Þjóðbók
Jónas frá Hriflu
hriflujonas.typepad.com
Sko til. Búið að troða litla sætabrauðssnúðnum honum Palla Magg inn í Bankasýsluna. Lengi von á einum. Ég var farinn að halda að flokkshræið væri farið að úldna á safnhaug sögunnar, en nei, þá kemur eitthvað svona til að gleðja gamla steinrunna framsóknarhjartað. Þarna þekki ég ykkur gömlu refir.
Jónas frá Hriflu
WHOOP! WHOOP!
 
Jónas frá Hriflu
Jáhérnabarastahér. „Björt framtíð?“ Er þetta virkilega það besta sem flokkaflakkaranum og bestuskinnunum datt í hug? Hvað með „Blóm og kanínur“, „Ástarpungarnir“ eða „Englatásur“? – Hvílík kvoða og vemmivelgja.

Helvíti rennur framsóknarblóðið hægt í æðum erfðaprinsins.
 
Jónas frá Hriflu
Heyr á endemi! Ég er margbúinn að þurfa að leiðrétta þetta með póstkassann. Bæði Halldór OG Steinn sjálfur hafa staðfest að ég hafi ekkert haft með þetta að gera! Mun ég nú ekki eyða frekari orðum í þennan uppskrúfaða montpriksspássérandi vindbelg og benda að lokum á, til að gæta samræmis, að sjálfum sér samkvæmur stafsetningardólgur hefði vitaskuld skrifað „abilsínið“ - svona í takt við aðra afbökunarsérvisku sína.
 
Jónas frá Hriflu
Eru engin takmörk fyrir því hversu lágt þessi Halldór LochNess eða hvað hann nú heitir sá ágæti maður, getur lagst? Ég held nú að hann ætti að einbeita sér að því að læra stafsetningu en að bera út róg um sér siðprúðari og sómakærri menn. En svona fyrst við erum á annað borð byrjaðir á játningunum, hver var það þá sem drakk sig útúr og lét tattúvera sænska fánann á bossann á sér eftir nóbelsverðlaunahátíðina? Ha?
 
Jónas frá Hriflu
Jájá. Er ég nú einhver pissudúkka? Og segir hver? Halldór ég-sef-með-bangsa-og-snuddu Kiljan? Það var annað hljóðið í honum þegar Gunni og hinir strákarnir voru að bleyta hjá honum buxurnar og klína tyggjói í hárið á honum. Þá kom hann vælandi til Nasa síns og grátbað mig um að biðja þá um að hætta að stríða sér. Sem ég gerði náttúrulega ekki. Enda er hann sjálfur pissudúkka (og það er satt).
 
Jónas frá Hriflu
Aldrei hefði mig órað fyrir því, fyrir nokkrum áratugum, að Morgunblaðið ætti eftir að verða grímulaus áróðurssnepill fyrir Íhaldið!
 
Jónas frá Hriflu
Hmm. Nú er verið að fárast yfir þvoglumælgi einhverrar kratalufsu í ræðustól á alþingi. Það þykir mér týra.

Má sumsé skilja það sem svo að menn séu almennt farnir að mæta edrú í þingsali?
 
Jónas frá Hriflu
Sómakærir öðlingsdrengir allra flokka
öskra: Mútur!
Hér áður fyrr ef dekstra þurfti drullusokka
dugði hrútur.
 
Jónas frá Hriflu
Detti mér nú allrar dauðar og deyjandi lýs úr höfði. Fylgi! Dýrðar og dásemdar tveggjafokkingstafa fylgi!

Nú slátra ég sparisauðnum!
 
Jónas frá Hriflu
Hingað og ekki lengra. Ef Jónína Ben kemst til áhrifa í framsóknarflokknum heiti ég því að endurfæðast sem stólpípa og hefna hans grimmilega.
 
Jónas frá Hriflu
Almáttugur minn einasti! Hann Guðni litli hættur. Elsku búálfurinn minn.

Hvað verður þá um blessaða sauðkindina, hver á nú að gæta hagsmuna hennar? Deyr hún út?
 
Jónas frá Hriflu
Djísisfokkingskræst. Það tilkynnist hér með að ég hefi sagt mig úr Framsóknarflokknum.
 
     1, 2, 3  
m.baggalutur.is Facebook Tvítill Tónlist.is iTunes YouTube Instagram RSS
Fréttir
Myglar – 24.04.23
 
Enter – 31.05.21
 
Enter – 22.10.20
 
Lesbók
Enter
 
Úr þjóðbók

Bara eitt, örstutt. Næst þegar þið grafið mig upp, til að tékka á arsenikeitrun, geimverufingraförum, skotsárum eða svoleiðis dótaríi. Nenniði að láta mig fá æpadd áður en þið mokið mig aftur niður.

Gleymdi að seifa handritið að þrekvirkinu „Íslensk menning II.” Aftur! Jæja, þá er bara að byrja upp á nýtt...

Ég vissi ekki að það væri hægt að pissa í sig af gremju út í óréttlæti heimsins. Þá veit maður það.

Baggalútur er hýstur af alúð og umhyggju hjá ADVANIA