

Öðru hverju, öðru hverju. Fyrr má nú vera heimtufrekjan í þessu kvenfólki! Þær halda að þetta sé eitthvað sem megi bara gera reglulega á 30 ára fresti!

31/10/04 18:00

Sæmi Fróði

Ertu á einhverjum lyfjum? [Hlær hrossahlátri]

3/12/05 04:01

Gottskálk grimmi

Karlafrídagur?
Ertu ekki með öllum mjalla? Við bara afnemum kvennafrídaginn og allir sáttir.

3/12/05 09:01

Hvæsi

Byrjum á að taka ökuskírteinið af kvenþjóðinni.
það er skref í rétta átt.

[Forðar sér á harðahlaupum]

Vímus:
  • Fæðing hér: 12/6/04 23:03
  • Síðast á ferli: 16/11/12 15:46
  • Innlegg: 7406
Eðli:
Óuppalinn. Slæmu uppeldi er því ekki um að kenna. Er sagður hafa fundist í eplakassa á öskuhaugum bæjarins. Góðhjartað fólk úr Vesturbænum tók mig að sér en skilaði mér fljótlega aftur á sömu slóðir. Þar nærðist ég á sorpi og rottukjöti uns haugarnir voru aflagðir. Mun þá hafa leitað uppi allan mannlegan sora sem fyrirfannst og haldið mig þar allar götur síðan. Finn mig sérlega vel á þessum vef.
Fræðasvið:
Lyfjagerð og smökkun
Æviágrip:
Því miður er öll mín ævi hulin óútskýranlegri þokuAð vísu er hún vel skráð hjá hinu opinbera. Sjá helstu geðdeildir, fangelsi og aðrar áþekkar stofnanir