— GESTAPÓ —
Rýtinga Ræningjadóttir
Fastagestur.
Dagbók - 4/12/07
Jæja börnin góð..

Reunheimaþankar..

Það vill svo ótrúlega til að við hjónaleysin enduðum skyndilega uppi með veitingastað núna fyrir örstuttu síðan.. Við erum með kokk, okkur tvö og sekk fullan af loforðum með í farteskinu, og munum brátt hefjast handa við að tækla þennan svokallaða "rekstur".

Það eru margar mismunandi hugmyndir á sveimi varðandi "þema" og uppbyggingu staðarins, en eins og stendur virðist allt benda til þess að þetta eigi að verða tvískipt, annars vegar veitingastaður, og hinsvegar ölstofa.

"Ölstofan" mun að mestu leyti vera rekin utandyra, sem er auðvitað frekar strembið mál þar sem ekki má selja áfengi eða neyta þess undir berum himni eftir að klukkan hefur sagt til um ákveðinn tíma, Við ætlum því að reyna að hafa sem mest uppistand yfir daginn, eins og t.d. lifandi tónlist og grillmat sem verður seldur gestum og gangandi. "Garðurinn" sem við höfum til umráða er nokkuð stórt svæði girt af með háum steypuveggjum og inngengt er um hlið frá götunni. Það er einnig hægt að komast á útisvæðið út úr húsinu sjálfu, sem og fólki býðst að nýta salernisaðstöðuna innandyra. Við höfum einnig tjald til að reisa yfir þetta svæði og við erum búin að vera að skoða hitara til þess að halda svæðinu þægilegu þegar kólnar.

Veitingastaðurinn og það sem þar býðst verður fyrst um sinn meira og minna undir stjórn kokksins, hann hefur ýmsar hugmyndir sem eru kannski frekar óhefðbundnar, en við ætlum að sjá til með hvernig það gengur. Maturinn á að vera tiltölulega léttur, mikið um smárétti og svokallaða "smökkunarmatseðla".

Þetta er allt spánnýtt og óráðalagt, staðurinn mun ekki opna fyrir almenningi í einhvern tíma, það er margt sem þarf að gera upp og lagfæra, pússa, mála, smíða, og það á frekar stuttum tíma.

Og þá kemur loksins pylsan í rúsínuendanum; Mig langaði að biðja ykkur, mína göfugu og vel lesnu samlýtinga, að segja mér hvað ykkur dettur í hug að þessi staður gæti heitið. Það er búið að skeggræða þetta mál fram og til baka, og okkur vantar hreinlega nafn, eða tvö - því garðurinn má líka bera sitt eigið. Allar tillögur hjálpa, og eins og stendur erum við algerlega hugmyndasnauð (eða heldur, eigum erfitt með að komast að samkomulagi) svo að mig langar að búa til lista með öllum bestu hugmyndunum sem er svo hægt að velja úr.

Með fyrirfram þökkum fyrir alla hjálp sem fæst!

   (4 af 17)  
4/12/07 17:01

Texi Everto

- Brjálaða baunin.
- Klárinn.
- Hestaskál.
- Léttmeti Léttfeta

4/12/07 17:01

Hóras

Fjólubláa Frystikistan!

4/12/07 17:01

Gísli Eiríkur og Helgi

Mér finst að staðurinn gæti hreinlega heitið Staðurinn . það gæti þá heitað við mætum á staðinn tld fólk segir varstu á staðnum í gær og allir vita hvað við er átt

4/12/07 17:01

Gísli Eiríkur og Helgi

Eða Eini staðurinn

4/12/07 17:01

Andþór

Mér finnst tillaga GEH algjör snilld!

4/12/07 17:01

Bleiki ostaskerinn

Garðurinn getur heitið Útihúsið og veitingastaðurinn Innihúsið

4/12/07 17:01

Garbo

Það er reyndar veitingastaður á Akureyri sem heitir Staðurinn.

4/12/07 17:01

Texi Everto

Ég er með fínar tillögur hérna fyrir ofan. Samt vil ég fá að vita meira um pleisið. Hvar er þetta svona sirka og hvernig er umhorfs? Einhver saga á bak við pleisið?

4/12/07 17:01

Ívar Sívertsen

KAFFI BLÚTUR!!!!!

Hvar er þetta annars?

4/12/07 17:01

B. Ewing

Kaffi Kaffi

Kaffi Með'í

Roknafallegi stuðstaðurinn hennar Rýtingu.

