— GESTAPÓ —
Anna Panna
Heiđursgestur.
Gagnrýni - 3/11/05
Ţorláksmessutónleikar

Ţađ er Ţorláksmessa, dururuudu dururududuuuuu...

Ţađ var á septemberkvöldi haustiđ 2005 ađ ég lagđi leiđ mína á efri hćđ Grandrokks til ađ hlýđa á hljómsveit nokkra sem hafđi ţá nýveriđ gefiđ út hljómskífu. Hljómsveitin var Köntrísveit Baggalúts og ţarna virtist framtíđ mín ráđin. Örlögin höfđu ćtlađ mér ađ verđa grúppía.
Síđan ţetta örlagaríka kvöld hef ég séđ hljómsveitina spila nokkrum sinnum á Nasa, á menningarnótt og svo auđvitađ á Grćna hattinum á Akureyri, alltaf gaman og alltaf geggjađ stuđ enda hef ég yfirleitt veriđ umkringd ykkur hinum vitleysingunum og ţađ er alltaf magnađ; stuđiđ og stemmningin engu lík og endalaust af orku fer í ađ dansa, syngja, klappa og blístra en yfirleitt má nú rekja hluta af upplifuninni til neyslu áfengra drykkja eins og telst vera eđlilegt í okkar íslenska samfélagi, ekkert ađ ţví.

Nú í kvöld fór ég hins vegar međ mínum kćra kćrasta í hús Iđnađarmannafélags Reykjavíkur ţar sem til stóđ ađ ofangreind hljómsveit myndi leika nokkur lög til ađ stytta eftirvćntingu og biđ okkar elstu barnanna eftir jólunum. Í stuttu máli sagt var ţetta bara alveg ný upplifun. Í stađinn fyrir ađ hafa pláss til ađ dansa og djamma og rugla í fólkinu í kringum sig međfram músíkinni voru tónleikagestir sitjandi í salnum og í fyrsta skiptiđ tók ég eftir ţví hvađ ţessi hljómsveit er GÓĐ á sviđi, ekki bara skemmtileg.
Ţađ skiptir auđvitađ máli hvađ ţeir ritstjórnarpiltar hafa fengiđ frábćra tónlistarmenn til ađ spila međ sér en ţađ sem mér fannst standa uppúr í kvöld var ţađ hvađ söngvararnir hljómuđu slípađir, ţađ var engu líkara en ađ einhver hefđi hreinlega límt raddirnar saman, allt passađi svo vel saman og útsetningarnar voru mjög vel unnar.

Nú man ég bara ekki eftir ţví ađ hafa tekiđ eftir ţessu áđur en ţađ gćti náttúrulega veriđ af ţví ađ ég er venjulega mjög svo upptekin af ađ syngja og dansa sjálf en ţarna sat ég dáleidd og hlustađi á unađsfagran sönginn í lögum á borđ viđ Stúlkan mín, How do you like Iceland, Undurfagra ukulelemćr og fleirum af fyrri diskunum tveimur. Af jóladisknum voru flutt lögin Kósíheit par exelans, Rjúpur, Gamlárspartý og Annar í jólum og hefđu ađ ósekju mátt vera fleiri, sérstaklega međ tilliti til tímasetningar tónleikanna en skýringin var sögđ sú ađ ekki vćru rétt hljóđfćri međ í för fyrir slíkan flutning (mér finnst ađ ţađ eigi ţá bara ađ ráđa sérstakan rótara til ađ sjá um svona hluti, ég vćri jafnvel til í ađ taka ţađ ađ mér sjálf). Stemningin í salnum var ţó fín ţrátt fyrir jólalagaskortinn og greinilegt ađ Baggalútsađdáendur leynast víđa.

Í heildina litiđ var ţetta yndisleg kvöldstund og ég komst bara í hiđ fínasta jólaskap ţegar jólalögin voru spiluđ, sérstaklega Kósíheit par exelans sem er ađ verđa uppáhaldsjólalagiđ mitt í öllum heiminum og var flutt tvisvar, veiiii!!!
Ég vil ađ endingu gefa tónleikunum 7 og hálfa stjörnu af 5, hálfa í frádrátt fyrir ađ vera ekki međ fleiri lög af jóladisknum og 3 í plús fyrir framlínuna sem stóđ sig frábćrlega.

