— GESTAPÓ —
Rýtinga Ræningjadóttir
Fastagestur.
Dagbók - 7/12/03
Kynlegt fuglalíf í Hlíðahverfi..

Annarleg reynsla Þriðjudagskvöldsins..

Ég var á leiðinni heim eftir heimsókn til vinkonu minnar rétt fyrir miðnætti, og rölti í gegnum Hlíðahverfið til að ná síðasta strætó við Kringlumýrarbraut (Bíllinn minn hefur ekki enn rankað við sér eftir að hafa fallið í dauðadá vegna of mikilla óbeinna reykinga fyrri eiganda). Veðrið var frábært, sólarlagið kitlaði í augun og ekki eitt einasta laufblað bærðist í vindleysinu. Þar sem ég gekk tók ég eftir því að allt í kringum mig voru þrestir á vappi, og þegar ég í forvitni minni nálgaðist þá tók ég líka eftir því að þeir höguðu sér all-undarlega.. tveir skjögruðu skáhallt í burtu, og einn tók flugið beint á húsvegg. Ég hló að þessu, og hélt áfram, sá annan fljúga beint á bíl og mér datt helst í hug að fuglarnir væri haugafullir, hefðu komist í gerjaða ávexti í ruslinu eða eitthvað álíka. Hinsvegar varð mér mjög bilt við þegar ég fann væng strjúkast við ennið á mér, og allt í einu breyttist þessi friðsamlega kvöldstund í endurupplifun á kvikmyndinni 'the Birds'. Ég tók til fótanna, og rétt náði að komast í skjól í strætóskýlinu, og þegar ég leit við voru engir fuglar sjáanlegir.. Þetta þótti mér frekar grunsamlegt, og ég varð dauðfegin að komast svo inn í vagninn sem átti að ferja mig heim...

   (17 af 17)  
1/11/03 05:02

Tigra

Jú, sjáðu til... þessir fuglar eru sérþjálfaðir af gangbrautarlögreglunni til að hindra það að fólk fari yfir götu þar sem ekki er gangbraut.
Grunar mig að þú hafir verið að framkvæma slíkt athæfi.

9/12/05 12:01

Rýtinga Ræningjadóttir

Þarna voru hvorki gangstétt né gangbraut! Og engar löggur, vona ég.. þetta var íbúðargata. [röltir sneypuleg á brott]

Rýtinga Ræningjadóttir:
  • Fæðing hér: 8/6/04 15:37
  • Síðast á ferli: 6/9/11 00:27
  • Innlegg: 750
Eðli:
Hálf púkalegur kven-ári, sem hikar ekki við að ljósta náungan með heiftarlegum fólskubrögðum og illvirkjum. Finnst kirsjuberjabragð af nammi og ís gott.
Fræðasvið:
Tungumál, sjaldgæfar og sjaldlesnar bókmenntir, Tónlist spiluð á sög og snúna málmhlunka.
Æviágrip:
Sem ung stúlka ólst hún upp með tveim stjúpsystrum sínum og stjúpmóður. Eftir að hafa þolað oflæti þeirra og ósvífni í hennar garð fór hún á sjálfsvarnarlistarnámskeið, og eftir það hefur aldrei heyrst meira í (eða til) stjúpmæðgnanna. Þegar henni tók að leiðast íslenskt smábæjalíf, tók hún upp á því að ferðast sem laumufarþegi með skipi til Asíu. Þegar hún kom heim á ný ákvað hún að breyta enn um stefnu, og stefndi beint á undirheima. Þar var henni breytt í ára, heldur hún þeim titli hátt á lofti og berst illyrmislega fyrir bættum réttindum púka og skrímsla.