4/12/07 17:01

Hexia de Trix

Rýtukaffi?

4/12/07 17:01

Huxi

Matstofa Hvæsa.
Er hann ekki annars kokkur hjá ykkur?

4/12/07 17:01

Ívar Sívertsen

Staðsetningin finnst mér skipta öllu máli með nafn á stað. EF þetta er í útjaðri Grundarfjarðarkaupstaðar þá finnst mér passa að kalla það Sveitasæla en staður með því nafni í miðborg Reykjavíkur væri mjög fáránlegur.

4/12/07 17:01

Gísli Eiríkur og Helgi

Geitin Heiðrún ? Úr spenum hennar rann daglega svo mikill mjöður að hann nægði öllum einherjum í Valhöll :

4/12/07 17:02

Tina St.Sebastian

Fljúgandi nunnan?
Magrathea?
Tardis?

Ninkasi var bjórgyðja Súmera...
"Skreppum á Ninkasi annað kvöld!"

Garður jarðneskra lystisemda?

Annars er uppástunga Ívars auðvitað þottpétt.

4/12/07 17:02

Hexia de Trix

Ég er svo gamaldags að mér finnst það eigi að vera íslenskt.

4/12/07 17:02

Tigra

Tigra rúlar!

4/12/07 17:02

Tigra

eða... -Brunnurinn- "þar sem allir fara að slökkva þorstanum."

4/12/07 17:02

Hexia de Trix

Brunnurinn - ég er hrifin af því.

4/12/07 17:02

Skabbi skrumari

Áka-Víti

4/12/07 17:02

Hexia de Trix

Er það ekki bara ef einhver Áki er viðriðinn málið? [Glottir]

4/12/07 17:02

Skreppur seiðkarl

Á klósettdyrunum gæti staðið Kamrakumr, svæðið með tjaldinu gæti verið hitað upp með gólfhita (sé það steypt/hellulagt) og verið kallað "Klór ðe kokk" og staðurinn sjálfur gengið undir nafninu Klúrhús.

4/12/07 17:02

Vladimir Fuckov

Kóbalt-eitthvað (t.d. Kóbaltkaffi) [Ljómar upp]

4/12/07 17:02

krossgata

Knoll og Tott.

4/12/07 17:02

krossgata

Eða kannski ekki... það yrði bara misskilið.

4/12/07 18:00

Upprifinn

Hoj og slank. (Staður fyrir bloggara og venjulegt fólk.)

4/12/07 18:00

Jóakim Aðalönd

Nokkrar frá mér:

Leynigarðurinn (kannske of klisjukennt), Ölgarðurinn (aðeins betra), Grillgarðurinn (ekki mjög frumlegt), Útistofan, Gub-bar, Lionbarinn, Veðurbarinn (þar sem þetta er úti. Sennilega kæmu veðurfræðingar þangað eftir spá daxins. Bíddu, heitir ekki einhver annar bar ,,Veðurbarinn"?), nú eða þá Fannbarinn.

4/12/07 18:00

Rattati

Ef að matsölustaðurinn verður í dýrari kantinumgæti hann heitið Hausinn. Ölstofan á svo nátturulega að kallast Felgan.

4/12/07 18:01

Texi Everto

Ölstofan: Útgarður
Veitingastaðurinn: Frjálst Tíbet

4/12/07 18:01

B. Ewing

Fannbarinn er barinn uppi í Hrauneyjum. Þetta áttu að vita Jóki. Svo var Veðurbarinn einhversstaðar á suðurnesjunum ef ég man rétt.

4/12/07 18:01

Skabbi skrumari

Lú-barinn...
Ara-bar...

4/12/07 18:01

Álfelgur

Rabba-barinn eða Barbara-bar [Ljómar upp]

4/12/07 19:00

Ívar Sívertsen

Rabba-bar er á Patró. Kam-bar var í Verahvergi. Hér-inn var á Laugavegi.

Ef þetta er á höfuðborgarsvæðinu þá væri sniðugt að kalla veitingastaðinn Central, garðinn Central Park og barinn Miðbarinn...

Ef þetta er hins vegar á landsbyggðinni þá væri sniðugt að kalla þetta Veitingastaðurinn Léttir réttir. Garðurinn héti þá Réttin.

4/12/07 19:00

Hakuchi

Góða Rýtinga, hvernig í limlestum lemúrum getur þér ekki dottið neitt nafn í hug þegar svarið blasir við þér eins og bústið bjarndýr!?

