— GESTAPÓ —
Ég sjálfur
Fastagestur.
Pistlingur - 1/11/03
Færsla Hringbrautar

Ef til vill heldur seint að kvarta núna...

Hvers vegna á að færa Hringbrautina? Maður græðir nú varla neitt á þessu hvort eð er. Gert er ráð fyrir því að verkið kosti 1,3 milljarð ( http:// [tengill] http://www.rvk.is/news.asp?cat_id=17&module_id=220&element_id=4566 [/tengill]) en hvaðan fær borgin allan þann pening? Er fjárhanur Reykjavíkurborgar nokkuð svo góður? Ágóði við færsluna fyrir hinn almenna borgara er afskaplega lítill að því að mér sýnist, maður rétt svo sleppur við tvö umferðarljós. Gera þarf meiriháttar breytingar á skipulagi þessa svæðis sem færslan hefur áhrif á. Byggja þarf undirgöng fyrir gangandi og hjólandi umferð undir Snorrabraut og undir suðvestur rampa og – slaufu. Þá verða byggðar tvær göngubrýr yfir Hringbraut og ein yfir Njarðargötu ásamt göngubrú yfir læk sem tengir Vatnsmýrartjörn og Þorfinnstjörn. Endurnýja þarf flestar/allar tengingar við "gömlu Hringbrautina" og gera a.m.k. eitt hringtorg.


Ég hef heyrt einhverjar skýrirngar með að Landsspítalinn vilji landið, en til hvers? Hann hefur nú spjarað sig ágætlega án þess.
Er þess virkilega þörf að leggjast í svona stóra framkvæmd núna?

   (21 af 33)  
1/11/03 14:02

Nornin

Landsspítalinn þarf eitthvað af þessu landi undir bílastæði. Þeir sem hafa þurft að fara upp á einhverja deildina þarna vita að það er ógerningur að fá stæði nema ef þú mætir 6.45 að morgni.

1/11/03 14:02

Nornin

Bjánaleg færsla á götunni samt...

1/11/03 14:02

Ég sjálfur

En er það virkilega nægileg ástæða til að færa Hringbrautina? Væri ekki ódýrara að byggja bílastæði neðanjarðar?

1/11/03 14:02

Rasspabbi

Legg til að frekar verði veitt fjármunum í rannsóknir á svepparæktunarmiðstöð í Grafarvogi.
Fær Landsspítalinn landið?
Nú, ég hélt að þetta ætti að vera vettvangur opinberra aftaka og hýðinga... las það amk í DV.

1/11/03 14:02

Ég sjálfur

Sá á www.rvk.is að það ætti að sameina land spítalans eða eitthvað.

1/11/03 14:02

Hakuchi

Þessi framkvæmd er með þeim ömurlegustu sem borgin hefur átt þátt í. Þeir fengu slatta af fé frá ríkinu til framkvæmda. Borgin átti að forgangsraða og það eina sem þessum slefandi bavíönum datt í hug var að færa Hringbrautina handa Landspítalanum fyrir morðfjár. Svo heyrði ég að fólk innan Landspítalans væri ekki einu sinni það spennt yfir þessu. Þeir hefðu getað lagt féð í mun þarfari aðgerðir á borð við mislæg gatnamót á hættulegustu krossgötum landsins; gatnamót Kringlumýrarbrautar/Miklubrautar. En neeeeii, þessir jólasveinar sparka þeirri þörfu framkvæmd lengst aftur í forgangsröðinni og ákveða að gera þetta rusl sem hefur engan ávinning fyrir nokkurn mann. Ótrúlegir asnar þarna í borginni.

Að auki er með þessu enn einu sinni verið að þrengja að Reykjavíkurflugvelli. Með byggingum annars staðar í kringum völlinn er verið að gera asnalegan bútasaum í kringum þetta mikilvægasta framtíðarbyggingarland borgarinnar. Nær væri nú skipuleggja svæðið í heild sinni og sparka þessum andskotans flugvelli út við fyrsta tækifæri.

1/11/03 14:02

Tigra

Það er bara staðreynd.. gatnamálakerfið í þessu blessaða landi er fáránlegt. Jú satt satt.. það vantar bílastæði.. en þarf að færa alla helvítis götuna til þess?
Fáránlegt. Vér mótmælum allir!

1/11/03 15:01

bauv

Allir sem einn.

1/11/03 15:01

Fíflagangur

Hvaða fjandans gagn væri að því að setja brú á helvítis Kringkumýrarbrautina ef allt er jafn stopp á Hringbrautinni? Er eitthvað betra að hafa útsýni yfir kyrrstæða þvögu af bílum?

1/11/03 15:01

Hakuchi

Ansi hreint margir fara í sitt hvora áttina á Gatnamótum Kringlumýrabrautar og Miklubrautar að losna við þann flöskutappa hjálpar mikið. Auðvitað verður áfram mikil umferð á Hringbraut en flæðið verður langtum betra. Auk þess losnar fólk við hættulegustu gatnamót landsins. Þeim hefði líka verið nær að bæta kannski við einni akrein við Hringbrautina í stað þess að færa helvítið.

Ég sjálfur:
  • Fæðing hér: 27/4/04 09:15
  • Síðast á ferli: 30/4/07 23:09
  • Innlegg: 125
Eðli:
Mikilmenni á heimsmælikvarða
Fræðasvið:
Allt ónauðsynlegt og heimskulegt.
Æviágrip:
Fæddist í 38 bröggum, á ennþá eftir á deyja hetjulegum dauðdaga.