Þjóðbók
Einar Ben
einarben.wordpress.com
Þú er dynvængjuð flögraðir dáleidd af leið
að dulfylltu ljósperubliki
ei hugðir hvar fingur að baki því beið
og brothættri ævi þér lyki.
Jónas frá Hriflu
Nei andskotinn. Fjórar konur í ríkisstjórn! Hvað næst - karlkyns hjúkkur?
 
Jónas Hallgrímsson
Ég orti nýtt kvæði í morgun. Ég held að ég sé að ná að fullkomna stílinn.

Mér finnst gott að maula ís,

mikið fínt og gaman.

Mamma er sko í mussu úr flís,

mikið er það gaman.


Er annars að pæla í því hvort þetta „sko“ eigi kannski ekkert heima þarna. Það er náttúrulega danska.

 
Jónas Hallgrímsson
Note to self: Ekki skrifa ódauðlega sonnettu á kjörseðlinn. Það ógildir atkvæðið...
 
Halldór Kiljan Laxness
Fari það í fúlan pytt. Er nú verið að næla stórriddarakrossi á einhvurja vesturíslenska ballerínu! Isspiss. Allir geta nú feingið þetta glingur. Mín fer rakleitt á íbei eftir helgi...
 
Einar Ben
Nú er bara að hysja upp um sig buxurnar, mynda stjórn, ýta rauðsprettunum öfundsjúku endanlega út í sitt vinstra horn - og byrja að stífla fyrir einhverja alvöru...
 
Jónas frá Hriflu
Þetta voru nú ljótu úrslitin :(. Að mínir menn geti ekki einu sinni slefað formanninum inn á þing er auðvitað gersamlega glatað. Það hefði betur farið á því að hafa kind í 1. sætinu, eins og ég stakk upp á...
 
Tómas Guðmundsson
Sko til, er ekki blessuð sólin farin að skína á Reykjavíkina mína. Allt hún elskar ljúfust stjarna. Gleði barna. Angan Vesturbæjar. En mikið lifandis, skelfing vona ég að helvítis Garðabæinn rigni niður í sumar...
 
Jón Sigurðsson
Hvað á maður að kjósa af þessum liðleskjum sem í framboði eru til hins háa Alþingis? Ég hef verulega illan bifur á þessu stóði öllu. Ætli það endi ekki með því að maður skili auðu, eins og venjulega...
 
Jóhannes S. Kjarval
Mikið hlakka ég nú til að fara upp á Þingvelli og liggja þar með trönurnar fram á haust. Mála kannski soldið hraun. Bara að muna að taka með frjóofnæmispillurnar svo þetta endi ekki eins og í fyrra...
 
Hjálmar Jónsson frá Bólu
Djöfuls andskotans auðvaldspungar og gróðabísar, mergsjúgandi mann í vöku sem draumi. Réttast væri að taka þessa snápa alla sem einn og blóðflengja þá með vænum hrísvendi á fitubólginn bossann...
 
Halldór Kiljan Laxness
Þvílík ekkisens vonbrigði. Að láta þessa kotrosknu rauðbrystinga stela sigrinum, óverðskuldað, í framleingingu - hneyksli. Það held ég að ef hann Eiður okkar hefði enn verið í röðum blástakkanna hefði hann ekki látið þessa ófrýnilegu spóaleggi komast upp með viðlíka moðreyk...
 
Sr. Hallgrímur Pétursson
Við Gudda kíktum út að éta í gærkvöldi. Maturinn var ágætur sosum, ég fékk mér signa grásleppu á hvannjólabeði og Gudda fékk sér gufusoðnar lambalappir með púðursykurgljáðu skarfakáli. Ágætismatur alveg. Allavega - svo fengum við reikninginn og þá rak mig í rogastans. Tólf krónur fyrir signa grásleppu og sjö krónur og 13 aura fyrir lambalappirnar! Þetta er náttúrulega galið. Sérstaklega í ljós þess að náunginn sem afgreiddi okkur var einhver fjandans útlendingssauður sem ekkert virtist skilja- sennilega kominn hingað frá ...
 
        1, 2, 3 ... 44, 45, 46, 47  
m.baggalutur.is Facebook Tvítill Tónlist.is iTunes YouTube Instagram RSS
Fréttir
Myglar – 24.04.23
 
Enter – 31.05.21
 
Enter – 22.10.20
 
Lesbók
Enter
 
Úr þjóðbók

Ókeiókei. Ég viðurkenni það. Ég fékk bréf. Það er samt ekki séns að ég taki á mig allt klabbið eins og síðast.

Jáhérnabarastahér. „Björt framtíð?“ Er þetta virkilega það besta sem flokkaflakkaranum og bestuskinnunum datt í hug? Hvað með „Blóm og kanínur“, „Ástarpungarnir“ eða „Englatásur“? – Hvílík kvoða og vemmivelgja.

Helvíti rennur framsóknarblóðið hægt í æðum erfðaprinsins.

fjær ertu fornri
frægð þinni
dallur dóps og sælu
pólsins stjarna
starir niðurlægð
yfir Fáskrúðsfjörð

smygli öngvu eirir
armur laga
upprætir amfetamín
en lyfseðla ljúfa
fær lögregla
aldrei upp tekið

Baggalútur er hýstur af alúð og umhyggju hjá ADVANIA