— GESTAPÓ —
Ég sjálfur
Fastagestur.
Gagnrýni - 6/12/04
Ferð til tannsa

Ó, þú fagra kollgeitbros

Eins og glöggir lesendur hafa eflaust áttað sig á var ég hjá tannlækninum.
Ferðin gekka að óskum. Ég koma á stofuna hjá honum tannsa og velti því fyrir mér hvort einhverstaðar myndi finnast skemmd. Biðröðin var engin svo þær vangaveltur hlutu skamman endi.
Ég settist upp í tannlæknastólinn, sem hefur annað hvort minnkað eða ég stækkað, og skoðunin hófst. Eins og venjulega byrjaði tannsi að pota ofaní hverja tönn fyrir sig með oddhvössu áhaldi. Sama hversu oft ég fer til tannlæknisin finnst mér þetta alltaf óþægilegt og ég hugsa alltaf: „Hvað er hann rennur til og rekur oddinn á kaf í góminn minn“ sem gerðist, eins og venjulega ekki og við tók röntgenmyndataka. Ég fékk forláta blýsvutu á mig og myndir voru teknar.
Eftir það kom að tannsteinshreinsun. Ég set hana í sama flokk og potið. Hvað ef hann rennur nú til og rífur upp holdið?
Síðan þurfti að bora. Gömul fylling hafði losnað og þurfti að lagfæra það. Það gekk áfalla- og sársaukalaust fyrir sig.
Lokahnykkurinn var svo nett pússun yfir tennurnar.
Reikningurinn var að venju ekki mjög hár, enda tannlæknirinn enginn bruðlari. Tölvulaus skrifstofa og hvað eina.
Mér líkar mjög vel við tannlækninn minn og vona að hann haldi áfram sem lengst.
Ég gef þessari ferð fimm stjörnur fyrir ánægjulega, ódýra og stutta ferð en eina í mínus fyrir þessa lausu fyllingu sem urfti að laga.

   (6 af 33)  
6/12/04 02:01

Tigra

[Lætur skína í tennurnar]
Aldrei fengið skemmd! [Ljómar upp]

6/12/04 02:01

Þarfagreinir

Ekki ég heldur! [Ljómar upp tennurnar]

6/12/04 02:01

Sauða-Mangi

Skemmtileg tilviljun!
Ég var einmitt líka hjá tannsa í morgun. Engin skemmd - bara þvottur og bón.
Minn tannsi er aftur á móti ferlega tæknivæddur - tölvur og flottheit - engin blýsvunta fyrir röntgenmyndatökuna (bara einhver undarlegur hálskragi) og maður getur skoðað tennurnar á tölvuskjá.

6/12/04 02:01

Limbri

Minn tannsi flúði til Finnlands eða eitthvað álíka. Greyið eistinn sem hann er.

-

6/12/04 02:02

Ég sjálfur

Ég er með gallaðann glerung. Eitthvað rugl þega hann var að myndast olli því að hann er allur útsettur sprungum. Tannsi hefur verið að fylla upp í þessar sprungur í u.þ.b. 10 ár. Ekki það að ég hirði tennurnar illa, heldur er þetta bara einhver glerungsgalli.

6/12/04 02:02

B. Ewing

Glerungsgalli??

Það er til einhver gerfiglerungur að ég held, slíkt var allavegana í þróun þegar ég reyndi að finna út hversvegna gera þurfti alltaf við ótölulegan fjölda af holum sama hve mikið og vel var hugsað og burstað og burstað og hugsað um tennurnar.

Síðan fann einhver Ómar upp bakflæði og voila! lausnin passaði við mig líka.

6/12/04 02:02

Nornin

Glerungshúðun er einstaklega dýr, þar sem hún flokkast víst undir fegrunaraðgerð [bölvar í hljóði].
Gætir þú nokkuð sent mér nafn og síma hjá þessum tannlækni Ég sjálfur? Þau eru nefnilega hætt að vilja sjá mig í háskólanum þar sem það er ekki hægt að draga úr mér fleiri endajaxla [bölvar vanþakklætinu í þeim].

6/12/04 03:00

Ég sjálfur

Það er nú aldrei búið að glerungshúða tennurnar mínar. Hann pússar bara nett upp og fyllir í eins og um holu væri að ræða.
Ég skal finna númerið hans fyrir þig Norna.

6/12/04 03:01

Sigfús

http://www.baggalutur.is/profile.php?mode=viewprofile&u=1273&n=2455< /p>

Ég sjálfur:
  • Fæðing hér: 27/4/04 09:15
  • Síðast á ferli: 30/4/07 23:09
  • Innlegg: 125
Eðli:
Mikilmenni á heimsmælikvarða
Fræðasvið:
Allt ónauðsynlegt og heimskulegt.
Æviágrip:
Fæddist í 38 bröggum, á ennþá eftir á deyja hetjulegum dauðdaga.