Baggalútur færir landsmönnum Gærkvöldið.

Lagið er óður til glataðra minninga um móðukenndan gleðskap fortíðar og er sungið af borgarbúanum Guðmundi Pálssyni og borgarfulltrúanum Karli Sigurðssyni.

Lag og texti eru eftir Braga Valdimar Skúlason. Daníel Friðrik Böðvarsson leikur á gítar og bassa. Helgi Svavar Helgason á trommur. Sigurður Guðmundsson á orgel, píanó og raddir. Samúel J. Samúelsson, Kjartan Hákonarson og Óskar Guðjónsson blása í sönglúðra.

Upptökur og eftirvinnslu annaðist Guðmundur Kristinn Jónsson, í Hljóðrita í Hafnarfirði.
Einnig má hlýða á það í spiladós á forsíðu.
GÆRKVÖLDIÐ

Manstu góði, gærkvöldið?
Guð, hvað það var hellað.
Þar var sungið, hlegið hátt
hellt í staup og sprellað.
Við enduðum í gilli sem enginn man hvar var
eða hvað við vorum yfirleitt að flækjast þar.

Já, manstu vinur, gleðskapinn?
Vá, hvað allt var flippað.
Kameltærnar kitlaðar
og kampavínið sippað.
Í drullugóðum fíling á dúbæískum bar.
Djísis hvað við vorum fáránlega ferskir þar.

Manstu vinur, veisluhöldin,
villtu, trylltu meyjarnar?
Manstallt ruglið, rauðvínssullið?
Manstu hvað við vorum fáránlega flottir þar?

Manstu galadinnerinn?
God, hvað hann var klassí.
Kokteilber og kvöldkjólar
með klípilegum rassí.
Með lyftiduft í nösum við löptum öldruð vín.
Lifðum eins og kóngar – og létum almennt eins og svín.

Manstu vinur, veisluhöldin,
villtu, spilltu meyjarnar?
Manstu átið, ég gæti grátið
Manstu hvað við vorum fáránlega pottþétt par?

Manstu eftirpartíið?
úff, hvað það var grilla.
Superstar var sett á blast
svo var bara tjillað.
Ég man að það var gaman, svo man ég ekki meir.
Ég man barað við vorum fa-háránlegir, báðir tveir.

Guð hvað það var geðbilað
ég gæfi hvað sem er til að endurupplifa það.