— GESTAPÓ —
Rýtinga Ræningjadóttir
Fastagestur.
Gagnrýni - 3/11/05
Besta Jólagjöfin

Skemmtileg jólagjöf að mér sýndist sem er á almannafæri

Ég var í mjög hátíðlegum og þægilegum bíltúr með múttu túttu og litlu systur núna áðan, svona að kíkja á einhverja ættingja og bera saman gjafir. Bíltúrinn óx nú samt aðeins frá upprunalegum plönum, því að í staðinn fyrir að halda okkur við Breiðholtið og Hafnarfjörð eins og áætlað var ákváðum við að taka smávægilegan útúrdúr niður í miðbæ.

Þegar við keyrðum Miklubrautina og vorum við BSÍ sá ég þegar við keyrðum undir umferðarbrúnna sem þarna er var eitthvað hvítt strengt upp á handriðið, sem og á næstu tveim brúm (göngu-).

Á lökunum þrem stóð einfaldlega;

Hey Konni

Ég elska þig meira en allt

Kv. Stefs

Stefs fær því 5 stjörnur fyrir frumleika og viðleitni, og ég vona að Konni sé mjög hamingjusamur maður. Auk þess fannst mér þetta fyndið og skemmtilegt, sem og þetta bætti góða skapið er hafði skapast í stemningunni við það að hlusta á það snilldarjólalag "Stop the Cavalry" með Jona Lewie.

Annars óska ég ykkur öllum Fleðulegra Fóla og smeðjulegra óla, lömbin mín, og megi hátíðirnar fara sem best í ykkur!

   (6 af 17)  
3/11/05 01:01

Anna Panna

Ahaha, mér finnst þetta hrikalega sætt hjá Stefs, Konni hlýtur að hafa verið ánægður með þetta!

Gleðileg jól, eðjuleg gól og allt það...

3/11/05 01:01

Ívar Sívertsen

Já bleðlaleg spól

3/11/05 01:01

Hexia de Trix

Já þetta er óskaplega skemmtileg hugmynd. Við skulum vona að Konna sé ekki illa við athygli og hafi áhyggjur af almenningsálitinu, því ef svo er þá gæti þetta hrokkið eitthvað öfugt ofan í hann.

Ég ætla nú ekki að yfirtaka göngubrýr í miðbæ Reykjavíkur, en kannski ég skelli þessu hér inn:

ÍVAR! ÉG ELSKA ÞIG!
ÞÍN HEXIA.

3/11/05 01:02

Gísli Eiríkur og Helgi

´Gleðileg jól Rýtinga. þú átt póst í póstkassanun

3/11/05 02:00

Jóakim Aðalönd

Hey Gestapóar og ritstjórn

Ég elska ykkur meira en allt

Kv. Jóki

3/11/05 02:01

Hakuchi

Þetta slær úr Sigmund Freud hasarfígúruna sem ég fékk.

Gleðileg jól.

Rýtinga Ræningjadóttir:
  • Fæðing hér: 8/6/04 15:37
  • Síðast á ferli: 6/9/11 00:27
  • Innlegg: 750
Eðli:
Hálf púkalegur kven-ári, sem hikar ekki við að ljósta náungan með heiftarlegum fólskubrögðum og illvirkjum. Finnst kirsjuberjabragð af nammi og ís gott.
Fræðasvið:
Tungumál, sjaldgæfar og sjaldlesnar bókmenntir, Tónlist spiluð á sög og snúna málmhlunka.
Æviágrip:
Sem ung stúlka ólst hún upp með tveim stjúpsystrum sínum og stjúpmóður. Eftir að hafa þolað oflæti þeirra og ósvífni í hennar garð fór hún á sjálfsvarnarlistarnámskeið, og eftir það hefur aldrei heyrst meira í (eða til) stjúpmæðgnanna. Þegar henni tók að leiðast íslenskt smábæjalíf, tók hún upp á því að ferðast sem laumufarþegi með skipi til Asíu. Þegar hún kom heim á ný ákvað hún að breyta enn um stefnu, og stefndi beint á undirheima. Þar var henni breytt í ára, heldur hún þeim titli hátt á lofti og berst illyrmislega fyrir bættum réttindum púka og skrímsla.