— GESTAPÓ —
Muss S. Sein
Nýgræðingur.
Pistlingur - 2/11/03
Jólalög...

...sem fá mann ekki til að æla hamborgarahryggnum

Sem yfirlýstur skröggur ákvað ég að setja saman andspyrnu jólalaga-spilunarlista til að geta komist í rétta ég-þoli-ekki-jólastúss-stemmningu.

Því miður varð sá listi ekki langur, né getur hann rúllað lengi. Ég get þó huggað mig við það að það bætist lag við hann fyrir jólin, í formi jólalags Baggalúts, sem verður ábyggilega engu síðra en lögin sem áður hafa komið.

En vindum okkur í hvaða lögum ég gat sópað saman til að mynda þennan lista:

Við byrjum alvarlega, en það endist ekki lengi:

* Jethro Tull - Christmas Song
* Áblástur - Með klamedíu á jólunum
* Dáðadrengir - Mér hlakkar svo til

Og þá tekur Baggalútur við:

Jólalag Baggalúts 2001
Jólalag Baggalúts 2002: Jóla-jólasveinn
Jólalag Baggalúts 2003: Gleðileg jól
Aðventulag Baggalúts 2004: Kósíheit par exelans (nú geng ég út frá því að þau verði fleiri)

Á þennan lista vantar kannski helst lagið Grandma Got Run Over By A Reindeer, en það að 4 lög af 7 séu frá Baggalúti sína að það vantar fleiri metnaðarfulla listamenn í þennan, almennt, lágkúrulega geira tónlistar.

Þess má geta í framhjáhlaupi að ég lagði fram mjög áhugaverða hugmynd að þjóðþrifaverki í vinnunni í dag. Benti ég á að alls staðar í öllum verslunum yrðu spiluð jólalög næsta mánuðinn. Til að skapa tilbreytingu og létta fólki lund stakk ég upp á að í stað jólatónlistar yrði boðið upp á stanslaust þungarokk á vinnustaðnum mínum, með Iron Maiden í fyrirrúmi, ásamt Motörhead og Black Sabbath.

Skemmst er frá að segja að andstaða var nánast almenn, svo ég stakk upp á því að hafa pönkveislu í staðinn. Það virtist ganga vel, þar til ég fór að skemmta fólki með sögum af æviskeiði GG Allin, sem mér fannst tilvalinn til að leiða aðra frækna pönktónlistarmenn.

Mér er því fullljóst að það er framsóknarmenn alls staðar og maður er hvergi óhultur.

   (2 af 8)  
2/11/03 04:00

Skabbi skrumari

Fayritale of New York, á heima þarna og þá aðallega vegna textans...

2/11/03 04:00

Muss S. Sein

Jú, með The Pogues, ekki satt? Karl faðir minn á diskinn og það lag á vel heima í þessum félagsskap.

2/11/03 04:00

Skabbi skrumari

Jú, rétt Muss the pogues... skál og góða nótt, timburmenn og mórall hjá mér á morgun...hehe

2/11/03 04:00

Muss S. Sein

Sá sem hefur ekki kynnst timburmönnum og móral hefur ekki lifað lífinu. Svei mér þá... hvar eru nú broskallarnir?

2/11/03 04:00

Z. Natan Ó. Jónatanz

Afsakið, hafið þið heyrt íslenzkuðu útgáfuna af þessu ágæti? Heyrði bar óminn af þessu í lélegu bílútvarpi með miðstöðina á fullu, & hef því ekki myndað mér skoðun, en þætti forvitnilegt að vita hver þar er að ve

2/11/03 04:00

Muss S. Sein

Íslenskuðu útgáfuna af hverju, ágæti herra?

2/11/03 04:00

Muss S. Sein

Fyrirgefðu, en þetta er ölið að tala. Þú meinar Christmas in New York? Og nei. Ég ætti væntanlega að vera þakklátur?

2/11/03 04:00

Z. Natan Ó. Jónatanz

Jú eflaust máttu helzt þakka þínum sæla... en einsog ég nefdi, þá heyrði ég þetta ekki nógu skýrt tilað vera marktæknilegur gagnrýnir á fyrirbærið.

2/11/03 04:00

Muss S. Sein

Er bergmál hérna? Halló?!

2/11/03 04:00

Z. Natan Ó. Jónatanz

Úpz, velvirðingar er beðizt á óþægindum vegna þessarra tæknilegu örðugleika... verzt að ekki virðist hægt að eyða/breyta orðbelgjarlögðum innleggsnótum hér.

2/11/03 04:00

Vímus

Ætlar ykkur aldrei að skiljast að besta ráðið gegn timburmönnum, er að láta aldrei af sér renna

2/11/03 04:01

Órækja

Alltaf koma þeir Botnleðjustrákar mér í jólaskapið þegar ég heyri þeirra útgáfu af Ave Maria.

2/11/03 04:01

Enter

Íslenskaða útgáfan af 'Fairyritale of New York' með Pogues er með Röggu Gröndal og Sigga í Hjálmum - textann finnið þið svo <a href="http://www.baggalutur.is/skrif.php?t=6&id=240">hér</a& gt;.

Muss S. Sein:
  • Fæðing hér: 3/5/04 20:17
  • Síðast á ferli: 18/10/09 19:28
  • Innlegg: 0
Eðli:
Skuggalegur lífskúnstner, sem hefur gruflað í forboðinni og lítt þekktri dulspeki, ættaðri frá myrkustu Kaliforníu. Er ofurseldur þeirri hugmynd að búa til dvergvaxin svín. Vísindaráðherra og sjálfskipaður æðstiprestur Gyðjunnar Eris í Baggalútíu.
Fræðasvið:
Sögufals, erfðabreytingar svína og dularfull trúarbrögð.
Æviágrip:
Þrátt fyrir farsælt uppeldi á lítilli eyri við Eyjafjörð, heillaði hinn stóri heimur. Snemma á unglingsárunum fluttist Sein með foreldrum mínum til Reykjavíkur og reyndi að komast til mennta. Árangur var eftir erfiði, eða lítill og leiddist hann því til ýmissa viðvika fyrir misvirðulega vinnuveitendur og herra.Um það skeið kynntist Sein boðskap Gyðjunnar og spámanna hennar. Kvatti það hann til að reyna aftur að troðast til mennta, enda meðvitaðri um stöðu sína í alheiminum.Um þetta leyti tók Sein upp það nafn sem hann er þekktur undir núna, enda hefð meðal safnaðar Gyðjunnar að taka sér heilagt nafn. Hefur Sein reynt umvörpum að fela fortíð sína og til þess tileinkað sér vísindi sögufölsunar.