— GESTAPÓ —
Anna Panna
Heiðursgestur.
Sálmur - 1/12/05
Haiku tilraunir

Þetta er í fyrsta (og reyndar ábyggilega síðasta) skipti sem ég set inn eitthvað sem gæti flokkast sem sálmur. Mér hefur alltaf fundist haiku vera mjög áhugavert ljóðform og gerði nokkrar tilraunir til slíkrar ljóðagerðar fyrir nokkru. Hér er afraksturinn, ég tek fram að þetta eru tilraunir og ég veit ekkert hvort þetta er innihaldslega rétt eða ekki, bara nokkrar pælingar.

Bergmálar, ómar
Heyrist út í næsta dal
Getur ekki hætt

~~~

Myrkur úti, dimmt
Nóttin heltekur andann
Vill leika við mig.

~~~

Lítið grasstrá, grænt
fýkur mjúkt í vindinum
öruggt, fast í mold

~~~

Strýkur vanga minn
hönd nærgætinnar sálar.
Eignast mig í dag.

~~~

Ský á himni hátt
fullt af vatni og gasi,
hvað er þetta ást?

   (15 af 21)  
1/12/05 19:00

Isak Dinesen

Gott.

1/12/05 19:00

Gísli Eiríkur og Helgi

Fínt mjög fínt

1/12/05 19:00

Heiðglyrnir

Vel heppnuð tilraun Anna mín Panna.

1/12/05 19:00

Offari

Ekki láta þetta vera síðasta sálminn, þetta er flott. Takk

1/12/05 19:01

Anna Panna

Takk fyrir það strákar, ég held þá kannski áfram með þetta! [ljómar upp]

1/12/05 19:01

Þarfagreinir

Já mín elsku Anna,
enginn skal þér banna
hækur svo að hanna;
huga þinn að kanna.

1/12/05 19:01

Skabbi skrumari

Flott... salút

1/12/05 19:01

Lærði-Geöff

Flott hjá þær. Svo er þráður þarna inni einhversstaðar sem heitir Hæka.

1/12/05 19:01

Agúrkan

Þetta finnst mér afbragðs sálmur eða safn hæka. Ég veit að í stílnum er ráðlagt að forðast skáldamál og halda sig við bókstaflegar lýsingar, sem helst kalla fram skýrar myndir, enda fylgja hækum gjarnan myndir. Þó eru þessar reglur aðeins þarna til þess að miða við, ekki til að brjóta og skemma gæða myndir sem þú dregur svo skýrt fram í þessum línum.

Aftur ég tek ofan, enda hrifin af þessum stíl og vöknar um augu. Takk takk.

1/12/05 19:01

Grýta

Glæsilegt Anna Panna!
Mjög svo vel læsilegt!

1/12/05 20:00

dordingull

Sniðugt form sé vel með það farið eins og hér.

10/12/05 03:01

hvurslags

Já flott, fram að þessu höfðu allar þær hækur sem ég las hingað til innihaldið orðin hegri og reyrsefi...en þessi brýtur loks hina austurlensku gróðurfjötra af sér - sem er mjög ánægjulegt.

1/11/05 09:01

Anna Panna

Já, ég er rebell þegar kemur að haiku-gerð...

Anna Panna:
  • Fæðing hér: 5/5/04 12:08
  • Síðast á ferli: 16/12/23 11:57
  • Innlegg: 4727
Eðli:
Óeðlileg í flesta staði.
Fræðasvið:
Nýliðun í sögu Bagglýska heimsveldisins og innflytjendafræði.
Æviágrip:
Anna Panna Pottfjörð endurfæddist á dimmu haustkvöldi í rigningu og roki og verður ævin ágripuð eftir þörfum.
1. ágrip: Eftir þokukennd ár í landi Ísa gerðist fröken Panna hluti af útrásarher bagglýska heimsveldisins í Danmörku.
2. ágrip: Fæst nú einnig með háskólagráðu