Þjóðbók
Einar Ben
einarben.wordpress.com
Til hinstu hvílu Gaddafi er genginn
gæðablóð nú þekur elsku drenginn.
Traustur vinur horfinn hugskotssjónum
– minn hugur er hjá vígaamasónum.
Einar Ben
Fór með hundinn út að skíta, mér og honum til heilsubótar. Varð litið upp (þó það sé nú hálfgildings tabú þessa dagana).

Og vitiði hvað? – Ég fer ekki ofan af því: Helvíti væri nú hægt að fá fínan pening fyrir þessi norðurljós okkar.
 
Einar Ben
Engin björg er Bjögga veitt
bannaðar þær flestar.
Flaggskip eitt í Austurhöfn
mun aldrei leysa festar.
 
Einar Ben
Í búningsklefans baðherbergi
býður mér við flestu.
Þar gólfið hári, húð og mergi
hulið er að mestu.
 
Einar Ben
Armir snúa aftur heim
auðmenn, beint í gömlu fjósin.
Mættu hættað hlæjað þeim
sem hyggjast selja norðurljósin.
 
Einar Ben
Grætur sáran grjót og hjarn
um gleymda dali.
Sokkið er þeim óskabarn
í Ægis sali.
 
Einar Ben
Mikið stóðu handboltastrákarnir okkar sig vel austur í Peking. Það var hrein unun að fylgjast með þeim. Að sjá þessi drengi handleika knött! Það er bara ólýsanlegt.

Svo vona ég bara innilega að þeir fái eitthvað að ríða út á þessa Fálkaorðu. Allavega fékk ég það - töluvert.
 
Einar Ben
Þú er dynvængjuð flögraðir dáleidd af leið
að dulfylltu ljósperubliki
ei hugðir hvar fingur að baki því beið
og brothættri ævi þér lyki.
 
Einar Ben
Þú húðlita bjargráð, þú innyflum útfyllta sin;
undirlögð margræðum sósum, á laukstráðu beði.
Af algleymisfögnuði langþráðum logar mitt gin
er ljúkast um enda þér titrandi varir, af gleði.
 
Einar Ben
Sem fyrr er skammsýni landa minna með hreinum ólíkindum. Hvað er verið að virkja þessar hálendissprænur allar?

Sjá menn ekki að umhverfis landið liggur gullnáma? Sannið til, f hugmyndir mínar um flóðsogfjöruvirkjanir ná fram að ganga ér lýðveldinu borgið til frambúðar.
 
Einar Ben
Mér þykir vanta bæði framsýni og stórhug í alla umræðu um skipulagsmál hér á landi. Ótrúleg skammsýni ræður ríkjum. Framtíðin er neðanjarðar.

Við þurfum að byggja upp öflugt neðanjarðarhraðlestakerfi sem nær milli alla þéttbýlisstaða landsins og yfir á nærliggjandi eyríki og heimsálfur. Sanniði til, þegar slíkt kerfi er komið í gagnið þarf enginn lengur á flugvelli að halda.
 
Einar Ben
Helvítis vesen. Búið að aflýsa Dakarrallinu. Hvurn grefilinn á ég nú að gera við sand- og hitaþolna ullar/mysu/vetnisknúna háhröðunarsvifnökkvann sem ég er búinn að vera að skrúfa saman síðan í september?

Típískt.
 
Einar Ben
Ó hvítbrýndi sveinn hinna vestrænu vellauðgu heima
er vonglaður keyrir þinn drekkhlaðna sleðung um rann
ef nem ég við ljóra - minn skítsæla skæðung að geyma
þig skjálfandi bið þess að gefa mér flatskjá í hann

 
        1, 2, 3  
m.baggalutur.is Facebook Tvítill Tónlist.is iTunes YouTube Instagram RSS
Fréttir
Myglar – 24.04.23
 
Enter – 31.05.21
 
Enter – 22.10.20
 
Lesbók
Enter
 
Úr þjóðbók

Obbossí. Ég pissaði í buxurnar af spenningi.

Kæru Borgaryfirvöld. Svo það sé á hreinu. Þið getið troðið þessari ísmökuðu hjólabrettageymslu upp í tambórínuna á ykkur mér að sársaukalausu. Steingerði grænþörungurinn á Arnarhóli er feykinóg fyrir mig.

Heyr á endemi! Ég er margbúinn að þurfa að leiðrétta þetta með póstkassann. Bæði Halldór OG Steinn sjálfur hafa staðfest að ég hafi ekkert haft með þetta að gera! Mun ég nú ekki eyða frekari orðum í þennan uppskrúfaða montpriksspássérandi vindbelg og benda að lokum á, til að gæta samræmis, að sjálfum sér samkvæmur stafsetningardólgur hefði vitaskuld skrifað „abilsínið“ - svona í takt við aðra afbökunarsérvisku sína.

Baggalútur er hýstur af alúð og umhyggju hjá ADVANIA