— GESTAPÓ —
Rýtinga Ræningjadóttir
Fastagestur.
Sálmur - 6/12/07
Opnun Sumarathvarfs - Í raunheimum!

Jæja krakkar, þá er komið að því. Best að blása til árshátíðar, og það strax!

Sumarárshátíð, staðurinn minn, allt sem vantar er skipulagsnefnd.

Við erum með sæti fyrir 32 manns inni, hæglega hægt að rúma allavega 10 til viðbótar, og leyfi veður er auðvitað hægt að henda öllu klabbinu bara út í garð sem er ekki nema 200 fermetrar, með tjaldi, sætum, myndvarpa + tjaldi, útidælu, grilli...

Þarf að segja meira?

Semja um hópamatseðil, bjórkúta, áfengi, bara den hele. Við erum með þrælmenntaðan og ævintýragjarnan kokk sem getur ábyggilega sveiflað fram einhverju kóbaltbláu og girnilegu. Hendumst í þetta og skipuleggjum fyrstu Sumarárshátíð Baggalúts!

AMEN!

   (2 af 17)  
6/12/07 07:01

Wayne Gretzky

Ég kem ekki.

6/12/07 07:01

Galdrameistarinn

Of seint.
Ég er farinn af landi brott.
En innilega til hamingju með staðinn, hann er glæsilegur hjá ykkur og ég hef fulla trú á því að þetta eigi efitr að ganga vel hjá ykkur.

6/12/07 07:01

Herbjörn Hafralóns

Ég er vís með að mæta ef þetta verður ekki á þeim tíma, sem ég verð í sumarfríi erlendis eða á fjöllum hér heima.
Þarna er greinilega kominn samastaður fyrir Gestapóa, sem þora að hittast í raunheimum yfir kaffibolla eða einhverju öðru. [Ljómar upp]

6/12/07 07:01

Rýtinga Ræningjadóttir

Æj, hvur fjárinn Galdri! Ég stóð einhvernveginn í þeim skilningi að þú ætlaðir að staldra lengur.. Þú getur ekki bara hnippt þér í helgarferð yfir til að kíkja þegar þar að kemur? [Brosir hvumpin]

Annars þyrfti ég að stofna þráð þar sem tekin eru saman sumarfrí fastagesta, og reynt að hitta á tíma sem flestir eru á landinu/ innanbæjar.

6/12/07 07:01

Galdrameistarinn

Því miður á ég ekki gott með að skjótast.
Bæði er að það er fjandanum dýrara en góðu hófi gegnir og svo verður mér bara flökurt við tilhugsunina um að ferðast með þessu skítaflugfélagi sem IE er.
Ekki eins og ég ferðist ekki nóg samt sem áður þó ekki sé það fljúgandi.

6/12/07 07:01

Rýtinga Ræningjadóttir

Úff, ég hef komist að þeirri niðurstöðu að "skítafélag" er engan veginn nógu neikvætt fyrir þetta afhaladrusluógeðshryllings fyrirtæki.

Síðast þegar ég flaug með þeim frá Lundúnum og heim aftur, ákváðu þeir að "koma stutt við í París"...

6/12/07 07:01

Galdrameistarinn

Já og ofan á allt saman eru þeir með Heiðar ,,snyrti" sem flugþjón.

6/12/07 07:01

Lopi

Í kvöld? Búinn að bóka mig.

6/12/07 07:01

Lepja

Hvað á að kosta, svona gróft áætlað?

6/12/07 07:01

Lepja

Og má taka sérstaka vinkonu með sér?

6/12/07 07:01

Dula

Ég skal !

6/12/07 07:01

Jóakim Aðalönd

Segið bara stað og stund og ég kem og prumpa á liðið!

Skál og rop!

6/12/07 07:01

Vladimir Fuckov

Vjer vonum að Geislavarnir ríkisins hafi eigi neina lögsögu yfir staðnum því verði af þessu komum vjer eflaust - með plútóníum. Skál !

6/12/07 07:01

Þarfagreinir

Mér líst vel á þetta.

6/12/07 07:01

Aulinn

Plís hafðu þetta á milli 6-17ágúst... plííís.

6/12/07 07:01

Billi bilaði

<Opnar dagbókina en sér svo að það er engin dagsetning komin...>

6/12/07 07:02

Huxi

Gæti verið gaman. Hafðu bara smá fyrirvara svo maður geti skipulagt sig...

6/12/07 07:02

Ívar Sívertsen

Eftir næstu mánaðarmót takk!

6/12/07 07:02

Kargur

Hvar er þetta athvarf?

6/12/07 07:02

Jóakim Aðalönd

Nú, í raunheimum. Það stendur í titli félaxritsins...

6/12/07 08:00

Huxi

Til lukku með rafmælið Rýtinga... [Býður uppá rafmælisköku og rafmælisblút til heiðurs Ræningjadótturinni]

6/12/07 08:00

albin

Þetta gæti verið gaman. Spurning um stund, þar sem staðurinn er klár.

6/12/07 08:00

Jóakim Aðalönd

[Nælir sprengju í rassvasann á Rýtingu]

Heyrðu, sjáðu dauða fuglinn sem flýgur þarna í norðri?

KA-BLAMM!

6/12/07 09:01

Texi Everto

SNILLD!

6/12/07 09:02

Skabbi skrumari

Ég reyni að mæta... Skál

6/12/07 12:02

Hvæsi

Ég mæti.

6/12/07 12:02

Rattati

Ég mæti þegar til landsins verður komið. Reyndar verður það ekki fyrr en um miðjan Júlí en vonandi verða einhverjir póar orðnir fastagestir um það leyti.

Rýtinga Ræningjadóttir:
  • Fæðing hér: 8/6/04 15:37
  • Síðast á ferli: 6/9/11 00:27
  • Innlegg: 750
Eðli:
Hálf púkalegur kven-ári, sem hikar ekki við að ljósta náungan með heiftarlegum fólskubrögðum og illvirkjum. Finnst kirsjuberjabragð af nammi og ís gott.
Fræðasvið:
Tungumál, sjaldgæfar og sjaldlesnar bókmenntir, Tónlist spiluð á sög og snúna málmhlunka.
Æviágrip:
Sem ung stúlka ólst hún upp með tveim stjúpsystrum sínum og stjúpmóður. Eftir að hafa þolað oflæti þeirra og ósvífni í hennar garð fór hún á sjálfsvarnarlistarnámskeið, og eftir það hefur aldrei heyrst meira í (eða til) stjúpmæðgnanna. Þegar henni tók að leiðast íslenskt smábæjalíf, tók hún upp á því að ferðast sem laumufarþegi með skipi til Asíu. Þegar hún kom heim á ný ákvað hún að breyta enn um stefnu, og stefndi beint á undirheima. Þar var henni breytt í ára, heldur hún þeim titli hátt á lofti og berst illyrmislega fyrir bættum réttindum púka og skrímsla.