— GESTAPÓ —
Hildisþorsti
Nýgræðingur.
Dagbók - 31/10/03
Ég hélt að ég hefði unnið.

... Ég hef gætt í hvívetna að vera skemmtilegur afi ...

Ég skrifaði fyrr í sumar um það þegar ég varð afi. Út frá því var stofnaður þráður hér á Gestapó og mér bent á að ég þyrfti að halda á spöðunum ef ég ætlaði ekki að dragast aftur úr í vinsældakeppninni. Þ.e. barnið á jú fleiri afa.

Ég hef gætt í hvívetna að vera að vera skemmtilegur afi þó ekki séu komin mikil viðbrögð við því ennþá.

Það hefur síðan gerst að barnið ber nú mitt nafn. Ég var fyrst viss um að þarna hefði ég unnið vinsældakeppnina. En svo áttaði ég mig á því að barnið hafði auðvita ekki valið nafnið svo ég hafði í mesta lagi náð smá forskoti.

Nú er bara að halda áfram á sömu braut. Er það ekki?

   (20 af 21)  
31/10/03 10:01

Vamban

Hildisþorsti Magnússon?

31/10/03 10:01

krumpa

Gangi þér vel í vinsældakeppninni. Þetta er auðvitað mjög mikilvægt að vera afi númer eitt. Hins vegar, ef það er þín sök að barnið heitir Hildisþorsti, þá er víst nokk sama hvað þú gerir - þú bara getur ekki unnið...

31/10/03 10:01

Skabbi skrumari

Uppáhaldsafinn minn hét sama nafni og ég, hugsa að þú sért með smá forskot þar, en velkominn aftur Hildisþorsti minn, langt síðan maður hefur séð þig...

31/10/03 11:00

Coca Cola

skjóttu bara hinn afann, einfaldasta lausnin er oftast sú rétta

31/10/03 11:01

Júlía

Þarna hafa foreldrar barnsins fært þér vopnin í hendurnar. Með því að skíra drenginn þínu nafni eru þau að vonast til að þú gefir honum rausnarlegri gjafir en öðrum barnabörnum og sýni honum eftirlæti og ástúð í samræmi við þann sóma sem þér er sýndur með nafngiftinni.
En þú getur snúið á þau, látið í veðri vaka að þér þyki lítið til um uppátækið og hafir allt eins mikla elsku á Nonna litla og Stínu. Þá munu foreldrar og barn leggjast á eitt við að vinna hylli þína (og koma höndum yfir arfinn, þó ekki með neinum fólskubrögðum). Þú þarf því ekki að gera annað en vera þú sjálfur, barnið mun dýrka þig og dá.

Dafnar hann annars ekki vel, drengurinn?

31/10/03 12:00

Hildisþorsti

Jú, jú. Þakka þér fyrir.
Hann er alveg afbragð.

Hildisþorsti:
  • Fæðing hér: 29/4/04 07:41
  • Síðast á ferli: 25/5/19 03:06
  • Innlegg: 8
Eðli:
Ljúfmenni á öllum stöðum.
Fræðasvið:
Tækifærissinni með föst viðmið.
Æviágrip:
Ólst upp þar sem öll fjöll eru há.