Ég vona ađ ţiđ sem sáuđ ykkur ekki fćrt ađ mćta hafiđ veriđ međ kveikt á Rás 2 og hćkkađ í botn međan ţiđ kláruđuđ ađ pakka inn, baka, skreyta, elda eđa hvađ ţađ er nú sem fólk á alltaf eftir ađ gera á Ţorláksmessu og ađ endingu vil ég segja viđ ykkur öll:

GLEĐILEG JÓL!

   (14 af 21)  
3/11/05 00:00

Billi bilađi

Ég hlustađi í útvarpinu, ţó ég gćti ekki veriđ međ allt í botni vegna svefns annarra fjölskyldumeđlima.

Ég sá piltana á Oliver, og mér finnst líka alveg merkilegt hvađ ađalraddirnar tvćr passa gífurlega vel saman. Kósíheitin eru ekkert annađ en dásamleg í ţeirra flutningi.

Jú, og var rétt ađ enda viđ ađ pakka inn.

Gleđileg jól.

3/11/05 00:00

Ívar Sívertsen

Hefđi ég haft tíma ţá hefđi ég samt hlustađ á ţetta í útvarpinu ţví ađ ég ákvađ ađ nú yrđi eytt miklu meiri tíma međ börnunum.

3/11/05 00:01

hundinginn

Jeg svaf heima í bćli örţreyttur eftir jólatörnina.

3/11/05 00:01

Carrie

Sammála - ég fór á tónleikana og fannst ţeir himneskir. Mjög mikil stemmning og tónlistarmennirnir afar fćrir.

3/11/05 00:01

Ţarfagreinir

Kósíheitin eru ćđi, ađ ölum hinum ólöstuđum. Sem betur fer hef ég fest kaup á Jólum og blíđu, og mun ţví geta spilađ ţessi snilldarverk fyrir fjölskyldumeđlimi í kvöld.

3/11/05 00:01

albin

Ţetta útskýrir ýmislegt, ég heyrđi nefnilega ekki eitt einasta lag af diskunum ţeirra, en mörg önnur ţekkt lög heyrđi ég. Stemmingin á Nasa alveg ţrusu góđ, og aldrei hef ég nokkurn tíman heyrt salinn taka eins vel og kröftuglega undir. Alveg kyngi magnađ.

3/11/05 00:01

Heiđglyrnir

Gleđilega hátíđ Anna mín Panna ţér og öllum ţínum til handa...Riddarakveđja.

3/11/05 01:00

Vladimir Fuckov

Vjer heyrđum ţetta á Rás 2 og höfđum á tilfinningunni ađ ţetta vćru afar vel heppnađir tónleikar (kannski vćri ástćđa til ađ Bagglýtingar efndu einhverntíma til 'skipulagđrar hópferđar' á Baggalútstónleika ?)

Gleđileg Baggalútsjól.

3/11/05 01:00

Ívar Sívertsen

Vlad, ţetta voru afspyrnuslćmir tónleikar ţar sem okkur vantađi!

3/11/05 02:00

Jóakim Ađalönd

Já og mig líka. Hvađ á ađ ţýđa ađ hafa ţetta á Ţorláksmessu?!

3/11/05 02:01

Anna Panna

Tjah, mér finnst Ţorláksmessa ágćtis dagsetning fyrir Ţorláksmessutónleika...

Og albin, ţetta var ekki á Nösu, ţetta var í Iđnó...

Anna Panna:
  • Fćđing hér: 5/5/04 12:08
  • Síđast á ferli: 14/12/18 17:35
  • Innlegg: 4727
Eđli:
Óeđlileg í flesta stađi.
Frćđasviđ:
Nýliđun í sögu Bagglýska heimsveldisins og innflytjendafrćđi.
Ćviágrip:
Anna Panna Pottfjörđ endurfćddist á dimmu haustkvöldi í rigningu og roki og verđur ćvin ágripuđ eftir ţörfum.
1. ágrip: Eftir ţokukennd ár í landi Ísa gerđist fröken Panna hluti af útrásarher bagglýska heimsveldisins í Danmörku.
2. ágrip: Fćst nú einnig međ háskólagráđu