— GESTAPÓ —
Anna Panna
Heiðursgestur.
Gagnrýni - 8/12/09
Heimili mitt, útlönd.

Þetta félagsrit er skrifað í nákvæmlega sama tilgangi og nýlegt félagsrit Garbo.

Það er alveg hreint ágætt að búa í útlöndum. Hér fæst nánast allt til alls, nema þá kannski kleinur og almennilegt suðusúkkulaði. Vatnið er alveg ágætt, veðrið mátulega skítt, búðir eru nánast þær sömu og uppi á Íslandinu og hér er boðið upp á hið fínasta stjórnskipulag, ennfremur býr hér víðsýnt og meðvitað fólk sem upp til hópa lifir aldeilis ágætu lífi.
Dagskrárgerð í sjónvarpi mætti þó vera betri og að því nefndu verð ég að biðja lesendur að forðast í lengstu lög að horfa á hérlenda raunveruleikasjónvarpsþætti, sérstaklega þá sem fjalla um ungar (hvítrusls) mæður, appelsínugula einhleypinga og ungt plastfólk sem dvelur á hóteli, kennt við paradís.
Í allt fá útlönd 4 stjörnur af 5 mögulegum sökum ofangreindra vankanta en þar til annað kemur í ljós, finnst mér nákvæmlega ekkert að því að kalla þetta heimili mitt!

Góðar stundir.

   (1 af 21)  
8/12/09 22:00

Garbo

Það venst sjálfsagt að búa í útlöndum ef maður hefur allar helstu nauðsynjar. Maður ætti kannski að prófa þetta einhvern tímann.

8/12/09 22:00

Billi bilaði

Mér finnst samt að báðir broskarlarnir á hjólinu á myndinni hefðu átt að snúa upp.

8/12/09 22:00

Grágrímur

Búðirnar eru ekki þær sömu, það sárvantar Nexusbúð...
Annars er ég alveg sammála þér. Sérstaklega með sjónvarpið.

8/12/09 22:00

Hvæsi

Já, útlönd eru góður staður til að vera á, þó að veðrið í mínu útlandi sé líklega minna skítt en þínu.
Einnig læðist að mér sá grunur að tungumálið sé eilítið meðfæranlegra hjá þér enda talar fólkið hérna svo óskiljanlega að ég held að það sé auðveldara að ég fari í það verkefni að kenna öllum hér íslensku frekar en að eg læri þessa vitleysu.

8/12/09 22:01

Huxi

Þráfaldlega hefur sá orðrómur komið upp að til sé eitthvað sem kallað er útlönd. Ég er þess samt algerlega fullviss að þetta séu ýkusögur og plat og hin svokölluðu ´útlönd´ séu eingöngu afskekktir hreppar í og líttkönnuð annes í hinni víðfeðmu og alltumlykjandi Baggalútíu.

8/12/09 22:01

Upprifinn

Grágrímur! Á ég að senda þér svitalykt í poka. <Glottir eins og fífl.>

8/12/09 22:01

Kargur

Útlönd standast engan veginn samanburð við Ísland.

8/12/09 23:00

Grágrímur

Kargur það er rétt og ég hvet alla sem hafa fengið óbeit á Íslandi til að kíkja á útl0nd og jafnvel setjast að þar í smá tíma, Ísland verður algert dúndur við það.

Og Uppi nei takk. <[glottir líka]

9/12/09 02:01

krossgata

Þegar ég hef komið í meint útlönd finnst mér loftið aldrei fullkomlega eðlilegt og verð alltaf glöð að anda að mér brakandi fersku loftinu hérna heima. Er loftið sæmilegt í þessu umtalaða útlandi/annesi?

9/12/09 02:01

Hvæsi

Ja, loftið er gott, og það er um 34 gráðu heitt þannig að já, það er bara mjög gott.

9/12/09 06:01

Anna Panna

Loftið í mínu útlandi er ferskt og gott. Kannski af því að ég bý úti í svokölluðu rassgati en ekki inni í miðri bílamengaðri borg!

9/12/09 07:02

Z. Natan Ó. Jónatanz

Takk fyrir fróðlega & góða úttekt... Ég hef nú reyndar, í örfá skipti, kynnst fólki sem hefur kvaðst vera frá þessum meintu útlöndum. Skyldu nú hin margumtöluðu & títtvéfengdu útlönd vera til í raun & veru – þá vildi ég gjarnan biðja ykkur, sem þykist þar vera stödd, fyrir kærar kveðjur til þessara meintu kunningja minna.

1/11/09 12:00

U K Kekkonen

Ég er mjög sáttur hér í hinum svolölluðu Útlöndum. Og verð að viðurkenna að mig langar bara ekkert að búa Íslandi... Reyndar er þetta rétt með kleinurnar og sjónvarpsefnið en súkkulaðið er fínt og nú fær maður meira að segja skyr úti í búð.

2/11/09 15:01

Agnes_Rjúpa

Spes, bíð í það!

Anna Panna:
  • Fæðing hér: 5/5/04 12:08
  • Síðast á ferli: 16/12/23 11:57
  • Innlegg: 4727
Eðli:
Óeðlileg í flesta staði.
Fræðasvið:
Nýliðun í sögu Bagglýska heimsveldisins og innflytjendafræði.
Æviágrip:
Anna Panna Pottfjörð endurfæddist á dimmu haustkvöldi í rigningu og roki og verður ævin ágripuð eftir þörfum.
1. ágrip: Eftir þokukennd ár í landi Ísa gerðist fröken Panna hluti af útrásarher bagglýska heimsveldisins í Danmörku.
2. ágrip: Fæst nú einnig með háskólagráðu