— GESTAPÓ —
Rýtinga Ræningjadóttir
Fastagestur.
Dagbók - 9/12/05
Kostir firringarinnar

Eða "Ekkert er alslæmt ef á það er litið frá öðrum sjónarhóli"

Ég áttaði mig á því að það er kannski ekki allt slæmt við samtímamenningu og -tækni. Nefnilega samskiptin á milli fólks og valdið sem maður hefur yfir þeim.

Persónulega hef ég ekkert sérstaklega mikinn áhuga á því að umgangast fólk. Mér þykir gaman að horfa á það og heyra af því, hugsanlega koma því til að hlæja, en þá eins og skemmtikraftur sem yfirgefur sviðið að skemmtun lokinni. Í gegnum ævina hef ég ekki lagt það í vana minn að hrúga í kringum mig svokölluðum "vinum", heldur haldið mig við einstaka samsærismann eða aðra einfara með svipaðar lífsskoðanir og ég sjálf. Ég hef oftar en ekki lent í því að fólk hefur sótt í minn félagsskap án þess að ég hafi nokkurn áhuga á að endurgjalda vináttuna - þetta er væntanlega hrokafylli í mér, en ég vil hafa það ákvörðunarvald að velja mína vini sjálf.

Þar kemur svo nútímatæknin skemmtilega til móts við mig. Hægt er að slökkva á samskiptum á innan við mínútu, senda örskilaboð á farsíma til að tilkynna opinberlega um endalokin, eyða manneskju úr öllum skrám. Bíða svo bara rólegur eftir að fólkið líði letilega úr minninu sem er orðið sljótt af ofdekri lista og geymsluskráa, þannig að það ætti ekki að taka langan tíma. Fólkið í kringum mann þarf ekki að vera meira en nafn á skjá eða holdlaus raust í símaskrapatóli, samskiptin verða ópersónulegri og á endanum fullkomlega undir stjórn manns sjálfs. Ég þarf ekki lengur að verða vitni að viðbrögðum annarra þegar ég sendi þá í sorptunnu huga míns.

Þannig að ég þakka tækninni, því hún hefur rænt mig tilfinningunum (ég get villt fyrir um þær með svokölluðum "brosfígúrum"), hvíl í friði þeir vinir fortíðarinnar sem ég hef gleymt og fyrirgefi mér þeir vinir nútímans sem ég mun gleyma síðar.

Ég óska ykkur því öllum til hamingju með framtíðina! Til hamingju með blekkinguna!

   (12 af 17)  
9/12/05 21:01

Finngálkn

Þú þjáist af félagsfælni. Þeir sem leita í þinn faðm eru graðnaglar eða þeir sem skynja vanlíðan þína sterkt og vilja hjálpa.

9/12/05 21:01

Rýtinga Ræningjadóttir

Sæll Finngálkn. Ég veit þetta en takk fyrir að benda mér á það samt sem áður.

Og graðnaglarnir eru skemmtilegri því að það er hægt að spila aðeins með þá.

9/12/05 21:02

Nermal

Tæknin er góð..... og það er ekkert að smá félagsfælni.

9/12/05 21:02

Offari

Ertu að fara senda uppsagnarbréf með sms?
Ég þjáist af verri félagsfælni, ég vill umgangast fólkið en fólkið fælist félagsskap minn.

9/12/05 21:02

Þarfagreinir

Það besta við samskipti í gegnum tækni er að maður getur hætt um leið og maður nennir ekki meiru.

9/12/05 21:02

Tigra

ÉG ER VINUR ÞINN! EKKI ÖRVÆNTA!

9/12/05 21:02

Rýtinga Ræningjadóttir

Neits! Þú ert byltingarsinnað tígrisdýr í miklu uppáhaldi hjá mér!

9/12/05 21:02

Tigra

Ókey. Ég skal sætta mig við það
[Glottir]

9/12/05 22:00

Skabbi skrumari

Mig vantar nýjan pennavin...

9/12/05 22:01

Jóakim Aðalönd

Mig vantar nýjan penna.

Annars er ég ánægður með að þú skulir hafa rutt þér til rúms á ritvellinum aftur Rýtinga. Það var eftirsjá af þér þegar þú hættir á sínum tíma.

Skál!

9/12/05 22:01

misheppnað skápanörd

Skæri nútímans eru beitt, þau klippa af fólki tilfiningar, fela þær svo. Vonandi finnast þær aftur því ég held að sterkar tilfiningar séu eitt það besta sem kemur fyrir mann, jafnvel slæmar. Slæmar sterkar tilfiningar (depurð, hatur) segja manni bara að maður geti haft alveg jafn sterkar góðar tilfiningar (ást og hamingja)
Vonandi finnurðu afklippta eða sljóvaða bútinn sem vantar því sterkar tilfiningar eru yndislega jafnvel þó þú getir ekki stjórnað þeim.

Rýtinga Ræningjadóttir:
  • Fæðing hér: 8/6/04 15:37
  • Síðast á ferli: 6/9/11 00:27
  • Innlegg: 750
Eðli:
Hálf púkalegur kven-ári, sem hikar ekki við að ljósta náungan með heiftarlegum fólskubrögðum og illvirkjum. Finnst kirsjuberjabragð af nammi og ís gott.
Fræðasvið:
Tungumál, sjaldgæfar og sjaldlesnar bókmenntir, Tónlist spiluð á sög og snúna málmhlunka.
Æviágrip:
Sem ung stúlka ólst hún upp með tveim stjúpsystrum sínum og stjúpmóður. Eftir að hafa þolað oflæti þeirra og ósvífni í hennar garð fór hún á sjálfsvarnarlistarnámskeið, og eftir það hefur aldrei heyrst meira í (eða til) stjúpmæðgnanna. Þegar henni tók að leiðast íslenskt smábæjalíf, tók hún upp á því að ferðast sem laumufarþegi með skipi til Asíu. Þegar hún kom heim á ný ákvað hún að breyta enn um stefnu, og stefndi beint á undirheima. Þar var henni breytt í ára, heldur hún þeim titli hátt á lofti og berst illyrmislega fyrir bættum réttindum púka og skrímsla.