— GESTAPÓ —
Anna Panna
Heiðursgestur.
Saga - 31/10/04
Af maurum

Á meðan ég bíð eftir því að tíminn líði soldið meira og ég geti farið heim úr vinnunni er ég að skoða gamalt efni og ákvað að deila með ykkur einkar skemmtilegri sögu úr eigin smiðju, ritsmíðuð að mestu fyrir mörgum árum. Vona ég að þið hafið gagn og gaman af.

Einu sinni var lítill fjólublár maur sem þurfti að sigrast á grænni, loðinni kónguló til að verða hetja í augum allra sem höfðu verið vondir við hann. Hann lagði hugrakkur af stað til að mæta grænu, loðnu kóngulónni og sagði við sjálfan sig: „Hehe, ég skal sko sýna þeim... Ég...” *SPLUTZT*

Og boðskapur sögunnar? Þú þarft ekki að sýna þig fyrir öðrum, þá kemur einhver og stígur á þig. Eða eitthvað svoleiðis.

   (21 af 21)  
31/10/04 09:02

Gísli Eiríkur og Helgi

Ég skil nú ekki alveg hvert þú ert að fara , en þó að þú sért að bíða eftir að komast úr vinnunni. Þú hlítur að vera í góðri vinnu sem getur drepið tíman með að skrifa á Baggalút. hvurslags vinna er þettað?

31/10/04 09:02

Anna Panna

Það er nú varla að ég skilji sjálfa mig mikið meira en helminginn af tímanum, Gísli Eiríkur og Helgi minn, hvað þá að ég ætlist til þess að aðrir skilji. En bið eftir að vinnutíma ljúki er alþjóðleg samkennd hinna vinnandi stétta, sjálf tilheyri ég stétt Verzlunarmanna skv. stéttarfélagstöxtum en vinn þó eigi í verzlun heldur við símaþjónustu við viðskiptavini ákveðins fyrirtækis. Það eru ekki margir sem nýta sér þjónustu mína í kvöld, þess vegna hef ég vel rúman tíma til að skrifa á Baggalút.

31/10/04 09:02

Gísli Eiríkur og Helgi

Aksel Sandemose skrev en bok som hette En flykting korsar sitt spår. Där tar hann upp Jantelagen som tyvärr
aldeles för många har tilägnat sig . Du skall inte tro att du är nogåt. Du skall inte tro att du är lika god som vi. Du skall inte tro att du är klokare än vi. o.s,v .Det är farligt att hålla tyst och bli osynlig när världen brakar åt helvete
Därför Älskade Anna Panna Mäste vi alla våga bli färglada myror och slåss mot dom ludna gröna spindlarna

31/10/04 09:02

Litli Múi

Skil ekki boðskapinn, en mjög litrík saga samt sem áður.

31/10/04 10:01

Lærði-Geöff

Ég hef kramið þónokkrar köngulærnar þar sem þær eiga það til að hertaka heimkynni mín á sumrin, halda víst að það sé klettur vegna dökks yfirbragð þess. En aldrei hef ég heyrt "SPLUTZT", kannski ég þurfi bara að hlusta betur.

Anna Panna:
  • Fæðing hér: 5/5/04 12:08
  • Síðast á ferli: 16/12/23 11:57
  • Innlegg: 4727
Eðli:
Óeðlileg í flesta staði.
Fræðasvið:
Nýliðun í sögu Bagglýska heimsveldisins og innflytjendafræði.
Æviágrip:
Anna Panna Pottfjörð endurfæddist á dimmu haustkvöldi í rigningu og roki og verður ævin ágripuð eftir þörfum.
1. ágrip: Eftir þokukennd ár í landi Ísa gerðist fröken Panna hluti af útrásarher bagglýska heimsveldisins í Danmörku.
2. ágrip: Fæst nú einnig með háskólagráðu