Þjóðbók
Sr. Hallgrímur Pétursson
uppupp.blogmasters.ru
Ekki vill með Jóku Jenis
(Jesú vegna) snæða.
Ekki vill hann einn með penis
efnahagsmál ræða.
Sr. Hallgrímur Pétursson
Þorri sestur, þrútnar sinni
þá er best að híma inni.
Rökkurgestur ringlar minni.
Reyni flest á eigin skinni.
 
Sr. Hallgrímur Pétursson
Ef umferð um líf þitt er erfið og þung
og illfært að koma sér héðan.
Leggðu þá sköfu að skeggjuðum pung
uns sköllóttur ertu að neðan.

Opnast þá heimsins hýrasta braut
– hólpinn þú gengur í burtu.
En ólukkans lággresið, loðið í graut
liggur í hversdagsins sturtu.
 
Sr. Hallgrímur Pétursson
Mér finnt ég vera
jólakúla sem snjóar
þegar hún er hrist.
 
Sr. Hallgrímur Pétursson
Laus við kvabb og kjass ég er,
kertaljós og hórerí.
Það væri ráð að veita hér
viðvarandi kvennafrí.
 
Sr. Hallgrímur Pétursson
Sko til. þetta góða kvæði er þá fundið.

Ertu dauður, elsku vin?
Æ, hvað það var gott.
Lokast þá þitt ljóta gin
og lævíst hverfur glott.
Oní holu hnígur brátt
hræ þitt, önd og sál.
Ég mun lyfta horni hátt
og hrópa glaður: Skál!
 
Sr. Hallgrímur Pétursson
Ef ég hefði ekkert lært
á ævi minni
- ég efalítið ekkert kynni.
Og ef mér hefði enginn kennt
með ást og striti
- ósköp fátt ég vissaf viti.
Ef mér væri ekkert kært
og efst í huga
- til lítils mætti líf mitt duga.
Og ef mér hefði enginn bent
á opna stíga
- ég sæll í skó minn myndi míga.
 
Sr. Hallgrímur Pétursson
Nímenningum níðst er á
af nýfasískum fautum.
En sjömenningar sigla frá
sínum skuldunautum.
 
Sr. Hallgrímur Pétursson
Vér erum geymd í geimi
geimverur, að sönnu.
Ein í eigin heimi
með allt á vorri könnu.
 
Sr. Hallgrímur Pétursson
Pólitískra pensjónþega
pína er hin mesta
að þjóðin ætli endilega
að eltast við það besta.
 
Sr. Hallgrímur Pétursson
Ef daðrar við þig dáti
og duflar upp úr skónum
þú endar ein á báti
með ógleði, á sjónum.
 
Sr. Hallgrímur Pétursson
Úff. Ég verð að hætta að glápa á þennan handbolta. Reif næstum af mér hendurnar í lokafagninu. Landsleikjaáhorf eru ekki fyrir holdsveika.
 
Sr. Hallgrímur Pétursson
Áfengið er ærlegs manns
eini sanni vinur.
Sáluhjálp og huggun hans
hvað svo sem á dynur.
Í því liggur fólgin fró
friðarathvarf, hugarró
og svo mætti lengi, lengi telja.
Leiðist mér því upp að þurfað selja.
 
     1, 2, 3, 4  
m.baggalutur.is Facebook Tvítill Tónlist.is iTunes YouTube Instagram RSS
Fréttir
Enter – 5/6/14
 
Myglar – 1/6/14
 
Lesbók
Enter
 
Úr þjóðbók

Hrínum, hrínum, hemjum ekki grátinn,
harmur er að sliga Pyongyangborg.
Kommúnismans fallinn kærleiksdátinn,
Kórea, hin nyrðri, lostin sorg.
Vasaklútinn vildi ég gefa til
að vera kominn yfir hann Kim Jong-il.
Vænsta klútinn vildi ég gefa til
að vera kominn yfir hann Kim Jong-il.

Þetta voru nú ljótu úrslitin :(. Að mínir menn geti ekki einu sinni slefað formanninum inn á þing er auðvitað gersamlega glatað. Það hefði betur farið á því að hafa kind í 1. sætinu, eins og ég stakk upp á...

Gott og vel. Ég meika biblíumyndirnar, bænakvakið, orgelspilið og sálmagaulið – jafnvel jólafrenzýið.

En væmnu gaurarnir í kjólunum geta farið alveg skelfilega í taugarnar á mér.

Baggalútur er hýstur af alúð og umhyggju hjá ADVANIA