— GESTAPÓ —
Anna Panna
Heiðursgestur.
Dagbók - 3/12/07
Hagyrðingamót í Baggalútíu þann 9. mars 2008

Það er alveg að koma að því...

Takið eftir, takið eftir!!!

Sunnudaginn 9. mars kl 21:00 verður haldið hagyrðingamót í samkomusal Baggalútíu. Ort verður út frá eftirfarandi:

1. Kynning (að þessu sinni er beðið um kynningu í formi öfugmæla, þó verður tekið við hefðbundnum kynningum að venju)

2. Líkamsrækt og/eða annað púl

3. Rómantík

4. Uppáhalds staðurinn þinn (í öllum heiminum)

5. Páska-eitthvað (þið ráðið)

6. ******** * ***!

   (6 af 21)  
3/12/07 05:01

Regína

Þetta síðasta: Merkir það ,,lofausun á mig"? Eða ,,blútglas í þig"?

Eða ,,eitthvað í dag"?

3/12/07 05:01

Tigra

Mm...hhmmmm.. kannski maður prófi að kíkja svona einu sinni?

3/12/07 05:01

Andþór

Viu viu! [Ljómar upp]

3/12/07 05:01

Offari

Ég verð að mæta annars merkir Billi við skróp í kladdan hjá mér.

3/12/07 05:02

Hvæsi

Má ég vera með ?

3/12/07 05:02

Snabbi

Ekki verður skráð við skróp,
skammlaust mætir drengur.

3/12/07 05:02

Útvarpsstjóri

Reyni að mæta.

3/12/07 05:02

Upprifinn

Ég yrði mjög hissa ef ég gæti mætt.

3/12/07 05:02

Nermal

Vá... það er svakalega langt síðan ég tók þátt síðast.

3/12/07 05:02

Skabbi skrumari

Ég reyni að mæta... mér sýnist nefnilega stefna í metþáttöku...

3/12/07 06:00

Billi bilaði

Þetta er kl. 8 á mánudagsmorgun hjá mér - en þar sem mánudagurinn er almennur frídagur í Tasmaníu, þá ætti ég að geta mætt, ef ég sef ekki yfir mig.

3/12/07 06:02

Jóakim Aðalönd

Ég kem að sjálfsögðu ekki.

3/12/07 09:01

Regína

Það lítur ekki út fyrir að ég komi heldur.

3/12/07 10:00

Billi bilaði

Skabbi þarf að reyna betur næst.

Anna Panna:
  • Fæðing hér: 5/5/04 12:08
  • Síðast á ferli: 16/12/23 11:57
  • Innlegg: 4727
Eðli:
Óeðlileg í flesta staði.
Fræðasvið:
Nýliðun í sögu Bagglýska heimsveldisins og innflytjendafræði.
Æviágrip:
Anna Panna Pottfjörð endurfæddist á dimmu haustkvöldi í rigningu og roki og verður ævin ágripuð eftir þörfum.
1. ágrip: Eftir þokukennd ár í landi Ísa gerðist fröken Panna hluti af útrásarher bagglýska heimsveldisins í Danmörku.
2. ágrip: Fæst nú einnig með háskólagráðu