Þjóðbók
Sigurður Breiðfjörð
siggibreik.rimnablogg.is
Mjög mér leiðast ljóðahöld
um langa, stranga gróðaöld.
Heldur kýs ég fljóðafjöld
og flennisturlað sóðakvöld.
Sigurður Breiðfjörð
Kanntu brauð að baka?
Já það Kanye.
Svo úr því verði kaka?
Já það Kanye.
Ertu alveg viss um?
Já það er ég.
Eða ertu Kardashian að gabba mig?
 
Sigurður Breiðfjörð
Ég hafði ekki grænan grun
en gleðifrétt í dag ég les.
Nonni segir: Hér varð „hrun“
— sem honum þótti ekkert spes.
 
Sigurður Breiðfjörð
Erikur!, Erikur!
útvarpið galar.
Erikur!, Erikur!
eru nú falar.
Erikur!, Erikur!
á ég að hlaupa?
Er ykkur, er ykkur
einhver að kaupa?
 
Sigurður Breiðfjörð
Kætast stórum kynja beggja
kvennaskólameyjar.
Bólgin augu aftur leggja
emmerringapeyjar.
 
Sigurður Breiðfjörð
Að nefna húsfrú hlussu og brussu
er harðbannað.
En kalli ég hana kellingartussu
kemst ég upp með það.
 
Sigurður Breiðfjörð
Seljabrytableikjulið
boðið mun mér vart í.
En hangið get ég heima við
og halt míns eigins partí.
 
Sigurður Breiðfjörð
Bónus-Jói bakkar frá;
ber fyrir sig nísku.
Fornfræg kaupmannskempan þá
komin er úr tísku.
 
Sigurður Breiðfjörð
Þórunn, hún þarf sig að passa.
Þurfi hún hljóðnemað kjassa
mætti hún minna
mala við kynna
um annarra ættingja rassa.
 
Sigurður Breiðfjörð
Ikea í Ameríku!
Aldrei venst því ríkra slekt.
Flíka skaltu fráleitt slíku
– forljótt, sænskt og tíkarlegt.
 
Sigurður Breiðfjörð
Smyr þú maga mýktum baunum,
munnvatn saltar, léttir raunum,
vinda leysir, leggst að hlaunum,
loftin fyllir úldnum daunum.
 
Sigurður Breiðfjörð
Fátt er nú um fína þætti
flötum á skjám.
Sáttur væri, ef ég ætti
örlítið klám.
 
Sigurður Breiðfjörð
Ó þú blakki blíði makki
bylt úr hnakki, illa fallinn.
Fyrir hakk þitt, þúsund þakkir
þín mun saknað, heillakallinn.
 
     1, 2, 3  
m.baggalutur.is Facebook Tvítill Tónlist.is iTunes YouTube Instagram RSS
Fréttir
Myglar – 24.04.23
 
Enter – 31.05.21
 
Enter – 22.10.20
 
Lesbók
Enter
 
Úr þjóðbók

Ísland er eins og Evrópa
og Evrópa er köld og djúp
eins og vitund mín sjálfs.

Og Ísland er eins og mynd,
sem er máluð af Evrópu
og mér til hálfs.

Og Ísland og Evrópa
renna veglaust til þurrðar
inn í vitund mín sjálfs.

Hmm. Þetta er alveg jafn gersamlega óskiljanlegt svona.

Skrambinn, ef ég hefði nú bara tekið stefnuna á Kepler 22b í staðinn fyrir þetta volaða skítasker. Þá værum við þar núna í góðu flippi í brakandi blíðu.

Að því gefnu reyndar að knörrinn hefði náð ljóshraða, eða þar um bil.

Óvænt heimsókn frá annarri lífsstjörnu. Og ég ekki búinn að taka til.

Baggalútur er hýstur af alúð og umhyggju hjá ADVANIA