— GESTAPÓ —
Ég sjálfur
Fastagestur.
Pistlingur - 31/10/03
Númer 2 og 3...

Hvað er þetta með kvikmyndaiðnaðinn og framhaldsmyndir?

Ég skil ekki hvers vegna kvikmyndaiðnaðurinn er svona mikið fyrir að gera lélegar framhaldsmyndir. Ég hef ekkert á móti því þegar fyrsta myndin endaði í lausu lofti eða bauð upp á framhaldsmynd með góðan söguþráð (ekkert svona útþynnt bull). Það sem ég er meira á móti er þegar farið er að búa til framhald á lélegar myndir sem eru svo ekkert nema örvæntingarfull leið kvikmyndaframleiðenda til að afla tekna. Ég hef ekki trú á slíku og heyrir til undantekninga að ég nenni að horfa á slíkar myndir. Ég ætla mér ekki að nefna neinar ákveðnar myndir svo ég særi ekki fólk, en ég er hrifnari af frumlegum hugmyndum. Það sem hefur heppnast vel á að fá að vera í friði, ekki bætt við það að óþörfu.
Svona í lokin vil ég svo benda á að myndin Good Bye Lenin! er þrusu góð.

   (25 af 33)  
31/10/03 12:02

krumpa

Hárrétt - held samt að þegar framhaldsmyndirnar eru lélegar þá hafi mynd númer eitt nú ekki verið neitt til að hrópa húrra yfir heldur. Sem dæmi um hið gagnstæða er svo t.a.m. godfather-serían. En hvað um það, er Goodbye Lenin virkilega góð ? Vildi taka hana um daginn en verri helmingurinn bara fussaði og sveiaði og sagðist ekki vilja eyða kvöldinu í að horfa á ,,ekki-fyndna-þýska-gamanmynd"...

31/10/03 12:02

Ég sjálfur

Good bye Lenin er mjög góð mynd að mínu mati. Plottið er mjög skemmtilegt, veit ekki til þess að það hafi verið notað áður...

31/10/03 12:02

krumpa

Gott mál - þá fer ég bara EIN á leiguna og prófa. Alltaf gaman af nýjum plottum, ekki þessum amerísku sem maður sér fyrir á mínútu 3.

31/10/03 12:02

Ég sjálfur

Plottið er augljóst en gott.

31/10/03 13:01

Hakuchi

Óþörf framhöld eru sannarlega til ama. Hins vegar er auðvelt að skilja af hverju þau eru gerð en það er út af peningum. Framhaldsmyndir hafa það fram yfir frumburði að fólk þekkir þegar helstu sögupersónur og auðveldar það kynningu. Ennfremur ber að taka fram að í Hollywood óttast menn hvað mest óvissu og eru framhaldsmyndir viss birtingarmynd þeirrar þráar kvikmyndaforstjóra að útrýma óvissu. Hins vegar hafa rannsóknir sýnt að framhaldsmyndir eru ekkert öruggt fyrirbæri. Að meðaltali halar framhaldsmyndin inn 40% af því sem fyrsta myndin halaði inn.

Þegar þetta er orðið að einföldu peningadæmi getum við endað uppi með skelfilegan og óendanlegan hrylling eins og Lögregluskólann 1-6. Þar var haldið áfram að gera myndirnar, sem því miður voru ódýrar og þurfti því lítið af aðgöngu- og vídeótekjum til að þær borguðu sig.

Ég sjálfur:
  • Fæðing hér: 27/4/04 09:15
  • Síðast á ferli: 30/4/07 23:09
  • Innlegg: 125
Eðli:
Mikilmenni á heimsmælikvarða
Fræðasvið:
Allt ónauðsynlegt og heimskulegt.
Æviágrip:
Fæddist í 38 bröggum, á ennþá eftir á deyja hetjulegum dauðdaga.