— GESTAPÓ —
Ég sjálfur
Fastagestur.
Dagbók - 31/10/03
Er þetta ekki heldur langt gengið?

Nú er október rétt svo hálfnaður og strax er byrjað að auglýsa jóladót.

Mér brá nú heldur betur í brún í morgun þegar ég fletti í gegnum Fréttablaðið. Rakst þar á jólaauglýsingu! Nú eru tveir og hálfur mánuður í jólin og strax er þetta byrjað.
Rosalega eru sölumenn og fyrirtæki orðin aðgangshörð, ég man þegar manni fannst snemmt að jólaauglýsingar kæmu í lok nóvember. Mætti halda að fólk viti ekki lengur um hvað jólin snúast. Allt snýst um að hafa stærstu og bestu veisluna, mestu pakkana og ég veit ekki hvaða og hvað. Jólin eiga að vera um að hitta fjölskylduna og hafa það gott, þó svo að það sé vissulega gaman að fá pakka og borða góðan mat.
Jólaauglýsingar í október, er þetta ekki full snemmt?

   (23 af 33)  
31/10/03 16:01

Mosa frænka

Jú. Auk þess kemur það niður á jólaþolinu. Afar slæmt mál.

31/10/03 16:01

Ég sjálfur

Já, maður er orðinn svo þreyttur á þessu veseni þega jólin koma loks.

31/10/03 16:01

Skabbi skrumari

Það liggur við að maður sleppi því bara að lesa blöð, horfa á sjónvarp og hlusta á útvarp fyrr en maður er tilbúinn að komast í jólastuð, sem er um miðjan desember í mínu tilviki...

31/10/03 16:01

Vladimir Fuckov

Vér sáum fyrstu jólaauglýsinguna upp úr 20. september en höfum sem betur fer gleymt hvað þar var á ferðinni...

31/10/03 17:00

Limbri

Eins og svo oft áður vil ég minna á aðferðina sem á enskri tungu er nefnd boycott. Það er nefnilega gallinn við íslendinga, þeir kunna ekki að standa saman gegn því sem þó allir eru sammála um að sé ekki viðeigandi. Það þarf bara að finna vetvang fyrir þjóðina til að ræða svona mál. Æji, hvað er ég að skipta mér af þessu. Ég er víst bauni!

-

31/10/03 17:00

Coca Cola

ég sá jólakort í hagkaup áðan - jóla-árfjórðungurinn genginn í garð

31/10/03 17:01

Skabbi skrumari

Boycottum Hagkaup...

31/10/03 17:01

Finngálkn

Ég var að sturta niður endurunnum piparkökum.. Die smeckt gut!

31/10/03 17:01

Jóakim Aðalönd

Hehe, ég sá einu sinni jólaauglýsingu í Ástralíu í JANÚAR! Fyrir næstu jól á eftir. Ekki ráð nema í tíma sé tekið.

Ég sjálfur:
  • Fæðing hér: 27/4/04 09:15
  • Síðast á ferli: 30/4/07 23:09
  • Innlegg: 125
Eðli:
Mikilmenni á heimsmælikvarða
Fræðasvið:
Allt ónauðsynlegt og heimskulegt.
Æviágrip:
Fæddist í 38 bröggum, á ennþá eftir á deyja hetjulegum dauðdaga.