Þjóðbók
Tómas Guðmundsson
tommiskald.blog.is
Hver hefði trúað því fyrir hundrað árum síðan, að líf gæti þrifist á jafn eyðilegum ömurðarbletti og Hafnarfirðinum?

Sjálfur trúi ég því ekki ennþá.
Egill Skallagrímsson
Kjaftagangr alltaf á þessu alneti. Af gefnu tilefni tek ek fram að ek er ekki Snorri sonur Sturla. Það er þvættingr. Ok ek er ekki heldr Auðr Haralds...
 
Jón Sigurðsson
Ég mótmæli því harðlega að borga 900 krónur fyrir skitinn bíómiða. Að viðbættu strætófari, fram og til baka (560 kr.), gosfernu og nammi (ca. 600 kr.) er þetta ekkert annað en svívirðilegt rán um hábjartan dag...
 
Jónas Hallgrímsson
Dem, hvað er í gangi?! Er kominn með massa útbrot á neðri vörina. Ætli druslan sem ég var að skvetta í um helgina hafi verið með frunsu..? Mar á náttlega að passa sig á þessum dönsku...
 
Jónas frá Hriflu
Mikið assgoti er alltaf gaman að honum Jack Bauer í 24. Það er alvöru karlmaður. Lætur ekki vaða yfir sig á skítugum skónum, hvorki kómúnista né aðra. Betur að við hefðum nokkra svona gutta í flokknum, annað en þessar aumu gufur sem eru að skríða undan pilsfaldinum þessi misserin...
 
Grímur Thomsen
Ó, vei! Illt er í efni. Fátt er til ráða. Hvurt skal halda? Hvar skal drukkið? Hvar skal stiginn dans og duflað við drósir? Hvar er skemmtun að finna þá Pravda er brunnin? Ó, hvar?!
 
Jóhannes S. Kjarval
Voðalega fer það í taugarnar á mér þegar fólk er að hengja ókláraðar og krumpaðar skissur eftir mig upp á vegg. Hefur þetta fólk engan smekk? Kommon. Það er ekki eins og hver einasta servíetta sem ég snýti mér í sé gargandi meistaraverk...
 
Sr. Hallgrímur Pétursson
Af hverju talar enginn stjórnmálaflokkur fyrir bættri stöðu holdsveikra hér á landi? Hvað er eiginlega málið? Það er hreinlega tekið á þessum málum eins og verið sé að fjalla um málefni ... tjahh ... holdsveikra...
 
Jónas Hallgrímsson
Note to self: Ekki drekka rakspíra áður en maður fer í rauðvínspartý í menntamálaráðuneytinu.
 
Hjálmar Jónsson frá Bólu
Fari þessir grábölvuðu andskotans söluturnatittir í bullsjóðandi heitasta helvíti allir sem einn. Að geta ekki drulludéskotast til að lækka sykurleðjuna heldur halda áfram að okra á okkur undirtroðnum akfeitum smælingjunum. Landeyður og lyddur, allir sem einn - og ekkert nema andskotans...
 
Jónas Hallgrímsson
Sjitt - ég var að þrífa bílinn í gær. Tók hann allan í gegn, bónaði og allt maður. Pússaði felgurnar og ég veit ekki hvað og hvað. Heyrðu, svo var ég að ryksuga aftursætið - hefur þá ekki einhver spýtt útúr sér ópali sem hefur klístrast fast við sætið! Ógeðslegt - alveg er ég viss um að fíflið hann Grímur hafi...
 
Einar Ben
Ég samdi gríðarlega tilkomumikið kvæði í gærkvöldi. Um hafið, þögnina og nóttina. 24 erindi. Ég var örmagna á eftir og sofnaði fram á skrifborðið. Þegar ég vaknaði var fartölvan rafmagnslaus og bannsett átóríkoveríið náði ekki nema fyrsta erindinu. Moðerfokking drasl...
 
Tómas Guðmundsson
Mikið lifandis ósköp er Reykjavíkin mín alltaf falleg. Vesturbærinn ilmar. Perluna ber við himinn. Fuglar syngja. Það er vor í lofti.

En mikið djöfulli sökkar Kópavogurinn...
 
        1, 2, 3 ... , 45, 46, 47  
m.baggalutur.is Facebook Tvítill Tónlist.is iTunes YouTube Instagram RSS
Fréttir
Myglar – 24.04.23
 
Enter – 31.05.21
 
Enter – 22.10.20
 
Lesbók
Enter
 
Úr þjóðbók

Það er mér mikill heiður að tilkynna vaxtalaust 8 billjón stjörnudúkarta lán til lýðveldisins frá fjarlægri, vinveittri lífsstjörnu sem ég hef átt í nokkrum samskiptum við undanfarið.

Slæmu fréttirnar eru að millifærslan þarf að berast 4.000 ljósára leið.

Mikið stóðu handboltastrákarnir okkar sig vel austur í Peking. Það var hrein unun að fylgjast með þeim. Að sjá þessi drengi handleika knött! Það er bara ólýsanlegt.

Svo vona ég bara innilega að þeir fái eitthvað að ríða út á þessa Fálkaorðu. Allavega fékk ég það - töluvert.

Sandý með látum nú lendir
og limlestir sköllótta örninn.
En CNN, seg mér hvað hendir
– Jacqueline og vesalings börnin?

Baggalútur er hýstur af alúð og umhyggju hjá ADVANIA