Þjóðbók
Einar Ben
einarben.wordpress.com
Ég var að venju eitthvað að skottast í útlandinu. Hitti þar mektarmann mikinn og bauð honum – eins og ég geri svo gjarnan – að fjárfesta í norðurljósunum.

Hann leit á mig með meðaumkvun í svip og spurði hvort við vildum nú ekki halda einhverju smáræði eftir fyrir okkur sjálf.
Einar Ben
Hippsterinn nefbleikur hímir við vegg.
Hljómsveitin fannst honum óvenju slöpp.
Skimar og gónir sem úlfur á egg
að einhverju kvenslags að taka á löpp.
Að þetta grey skyldi álpast á legg,
agndofa spyr ég mig, rök eru knöpp.
Allt sem hann hefur er húfa og skegg
– við Hörpu loks króknar með fingur við öpp.
 
Einar Ben
Til hinstu hvílu Gaddafi er genginn
gæðablóð nú þekur elsku drenginn.
Traustur vinur horfinn hugskotssjónum
– minn hugur er hjá vígaamasónum.
 
Einar Ben
Líf mitt og allflestar hugsanir hafa
hernumið amasónvalkyrjur, lýbískar.
Skírlífur hápunktur guðanna gjafa
gljáfægðar drápsvélar, langtífrá típískar.
Vökulum systrum, sem grænklæddar gæta
Gaddafís, eldmóður stöðugt í huga rís.
Þeim skal ég feginn í myrkrinu mæta
og meydóma afplána glaður í tugavís.
 
Einar Ben
Engist í glugga, svargulur suðar
saddur veraldardaga.
Framar hann hvorki stingur né stuðar
– stýfð er geitungasaga.
 
Einar Ben
Þú syndum hlaðna drottning lífsins lasta
sem laðar til þín gírug fórnarlömb.
Þér dreyrsultaðri í glenntan kjaft minn kasta
og kýli bleiktum rjóma þanda vömb.
 
Einar Ben
Sem marglyttur í pytti fúlum fljóta
feysknir, aldnir búkar hlaðnir mör.
Af visnum limum flögur húðar hrjóta
heitum þveita straum á sinni för.
Lötra milli bakka, brautir þvera
bleikt af klóri, líkþyrnd hrukkudýr.
Verst er augum þó að þurfa bera
þau í sturtu, flekkótt, blaut og rýr.
 
Einar Ben
Rosalega hef ég á tilfinningunni að ég hafi gleymt að slökkva á kaffikönnunni.
 
Einar Ben
Þig kornbrennda glóðheita gríp ég úr rist
og gylli í einhliða margarínbaði.
Meymjúkum ostsneiðum legg þig af list
löðraðar dreyrrauðu rifsmarmelaði.
 
Einar Ben
Hrunið var jú heiftarlega
hjartkremjandi synd
– en núna á ég allavega
eina Smáralind.
 
Einar Ben
Ó hlandgyllta hilling!
Þú heilsunnar vonbjarta gjóska.
Samofin mjallhvítri mjólk
og mulningi hrímkaldra klaka.
Ó freyðandi fylling!
þú fjölbragða uppfylling óska.
Seðjandi seytlar um kverk
og sendir mig kíló til baka.
 
Einar Ben
Þú náttmyrka, ilmfagra, baunmulda blanda
er brennir burt höfgina, svefndrukknum færir mér þrótt.
Fyrst lifna þá ylvolgum kaleiknum held milli handa.
Þú heldur mér bragðblakkri greip þinni í, fram á nótt.
 
Einar Ben
Eta landsmenn erlugrey
enga fá þeir rjúpu.
Lóan er í hörkum hey
– hún er góð í súpu.
 
     1, 2, 3  
m.baggalutur.is Facebook Tvítill Tónlist.is iTunes YouTube Instagram RSS
Fréttir
Myglar – 24.04.23
 
Enter – 31.05.21
 
Enter – 22.10.20
 
Lesbók
Enter
 
Úr þjóðbók

Hvað á ég að þurfa að tyggja þetta oft ofaní menn? Líkaminn er stöð til að taka á móti magnan og senda frá sjer geisla. Lífið sjálft er þessi magnan eða hleðsla og utanaðkomandi kraftur tengir svo saman efni úr jörðunni til að búa líkamann skynjun og vitund.

Þetta er ekkert flókið.

Kjepz sló í gegn á Hrekkjavöku. Mætti sem Fílamaðr. Sturlaðr fílingr.

Svei mér þá. Það er til mikils að rífa kjaft fyrir þessar heimóttarlegu moldvörpur heima á Íslandi.

Það má ekki gera smá hret án þess að þessar sífrandi smásálir vilji hlaupa rakleitt aftur undir pilsfaldinn á herraþjóðunum í austri, líkt og regnblautir og rófulausir rakkar.

Já, þið lúsugu lyddur og lítilsigldu landeyður megið vita það af ef þið gangið í þetta ömurðar andskotans Evrópusamband mun ég sannarlega ekki gera mér ferð til Brusluborgar í Belgalandi til að losa ykkur úr klípunni aftur.

Baggalútur er hýstur af alúð og umhyggju hjá ADVANIA