Eina nafnið af nokkru viti er þinn gamli vinnustaður: Káta Kanían. Kostir heitisins blasa við; það er stuðlað, það er hlýlegt og auðvelt að muna.

Þú gætir síðan notfært þér þína umtalsverðu teiknihæfileika til að hanna fallegt og notalegt skilti myndskreitt með kanínu/kanínum.

Ég veiti þér hér með opinberlega leyfi til að nýta nafnið, endurgjaldslaust, í raunheimum.

4/12/07 19:01

Texi Everto

Hvað með að leita í norrænu goðafræðina, Miðgarður, Útgarður, Ásgarður og allt það?

4/12/07 19:02

Skreppur seiðkarl

Mér finnast Gub-bar og Veðurbarinn vera sniðug nöfn. Einhverjum í Mosabæ datt til hugar að nefna (ekki skíra, djöfull vildi ég að fólk hætti að tala um að skíra hluti) barinn sinn Lú-barinn. Hér-inn er líka stórkostlegur orðaleikur.

Ég hygg samt að ef nöfnin ú goðafræðinni yrðu tekin þá myndu gestirnir einskorðast við hóp Fjallmyndarlegs fólks en aðrir gætu hugsað með sér að þetta væri einhver rokkbúlla.

Gæta verður að því að ef hópurinn sem miðast er við væri t.a.m. fólk yfir 22 árum með smá dass af klinki í vösum sínum, þá verður nafnið að höfða til þess.

Ef ákveðið yrði að tálga til sín karlmenn þá gæti nafnið verið "Hóruhúsið" sé gróft dæmi tekið. Fyrir konur yrði nafnið að vera "Stöddinn" eða álíka. Svo gæti jafnvel verið hugmynd að fara rakleiðis bakleiðis og bæta litlu 'r' aftan við 'B' í VÍ-BARINN.

En einsog ég heyrði einn hljóðfæraleikara segja í úbvartinu um daginn; "Ég átti auðveldara með að finna nafn á dótturina en hljómsveitina mína."

4/12/07 19:02

Álfelgur

Nei, mér finnst ennþá Bar-bara-bar flottasta nafnið...

4/12/07 22:01

Blástakkur

Ég lýsi hér með yfir vanþóknun minni á öllum þessum plebbalegu orðaleikja-nöfnum sem hér hafa verið sett fram.

Hér eru mínar tillögur: Gullhofið, Þúsaldarhvelfingin, Ljós heimsins eða Bilskirnir.

Einnig mætti notast við nöfn úr hinum enda litrófsins: Drykkjumannakofinn eða Feita mjaltakonan.

Nú síðan væri áreiðanlega hægt að kalla þetta bara Krásir og Mjöður.

Ég er hreinlega að springa úr hugmyndum en ég læt þetta nægja.

4/12/07 22:01

Álfelgur

Ég lýsi hér með yfir vanþóknun minni á vanþóknun Blástakks og krefst þess að hans eigin vanþóknun verði allsnarlega dregin til baka ellegar verði hann sendur í Skrumgleypinn!

Rýtinga Ræningjadóttir:
  • Fæðing hér: 8/6/04 15:37
  • Síðast á ferli: 6/9/11 00:27
  • Innlegg: 750
Eðli:
Hálf púkalegur kven-ári, sem hikar ekki við að ljósta náungan með heiftarlegum fólskubrögðum og illvirkjum. Finnst kirsjuberjabragð af nammi og ís gott.
Fræðasvið:
Tungumál, sjaldgæfar og sjaldlesnar bókmenntir, Tónlist spiluð á sög og snúna málmhlunka.
Æviágrip:
Sem ung stúlka ólst hún upp með tveim stjúpsystrum sínum og stjúpmóður. Eftir að hafa þolað oflæti þeirra og ósvífni í hennar garð fór hún á sjálfsvarnarlistarnámskeið, og eftir það hefur aldrei heyrst meira í (eða til) stjúpmæðgnanna. Þegar henni tók að leiðast íslenskt smábæjalíf, tók hún upp á því að ferðast sem laumufarþegi með skipi til Asíu. Þegar hún kom heim á ný ákvað hún að breyta enn um stefnu, og stefndi beint á undirheima. Þar var henni breytt í ára, heldur hún þeim titli hátt á lofti og berst illyrmislega fyrir bættum réttindum púka og skrímsla.