Þjóðbók
Tómas Guðmundsson
tommiskald.blog.is
Hver hefði trúað því fyrir hundrað árum síðan, að líf gæti þrifist á jafn eyðilegum ömurðarbletti og Hafnarfirðinum?

Sjálfur trúi ég því ekki ennþá.
Tómas Guðmundsson
Mikið er nú rokið í henni Reykjavík alltaf velkomið og indælt.

Annað en skítablásturinn í Kópavoginum, fimbulgarrinn í Mosó eða andfúlt fjúkið úti á Nesi.
 
Tómas Guðmundsson
Ég vissi að vesalings borgin mín
værorðin óttalegt hrörgreni
en helvíter hart ef að strætin þín
heiteftir fíflinu Jörgeni.
 
Tómas Guðmundsson
Guðdómleg er gervöll byggðin
glæsta; Reykjavíkurborg.
Vik er frá því viðurstyggðin
viðbjóðslega, Ingólfstorg.
 
Tómas Guðmundsson
Með kvíðagaul í görnum mér
ég geng í djúpum þönkum
um stræti fyllt blóðsognum bönkum.
Það hryggir mig og hjartað sker
að hafa ekki tölu
á fasteignasölum til sölu.
 
Tómas Guðmundsson
Óskaplega eru hálfbyggðu háhýsin í henni Reykjavík fögur á að líta. Líkust ókleifum, holum hraundröngum. Og ekki spillir blessað dritið úr strjálvængjuðum borgarmávinum fyrir þar sem það lekur seiðandi niður svarta hamraveggina.

Maður fær nú bara gæsahúð – og meira til.
 
Tómas Guðmundsson
Mér er sama hvað fólk segir og tuðar. Hálf- og óbyggðu hverfin og stórhýsin í henni Reykjavík eru þau fegurstu sem ég hef augum litið.
 
Tómas Guðmundsson
Á nú ein skitin stytta af mér ræflinum að heita karllæg og einstaklingsupphefjandi? Og stirð?

En ekki hvað? Þetta er fokkings stytta.

Þessir roðamaurar í borgarstjórn geta nú bara troðið þessum „anda nýrrar og frjórrar hugsunar um list“ uppi í opinbera rýmið á sjálfum sér.
 
Tómas Guðmundsson
Með Rússagulli Róman
reisir bústað fróman.
Ég vona að verði úr
Vaðlaheiðarvegavinnu-
verkfærageymsluskúr.
 
Tómas Guðmundsson
Það má nú margt segja ljótt um blessaða rónana í henni Reykjavík, en ólíkt eru þeir nú samt huggulegri og betur til hafðir en ólukkans ógæfupakkið í Kópavogi og úti á Nesi.

Og betur eygðir.
 
Tómas Guðmundsson
Auðvitað er alltaf leitt að sjá reisuleg hús í niðurníðslu, útkrotuð og glerbrotin. Uppfyllt ógæfusömu fólki og hlandlykt.

En það breytir því ekki að niðurníddu grenin í henni Reykjavík eru fegurstu niðurníddu greni veraldar.

Og hlandlyktin klárlega sú sætasta á byggðu bóli.
 
Tómas Guðmundsson
Djöfull er langt síðan ég komst síðast í góðan skemmtistaðasleik.

Svo hittir maður bara Kjartan Gunnars á djamminu!
 
Tómas Guðmundsson
Æ hvað ég vildi að menn hættu nú að karpa þetta um borgarmálin sínkt og heilagt. Menn ættu heldur að líta út um glugga og horfa yfir á borgina okkar dásamlega fögru og yndislegu - og þakka guði, forsjóninni og öllu þeirra hyski fyrir að búa ekki í moðerfokking Garðabænum.
 
     1, 2  
m.baggalutur.is Facebook Tvítill Tónlist.is iTunes YouTube Instagram RSS
Fréttir
Myglar – 24.04.23
 
Enter – 31.05.21
 
Enter – 22.10.20
 
Lesbók
Enter
 
Úr þjóðbók

Ókeiókei. Ég viðurkenni það. Ég fékk bréf. Það er samt ekki séns að ég taki á mig allt klabbið eins og síðast.

Hvað á maður að kjósa af þessum liðleskjum sem í framboði eru til hins háa Alþingis? Ég hef verulega illan bifur á þessu stóði öllu. Ætli það endi ekki með því að maður skili auðu, eins og venjulega...

Auðvitað er alltaf leitt að sjá reisuleg hús í niðurníðslu, útkrotuð og glerbrotin. Uppfyllt ógæfusömu fólki og hlandlykt.

En það breytir því ekki að niðurníddu grenin í henni Reykjavík eru fegurstu niðurníddu greni veraldar.

Og hlandlyktin klárlega sú sætasta á byggðu bóli.

Baggalútur er hýstur af alúð og umhyggju hjá ADVANIA