Þjóðbók
Einar Ben
einarben.wordpress.com
Þig kornbrennda glóðheita gríp ég úr rist
og gylli í einhliða margarínbaði.
Meymjúkum ostsneiðum legg þig af list
löðraðar dreyrrauðu rifsmarmelaði.
Einar Ben
Vaknaði í morgun, innblásinn. Ætlaði að setjast niður og semja tíræðan bálk um frosthörkur, fannfergi og baráttu nútímamannsins við náttúruna.

Festist svo fyrir framan Opruh og verð ekkert úr verki.
 
Einar Ben
Skelfilega getur fólk verið skammsýnt. Hér er ég með frábærar tillögur, tímamótatillögur, um að breyta Breiðholtinu í stærsta friðland apa í heiminum. En manni er ekki einu sinni ansað hjá borgarskipulagi. Bévítans molbúar.
 
Einar Ben
Jæja. Ég var í alla nótt að vinna í nýja 30 erinda kvæðinu mínu um fossana. Það er farið að taka á sig mynd og er bara býsna gott kvæði, þó ég segi sjálfur frá.
Það lítur þá orðið svona út (en ég ítreka að þetta er enn í vinnslu):

    FOSSAR

    Falla ógnar fossar eins og ...

Svo eitthvað sem ég á eftir að ákveða.
 
Einar Ben
Nú er bara að hysja upp um sig buxurnar, mynda stjórn, ýta rauðsprettunum öfundsjúku endanlega út í sitt vinstra horn - og byrja að stífla fyrir einhverja alvöru...
 
Einar Ben
Ég samdi gríðarlega tilkomumikið kvæði í gærkvöldi. Um hafið, þögnina og nóttina. 24 erindi. Ég var örmagna á eftir og sofnaði fram á skrifborðið. Þegar ég vaknaði var fartölvan rafmagnslaus og bannsett átóríkoveríið náði ekki nema fyrsta erindinu. Moðerfokking drasl...
 
Einar Ben
Hvenær ætlar þessari litlu þjóð að lærast að nýta land sitt til góðra verka? Fleiri milljón tonn af vatni falla til sjávar dag hvern, algerlega ónýtt. Er það einhverjum til gagns? Allt þetta skyldi virkja, hverja sprænu, hvern poll. Áður en það verður um seinan...
 
        1, 2, 3
m.baggalutur.is Facebook Tvítill Tónlist.is iTunes YouTube Instagram RSS
Fréttir
Myglar – 24.04.23
 
Enter – 31.05.21
 
Enter – 22.10.20
 
Lesbók
Enter
 
Úr þjóðbók

Hvaða lýðskrymjandi froðusnakki datt í hug að kalla þessa dragúldnu dökkdimmu dagleysu sunnudag? Hvílík og önnur eins andskotahelvísk óskhyggja. Nær væri að nefna þessa viðvarandi ljósleysu blökkudag. Þessum undirliggjandi ömurðarlygum þjóðfélagsins verður að linna.

Hvunær setur maður skóinn útí glugga og hvunær setur maður skóinn ekki út í glugga.

Ef fólk er eitthvað að spá í hvað það á að gefa manni í afmælisgjöf - þá vil ég bara péníng.

Baggalútur er hýstur af alúð og umhyggju hjá ADVANIA