Þjóðbók
Þið einföldu déskotans ömurðarflón
sem örvingluð sitjið og starið
á glitskrúðugt úrkynjað evróvisjón
uns allt ykkar skynbragð er farið.
Hjálmar Jónsson frá Bólu
Fari það í fjórtán forherta fyrirbura frá Fáskrúðsfirði, góðærið búið og ég náði ekki svo mikið sem að kaupa mér flatskjá!
 
Hjálmar Jónsson frá Bólu
Ending heims að engu gjörð
allt í herjans plati.
Áfram lafir okkar jörð
í alheimsrassagati.
 
Hjálmar Jónsson frá Bólu
Þetta er nú meiri andskotans helvítis djöfulsins endemis vitleysan í þessum helvítis kellingum alltaf hreint. Að draga mann bláeygðan og náhvítan út á þennan hispænska andskotans veraldarhjara. Sitja svo þarna eins og albínókarfi á kolagrilli og brenna upp við hysterískan undirleik stífbotna flamengóglyðrna með marglita regnhlífða ólyfan í hendi, deyfður og duglítill. Helvítis andskotans rugl. Næst er það Björgvin – og ekkert djöfuls múður.
 
Hjálmar Jónsson frá Bólu
Ég þolekki sjalla, ég þolekki komma
ég þolekki jafnaðarpakk.
Ég þolekki lesbíur, þolekki homma
ég þolekki sjálfan mig. Takk.
 
Hjálmar Jónsson frá Bólu
piss...

er nú mannskapurinn að væta brók yfir einum vesælum sunnlenskum skelfingarhnerra? Smáræðis bossadilli í fjallkonunni.

Það sem þessa þjóð vanhagar um eru hressileg móðuharðindi. Það er alvöru stöff, eða svo var hún móðir mín blessunin vön að segja.
 
Hjálmar Jónsson frá Bólu
Spikuðu landeyður finniði fjandann
og fáið að skríðí hans kör.
Takið svo andskotans efnahagsvandann
og etið með hlandsýrðri mör.
 
Hjálmar Jónsson frá Bólu
Í blóðsprengdum nösum mér hangir nú hor
horfinn er veturinn trausti.
Megir þú andskotans volaða vor
verða sem snarast að hausti.
 
Hjálmar Jónsson frá Bólu
Hvað er þessi ameríski andskotans ístrubelgur að tuða um hnattræna hlýnun? Ég ætti að taka þennan gleiðmynnta, tannglansandi trúð í vist, svo sem eins og einn vetur. Sjáum hvort hann slær svartkalinni hendi á móti nokkrum aukagráðum á helvítinu honum selsíusi eftir það.
 
Hjálmar Jónsson frá Bólu
Leikur sér með örlög okkar
auðvaldspakk með vélar þykkar.
Blauðu djöfuls drullusokkar
drattist til að skammast ykkar.
 
Hjálmar Jónsson frá Bólu
Fari það í gulbröndótt gallið úr geldum gullhamstri! Hvað á þetta andskotans ekkisens bensín að hækka mikið áður en þessi rassíða ræfils ríkisstjórn tekur við sér? Og hversu ítrekað og einbeitt er hægt að böðlast á bakrauf einnar þjóðar áður en hún bítur til baka? Svei.
 
Hjálmar Jónsson frá Bólu
Aldrei skal ég blogga blogg
– bölvanleg sú skitna iðja.
Frekar má Snoop Doggy-Dogg
daglangt hlustir mínar ryðja.
 
Hjálmar Jónsson frá Bólu
Í febrúar þorra eg fagna
föðurlandsástina magna.
Saltmet' og súr-
– sauðkindum úr –
án skilyrða et upp til agna.
 
        1, 2, 3, 4, 5  
m.baggalutur.is Facebook Tvítill Tónlist.is iTunes YouTube Instagram RSS
Fréttir
Myglar – 24.04.23
 
Enter – 31.05.21
 
Enter – 22.10.20
 
Lesbók
Enter
 
Úr þjóðbók

Svikinn enn um Svíaglíngur
svekktur músum brynni.
Hvunær ætli Íslendíngur
aftur mótið vinni?

Um þrengsli siglir þjóðarfley.
Þyrsti mig í sopa;
í klukkubúðum kaupi ei
kardemommudropa.

Magnað. Ef maður hefði haft Facebook í gamla daga, þá hefði maður sennilega komist hjá því að láta negla sig upp.

Baggalútur er hýstur af alúð og umhyggju hjá ADVANIA