— GESTAPÓ —
Rýtinga Ræningjadóttir
Fastagestur.
Dagbók - 9/12/05
Forheimsk

Örstutt hugleiðing um eigin hagsmuni.

Það kom upp um dagana að ég væri hugsanlega haldin vægu tilfelli af þágufallssýki. Ég brást illa við því ég hef jafnan hreykt mér af fremur góðri málnotkun og vildi ólm bæta mig og mína galla. Það er kannski líka þess vegna sem ég sit hér, reyni að koma friðsamlega í veg fyrir að hrokinn velli út um eyru mín, og hugsa minn gang. Ein ástæðan sem mér kom til hugar var sú að ég hafi nú verið einkar lengi fjarverandi frá gáfumannasamfélaginu Baggalútíu, að ég þurfi að endurnýja tengsl mín við þennan forláta stað, og hlýða hér á vel skrifaða og spaugilega pistla til að bæta kunnáttuna á móðurmálinu. Aðrar leiðir hafa t.d. verið að lesa bókmenntir, bæði þýddar og frumsamdar á þeim fagurgala.

Þar að auki barst mér vindur af hugsanlegri árshátíð. Kannski það sé bara kominn tími á að mæta á slíka skemmtun, í þetta eina skipti fyrir öll hin sem ég hef ekki látið sjá í svo mikið sem hala.

Lengi lifi Baggalútía!

   (15 af 17)  
9/12/05 12:01

Þarfagreinir

Forheimsk ... þýðir það ekki að vera í ástandinu sem kemur á undan heimsku? Og eru það ekki gáfur?

9/12/05 12:01

Anna Panna

Já, þetta er góð hugmynd hjá þér, ef það bætir ekki málfarið að venja komur sínar hingað þá eflir það að minnsta kosti andann.
Haltu þig samt frá sandkassaþræðinum Mér langar, hann gæti valdið bakslagi í batanum...

9/12/05 12:01

Offari

Lifi Baggalútía.

9/12/05 12:01

Haraldur Austmann

Mín er eignarfallssjúks.

9/12/05 12:02

Hakuchi

Það er aðdáunarvert að þú skulir horfast í augu við vandann og reyna að taka á honum. Öll vitum við að fyrsta skrefið fyrir þágufallssjúklinga er að viðurkenna vandann fyrir sjálfum sér.

Ég óska þér góðs á þínum batavegi.

9/12/05 13:00

Tigra

Yay! Púkinn minn snýr aftur!

9/12/05 13:01

Jóakim Aðalönd

Gaman að fjá þig aftur Rýtinga!

9/12/05 14:00

Skoffín

Mér finnst þú bara andskoti greind ef ég segi alveg eins og er! Hins vegar skynja ég í orðum þínum kunnugleg áhrif sem tengjast m.a. ónefndum íslenskufimmhundruðáfanga í ónefndum menntaskóla við Hamrahlíð. Gæti það verið?

9/12/05 18:00

misheppnað skápanörd

Einhver undarleg lykt er af þessu seinasta "orði í belg" en ekki er ég betri í íslensku en svo að ég get ekki lýst þessari lykt með íslensku orði. Líklega vantar greindina þar en ekki kemur hún frá ónefndum íslenskufimmhundruðáfanga í ónefndum Menntaskóla við Hamrahlíð það veit ég fyrir víst.

9/12/05 18:00

Rýtinga Ræningjadóttir

Nei. Þetta skot kom úr verstu átt, eða þ.e.a.s. fá vinkonu sem ég treysti. Söss og svei.

Rýtinga Ræningjadóttir:
  • Fæðing hér: 8/6/04 15:37
  • Síðast á ferli: 6/9/11 00:27
  • Innlegg: 750
Eðli:
Hálf púkalegur kven-ári, sem hikar ekki við að ljósta náungan með heiftarlegum fólskubrögðum og illvirkjum. Finnst kirsjuberjabragð af nammi og ís gott.
Fræðasvið:
Tungumál, sjaldgæfar og sjaldlesnar bókmenntir, Tónlist spiluð á sög og snúna málmhlunka.
Æviágrip:
Sem ung stúlka ólst hún upp með tveim stjúpsystrum sínum og stjúpmóður. Eftir að hafa þolað oflæti þeirra og ósvífni í hennar garð fór hún á sjálfsvarnarlistarnámskeið, og eftir það hefur aldrei heyrst meira í (eða til) stjúpmæðgnanna. Þegar henni tók að leiðast íslenskt smábæjalíf, tók hún upp á því að ferðast sem laumufarþegi með skipi til Asíu. Þegar hún kom heim á ný ákvað hún að breyta enn um stefnu, og stefndi beint á undirheima. Þar var henni breytt í ára, heldur hún þeim titli hátt á lofti og berst illyrmislega fyrir bættum réttindum púka og skrímsla.