— GESTAPÓ —
Vímus
Heiðursgestur.
Pistlingur - 31/10/03
Myndaval

Eftir rúmlega fjögra mánaða dvöl mína á þessum frábæra vef, sem ég reyndar bölvaði í sand og ösku í mínum síðasta pistli, hef ég verið að velta fyrir mér hinum ýmsu "karakterum" sem Lútinn skreyta. Það er deginum ljósara, að þar ráða myndir ykkar miklu um þær hugmyndir sem ég geri mér um hvern og einn. Ég veit ekki hvort þið hafið velt þessu fyrir ykkur.
Ég er handviss um að margir fá strax megnustu óbeit á mér um leið og sú fagra ásjóna, sem ég valdi mér birtist.
Ekki skánar svo álitið þegar ég opna á mér kjaftinn.
Þegar ég ruddist hér inn, mökkruglaður að venju, þá var minn eini tilgangur að ganga fram af ykkur á þann hátt sem þið eflaust munið. Móttökur flestra voru líka í samræmi við það.
Ég finn líka að sumum er mjög í nöp við mig enn. Ég hef það einnig á tilfinningunni að margir séu farnir að venjast mér og einstaka manni líki jafnvel ágætlega við mig. Það er einmitt þetta sem gerir þennan vef sérlega áhugaverðan.
Hér eru svo fjölbreytilegir persónuleikar sem eru ómissandi.
En hversvegna er ég pæla í því hvaða álit þið hafið á mér og þeirri ímynd sem ég geri í að viðhalda.
Svona er ég og svona vil ég vera.
Jú vegna þess að ég hef myndað mér ákveðna skoðun á ykkur. Ég læt suma fara í taugarnar á mér, en aðra kann ég ákaflega vel við og svo allt þar á milli. Svona vil ég líka hafa þetta. Ég vil alls engan missa, hvernig sem þeir koma mér fyrir sjónir. Svo ég komi aftur að myndunum, þá er ég viss um að þær segja heilmikið um viðkomandi. þegar Vamban benti mér á að mig vantaði mynd, þá renndi ég augum yfir það sem í boði var og þessi mynd smellpassaði. Ég á erfitt með að ímynda mér, að t.d. Skabbi mundi velja sér þessa mynd.
Ég nefni hann sem dæmi vegna þess að hann er gott dæmi um mann sem ég kann einstaklega vel við og myndin hentar honum engan veginn.
Ef ég tek svo dæmi um algjöra andstæðu hans, þá kemur Finngálkn strax upp í hugann. Hann velur sér gapandi rándýrskjaft. Hann er líka með þeim kjaftforari hér og hefur strax aflað sér óvinsælda með kjaftinum. Það veldur honum örugglega ekki leiðindum. Ég kann einnig sérlega vel við hann og hans ruddalega húmor. Sem sagt! Tvær gjörólíkar týpur, báðar jafn nauðsynlegar fyrir mig.
Að lokum þetta.
Það er bara einn Vímus hér og hann er sko" spes"

   (31 af 38)  
31/10/03 16:01

Finngálkn

Þakka þér fyrir. Þú sérð nú líka um lífga ansi vel upp á vefinn. En þetta er merkilegur pistill, því ég hef eimmitt mikið velt þessu fyrir mér og hef hugleitt að skrifa um þetta. Já það væri gaman að sjá fólkið á bakvið myndirnar.

31/10/03 16:01

Vímus

Tack ska du ha

31/10/03 16:01

Skabbi skrumari

Við sem mættum á síðustu árshátíð vitum hvað liggur á bakvið margt andlitið...
En takk fyrir hlý orð Vímus minn...

31/10/03 16:01

Vímus

Sömuleiðis takk. Mig minnir að ég hafi byrjað innrás mína með einhverju vísnabulli sem ég beindi að þér. Þú þakkaðir kurteislega fyrir fróðlegt innlegg og slóst mig gjörsamlega út af laginu.

31/10/03 17:00

Limbri

Á maður að þora að spyrja hvað þér finnst um mína mynd ?

-

31/10/03 17:01

Nafni

Hingað koma margir inn og ætla aldeilis að "hrista upp í liðinu" hver á sinn hátt. Blessunarlega margir gefast upp, hver á sinn hátt.
Það er á hreinu að útlit Vímusar er ekkert "turn on"og fyrstu fékk maður hálfgerða klígju með manninn á svæðinu, en öllu má reyna að venjast.
Svo eru það nýliðarnir sem falla eins og flís við rass frá upphafi fyrstu innskráningar. Krumpa er gott dæmi um það og ekki skemmir myndin fyrir. Fegurðardís sem býður manni hálsinn til átu.

31/10/03 17:01

Skabbi skrumari

Ég er ennþá að spá í að breyta aftur í upprunalegu myndina mína, hún sagði meira en mörg orð...

31/10/03 17:01

Limbri

Stofna þráð og leggja þetta í atkvæðagreiðslu ?

2/12/06 10:01

Offari

Ég fékk lánaða mynd í upphafi svo sá ég að það virkaði ekki á dömurnar, svo ég ákvað bara að nota mitt rétta andlit og nú senda dömurnar mérhelling af ljúfum ástarljóðum í einkapósti.

Vímus:
  • Fæðing hér: 12/6/04 23:03
  • Síðast á ferli: 16/11/12 15:46
  • Innlegg: 7406
Eðli:
Óuppalinn. Slæmu uppeldi er því ekki um að kenna. Er sagður hafa fundist í eplakassa á öskuhaugum bæjarins. Góðhjartað fólk úr Vesturbænum tók mig að sér en skilaði mér fljótlega aftur á sömu slóðir. Þar nærðist ég á sorpi og rottukjöti uns haugarnir voru aflagðir. Mun þá hafa leitað uppi allan mannlegan sora sem fyrirfannst og haldið mig þar allar götur síðan. Finn mig sérlega vel á þessum vef.
Fræðasvið:
Lyfjagerð og smökkun
Æviágrip:
Því miður er öll mín ævi hulin óútskýranlegri þokuAð vísu er hún vel skráð hjá hinu opinbera. Sjá helstu geðdeildir, fangelsi og aðrar áþekkar stofnanir